menu button

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu ...
Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal. Mynd/K100

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Corning Museum of Glass var stofnsett 1951 og er í New York-ríki. Það er stærsta glerlistasafn í heimi. Tilefni sýningarinnar er að um áramótin voru sett lög á Íslandi um að allir landsmenn verða líffærgjafar. Að gefa líffæri getur bjargað minnst tveimur mannslífum, viðtakandanum og þeim sem næstur kemst inn á biðlistann. Alls eru um 30 Íslendingar sem þurfa nýtt líffæri ár hvert og er heilsa þeirra og tilvist kapphlaup við tímann.

Sýningin hefur hlotið mikið lof og gæða-ljósameistarinn Kristján Kristjánsson og hljóðmeistarinn Gunnar Árnason glæða hin köldu glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði, enda gríðarlega færir á sínu sviði, ef ekki þeir færustu hérlendis. Þeir félagar voru fengnir til verksins á sínum tíma og lýsir Kristján því sem svo í síðdegisþættinum hjá Loga og Huldu að þeir hafi verið leiddir saman sem fagmenn, en á þeim tíma höfðu framkvæmdaaðilar sýningarinnar ekki hugmynd um að Kristján væri líffæraþegi og Gunnar líffæragjafi. Þeir sögðu sögu sína í þættinum. 

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

„Þetta er ekki einfalt mál og það er mjög erfitt að þiggja þessa gjöf,” segir Kristján sem óskaði að lokum eftir líffæri á Facebook og fékk nýra frá einum af betri vinum sínum. „Það verður ákveðin uppgjöf í að bíða þegar maður er búinn að bíða í öll þessi ár á lista og ekkert að gerast,” útskýrir hann og segist hafa verið orðinn þreyttur á að vera fastur við vél þrisvar í viku, fimm tíma í senn. Á þeim tímapunkti lá einnig fyrir að að enginn ættingi gat gefið líffæri þrátt fyrir viljann til þess. Hann segir RÚV hafa hringt hálftíma eftir birtingu færslunnar og þá var búið að deila færslunni nokkur hundruð sinnum. Á endanum var færslunni deilt mörg þúsund sinnum. Kristján segist hafa svarað öllum og svo kom að lokum pörun við frænku hans og vin. Ferlið tók marga mánuði.

 „Ég er að gefa honum þetta. Ég á ekkert inni“

Gunnar sagði einnig sögu sína en í hans tilviki var það æskuvinurinn Hilmar sem vantaði orðið nýra. „Ég vildi bara gefa vini mínum þokkalegt líf“, segir Gunnar sem efaðist aldrei og var strax ákveðinn í að vilja gefa annað nýra sitt. Þegar hann hafði upplýst Hilmar um vilja sinn þá tók ferlið um átta mánuði. „Það er tékkað virkilega vel á öllu og engir sénsar teknir,“ segir Gunnar.

Í dag er vinurinn farinn að rífa kjaft og er glaður á ný, segir hann á léttum nótum. „Ég er að gefa honum þetta. Ég á ekkert inni,“ útskýrir Gunnar sem segir mikilvægt að líffæraþeganum finnist hann ekki skulda sér neitt. Hann segir ríkið græða mest á líffæragjöf, því þetta sé í raun gjöf til samfélagsins.

Ríkið sparar um 500 milljónir

Þegar hann er spurður út í skilning vinnuveitandans á því að fara frá í tvo mánuði svarar Gunnar því sem svo að hann vinni hjá sjálfum sér, en að endingu sé ríkið að græða mest. „Hilmar fær nýtt líf. Skiptir engu fyrir mig, nema að ég er frá vinnu þarna í tvo mánuði. En að hafa svona mann í skilun þrisvar í viku á örorkubótum, í dýrum tækjum, upp í það að verða heilbrigður einstaklingur að borga skatt til samfélagsins,“ útskýrir Gunnar. Hann segist hafa reiknað út að sem dæmi sé ríkið að spara samanlagt um 500 milljónir á líffæragjöf sinni og líffæragjöf Kristjáns ef tekið er mið af því að báðir einstaklingarnir fá gjöf og geti lifað nokkuð eðlilegu lífi næstu 20 árin. Því þyki honum kaldhæðnislegt að Tryggingastofnun greiði aðeins 80% af launum þess sem ákveður að gefa líffæri, þar sem viðkomandi er 100% frá í allt að tvo mánuði. 

Viðtalið við þá félaga má nálgast hér að neðan. 

mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist