menu button

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu ...
Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal. Mynd/K100

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Corning Museum of Glass var stofnsett 1951 og er í New York-ríki. Það er stærsta glerlistasafn í heimi. Tilefni sýningarinnar er að um áramótin voru sett lög á Íslandi um að allir landsmenn verða líffærgjafar. Að gefa líffæri getur bjargað minnst tveimur mannslífum, viðtakandanum og þeim sem næstur kemst inn á biðlistann. Alls eru um 30 Íslendingar sem þurfa nýtt líffæri ár hvert og er heilsa þeirra og tilvist kapphlaup við tímann.

Sýningin hefur hlotið mikið lof og gæða-ljósameistarinn Kristján Kristjánsson og hljóðmeistarinn Gunnar Árnason glæða hin köldu glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði, enda gríðarlega færir á sínu sviði, ef ekki þeir færustu hérlendis. Þeir félagar voru fengnir til verksins á sínum tíma og lýsir Kristján því sem svo í síðdegisþættinum hjá Loga og Huldu að þeir hafi verið leiddir saman sem fagmenn, en á þeim tíma höfðu framkvæmdaaðilar sýningarinnar ekki hugmynd um að Kristján væri líffæraþegi og Gunnar líffæragjafi. Þeir sögðu sögu sína í þættinum. 

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

„Þetta er ekki einfalt mál og það er mjög erfitt að þiggja þessa gjöf,” segir Kristján sem óskaði að lokum eftir líffæri á Facebook og fékk nýra frá einum af betri vinum sínum. „Það verður ákveðin uppgjöf í að bíða þegar maður er búinn að bíða í öll þessi ár á lista og ekkert að gerast,” útskýrir hann og segist hafa verið orðinn þreyttur á að vera fastur við vél þrisvar í viku, fimm tíma í senn. Á þeim tímapunkti lá einnig fyrir að að enginn ættingi gat gefið líffæri þrátt fyrir viljann til þess. Hann segir RÚV hafa hringt hálftíma eftir birtingu færslunnar og þá var búið að deila færslunni nokkur hundruð sinnum. Á endanum var færslunni deilt mörg þúsund sinnum. Kristján segist hafa svarað öllum og svo kom að lokum pörun við frænku hans og vin. Ferlið tók marga mánuði.

 „Ég er að gefa honum þetta. Ég á ekkert inni“

Gunnar sagði einnig sögu sína en í hans tilviki var það æskuvinurinn Hilmar sem vantaði orðið nýra. „Ég vildi bara gefa vini mínum þokkalegt líf“, segir Gunnar sem efaðist aldrei og var strax ákveðinn í að vilja gefa annað nýra sitt. Þegar hann hafði upplýst Hilmar um vilja sinn þá tók ferlið um átta mánuði. „Það er tékkað virkilega vel á öllu og engir sénsar teknir,“ segir Gunnar.

Í dag er vinurinn farinn að rífa kjaft og er glaður á ný, segir hann á léttum nótum. „Ég er að gefa honum þetta. Ég á ekkert inni,“ útskýrir Gunnar sem segir mikilvægt að líffæraþeganum finnist hann ekki skulda sér neitt. Hann segir ríkið græða mest á líffæragjöf, því þetta sé í raun gjöf til samfélagsins.

Ríkið sparar um 500 milljónir

Þegar hann er spurður út í skilning vinnuveitandans á því að fara frá í tvo mánuði svarar Gunnar því sem svo að hann vinni hjá sjálfum sér, en að endingu sé ríkið að græða mest. „Hilmar fær nýtt líf. Skiptir engu fyrir mig, nema að ég er frá vinnu þarna í tvo mánuði. En að hafa svona mann í skilun þrisvar í viku á örorkubótum, í dýrum tækjum, upp í það að verða heilbrigður einstaklingur að borga skatt til samfélagsins,“ útskýrir Gunnar. Hann segist hafa reiknað út að sem dæmi sé ríkið að spara samanlagt um 500 milljónir á líffæragjöf sinni og líffæragjöf Kristjáns ef tekið er mið af því að báðir einstaklingarnir fá gjöf og geti lifað nokkuð eðlilegu lífi næstu 20 árin. Því þyki honum kaldhæðnislegt að Tryggingastofnun greiði aðeins 80% af launum þess sem ákveður að gefa líffæri, þar sem viðkomandi er 100% frá í allt að tvo mánuði. 

Viðtalið við þá félaga má nálgast hér að neðan. 

mbl.is
Greta Salóme var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Var samtímis í mennta- og háskóla

Tónlistarkonan Greta Salóme verður seint þekkt fyrir að fara troðnar slóðir og er hún mikill vinnuþjarkur. Hún var gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á dögunum. Nánar »

Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »

Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dreglinum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt aðalkarakter myndarinnar, verkakubbnum og aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og hann heitir á ensku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Eva María var gestur Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Viltu fá kúlurass? Hér er ný aðferð

„Brazilian Butt Lift“ er ný aðferð við að byggja upp kúlurass. Aðferðin er margs konar og útheimtir fjögurra vikna meðferð á snyrtistofu. Nánar »