Bananahýði geta læknað vörtur

Fólk sem er með vörtur getur notað bananahýði til að lækna vörtur.  Aðferðin er sú að þú notar innra lagið á bananahýðinu og leggur það á vörtuna. Þetta fullyrðir Kristín Tinna Aradóttir yfirmaður tilraunaeldhúss Ísland vaknar. Hún segist reyndar ekki hafa reynt þetta á sjálfri sér þar sem hún hafi ekki fengið vörtu. „Reynsla fólks í kringum mig segir hins vegar að það borgi sig að leyfa bananahýðinu að liggja á vörtunni yfir nótt svo þetta virki,” sagði Kristín Tinna í spjalli við Ísland vaknar.

Efnafræðin á bak við húsráðið

Hátt hlutfall kalíum mun að sögn Kristínar Tinnu vera ástæðan fyrir því að þetta virkar jafnvel og raun ber vitni. Aðspurð hvernig menn láti bananahýðið tolla næturlangt á vörtunni mælir Kristín Tinna með límbandi eða teygjusokk. Heyra má spjallið við hana í glugganum hér að neðan.mbl.is

Bloggað um fréttina