menu button

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu ...
Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal. Mynd/K100

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Corning Museum of Glass var stofnsett 1951 og er í New York-ríki. Það er stærsta glerlistasafn í heimi. Tilefni sýningarinnar er að um áramótin voru sett lög á Íslandi um að allir landsmenn verða líffærgjafar. Að gefa líffæri getur bjargað minnst tveimur mannslífum, viðtakandanum og þeim sem næstur kemst inn á biðlistann. Alls eru um 30 Íslendingar sem þurfa nýtt líffæri ár hvert og er heilsa þeirra og tilvist kapphlaup við tímann.

Sýningin hefur hlotið mikið lof og gæða-ljósameistarinn Kristján Kristjánsson og hljóðmeistarinn Gunnar Árnason glæða hin köldu glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði, enda gríðarlega færir á sínu sviði, ef ekki þeir færustu hérlendis. Þeir félagar voru fengnir til verksins á sínum tíma og lýsir Kristján því sem svo í síðdegisþættinum hjá Loga og Huldu að þeir hafi verið leiddir saman sem fagmenn, en á þeim tíma höfðu framkvæmdaaðilar sýningarinnar ekki hugmynd um að Kristján væri líffæraþegi og Gunnar líffæragjafi. Þeir sögðu sögu sína í þættinum. 

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

„Þetta er ekki einfalt mál og það er mjög erfitt að þiggja þessa gjöf,” segir Kristján sem óskaði að lokum eftir líffæri á Facebook og fékk nýra frá einum af betri vinum sínum. „Það verður ákveðin uppgjöf í að bíða þegar maður er búinn að bíða í öll þessi ár á lista og ekkert að gerast,” útskýrir hann og segist hafa verið orðinn þreyttur á að vera fastur við vél þrisvar í viku, fimm tíma í senn. Á þeim tímapunkti lá einnig fyrir að að enginn ættingi gat gefið líffæri þrátt fyrir viljann til þess. Hann segir RÚV hafa hringt hálftíma eftir birtingu færslunnar og þá var búið að deila færslunni nokkur hundruð sinnum. Á endanum var færslunni deilt mörg þúsund sinnum. Kristján segist hafa svarað öllum og svo kom að lokum pörun við frænku hans og vin. Ferlið tók marga mánuði.

 „Ég er að gefa honum þetta. Ég á ekkert inni“

Gunnar sagði einnig sögu sína en í hans tilviki var það æskuvinurinn Hilmar sem vantaði orðið nýra. „Ég vildi bara gefa vini mínum þokkalegt líf“, segir Gunnar sem efaðist aldrei og var strax ákveðinn í að vilja gefa annað nýra sitt. Þegar hann hafði upplýst Hilmar um vilja sinn þá tók ferlið um átta mánuði. „Það er tékkað virkilega vel á öllu og engir sénsar teknir,“ segir Gunnar.

Í dag er vinurinn farinn að rífa kjaft og er glaður á ný, segir hann á léttum nótum. „Ég er að gefa honum þetta. Ég á ekkert inni,“ útskýrir Gunnar sem segir mikilvægt að líffæraþeganum finnist hann ekki skulda sér neitt. Hann segir ríkið græða mest á líffæragjöf, því þetta sé í raun gjöf til samfélagsins.

Ríkið sparar um 500 milljónir

Þegar hann er spurður út í skilning vinnuveitandans á því að fara frá í tvo mánuði svarar Gunnar því sem svo að hann vinni hjá sjálfum sér, en að endingu sé ríkið að græða mest. „Hilmar fær nýtt líf. Skiptir engu fyrir mig, nema að ég er frá vinnu þarna í tvo mánuði. En að hafa svona mann í skilun þrisvar í viku á örorkubótum, í dýrum tækjum, upp í það að verða heilbrigður einstaklingur að borga skatt til samfélagsins,“ útskýrir Gunnar. Hann segist hafa reiknað út að sem dæmi sé ríkið að spara samanlagt um 500 milljónir á líffæragjöf sinni og líffæragjöf Kristjáns ef tekið er mið af því að báðir einstaklingarnir fá gjöf og geti lifað nokkuð eðlilegu lífi næstu 20 árin. Því þyki honum kaldhæðnislegt að Tryggingastofnun greiði aðeins 80% af launum þess sem ákveður að gefa líffæri, þar sem viðkomandi er 100% frá í allt að tvo mánuði. 

Viðtalið við þá félaga má nálgast hér að neðan. 

mbl.is
Fréttir

Gamaldags rafmagnshjól

Græja dagsins er þetta rafmagnshjól sem hannað er í stíl fortíðar. Það kostar litla 7 þúsund dali. Nánar »

Fréttir

Katy Perry aftur sökuð um kynferðislega áreitni

Sjónvarpskona í Georgíu sakar Katy Perry um kynferðislega áreitni. Nánar »

Ísland vaknar

Nýir þættir að koma á Netflix

Það styttist í haustið og þá fara streymisveitur, eins og til dæmis Netflix, að kynna hvað er í vændum. Nánar »

Íslensk börn upplifa jafnvel meira ofbeldi en önnur börn á Norðurlöndum.
Ísland vaknar

Stöðvum feluleikinn

Ingibjörg Magnúsdóttir kom í Ísland vaknar í vikunni og ræddi verkefni Unicef sem heitir: Stöðvum feluleikinn. Einar Hansberg ætlar að róa einn metra fyrir hvert barn en talið er að 13.000 börn verði fyrir einhvers konar ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Nánar »

Ísland vaknar

Krummi kominn í Kántrý

Krummi í Mínus er loksins kominn með nýtt lag. Hann er að vísu einn í þetta skiptið en nú er hann kominn aftur heim, í kántríið. Nánar »

Fréttir

Viðrar vel til bolta-árása um helgina

Síðasta fullorðinsmót sumarsins í strandblaki fer fram núna um helgina. Nánar »

Ísland vaknar

Lengir grænmeti lífið?

Stöðugt er verið að ræða hvað sé heilbrigt og hollt. Stundum á að borða mikið af grænmeti og lítið af kjöti og síðan öfugt. Nánar »

Ísland vaknar

Þórunn Harðardóttir er buguð móðir

Það getur verið erfitt að vera foreldri þegar líða tekur á sumarið. Það hefur Þórunn Harðardóttir reynt á eigin skinni. Nánar »

George Michael á tónleikum árið 2007.
Fréttir

Rómantísk gamanmynd með tónlist George Michael

Fyrsta kynningarstiklan úr myndinni Last Christmas hefur litið dagsins ljós. Nánar »

Ísland vaknar

Barnabílstólar til leigu

Guðmundur Birgir Ægisson rekur nýtt fyrirtæki sem leigir út barnabílstóla. Talið er að hvert barn þurfi minnst þrjá mismunandi bílstóla frá fæðingu. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist