Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig.
Glass er framhaldsmynd leikstjórans M. Night Shyamalan, en myndin er þriðja og síðasta myndin í þríleik á eftir myndunum Unbreakable og Split. Hún fór beint á topp íslenska bíó aðsóknarlistans um helgina en þar snýr Samuel L. Jackson aftur í hlutverki Elijah Price, eða hr. Glass. Raggi er þó á því að myndin sé langdregin og langsótt.
Einnig fór hann yfir dóma um Close, nýja Netflix-mynd þar sem Íslandsvinurinn Noomi Rapace fer með eitt aðalhlutverka sem lífvörður spilltrar ungrar stúlku sem hefur erft mikið ríkidæmi en er í hættu. Noomi er hvað þekktust fyrir leik sinn í Milennium-þríleiknum sem gerð var eftir bókum sænska rithöfundarins Stieg Larsson.
Hér má sjá bíógagnrýni Ragnars í heild.
Jón Gnarr l Logi Bergmann (21.2.2019) — 00:19:58 | |
Logi Bergmann & Hulda Bjarna 16:00-18:00 (21.2.2019) — 02:03:31 | |
Hvaða ráð mundir þú gefa 15 ára sjálfum þér? (21.2.2019) — 00:05:01 | |
Stefán Einar fer yfir Viðskiptamoggann (21.2.2019) — 00:05:12 |