Katrín Júlíusdóttir, „fyrrverandi margt“ eins og hún segir, en núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Margeir Vihjálmsson kylfingur og einn eiganda bílaleigunnar Geysis, voru gestir síðdegis á K100. Margeir er einnig pistlahöfundur í þættinum Ísland vaknar á K100 alla mánudaga, þá sem Mánudags-Maddi.
Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar og rætt um fyrirlestur Öldu Karenar, mál fjölskyldu Jóns Baldvins og handboltann með meiru. Þar sem Katrín var að fara að fara beint í Útsvarið á RÚV þar sem hún keppir fyrir hönd Kópavogs, kom einnig til tals hvort ekki væri kominn tími á Margeir í lið Reykjanesbæjar, en hann upplýsti hlustendur um að enn hefði síminn ekki hringt.
Skemmtilegt viðtal við þau Katrínu og Margeir má nálgast hér að neðan.
Ísland vaknar 06:00 - 09:00 (20.2.2019) — 02:58:37 | |
Lego Movie 2 og Umbrella Academy | Ragnar Eyþórsson, Bíógagnrýni (19.2.2019) — 00:08:39 | |
Nýtt Skattþrep; af blaðamannafundi | Gunnlaugur Snær Ólafsson, blaðamaður (19.2.2019) — 00:03:54 | |
Michelin á Íslandi og Norðurlöndunum | Ylfa Helgadóttir og Ólafur Örn Ólafsson (19.2.2019) — 00:14:31 |