menu button

Þrjú tímastjórnunarráð

Alda Sigurðardóttir, eigandi Vendum, segir langvarandi álag kalla á betri ...
Alda Sigurðardóttir, eigandi Vendum, segir langvarandi álag kalla á betri tímastjórnun og að fólk þurfi að taka ábyrgð á eigin líðan. Ljósmyndari: BIG

Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins.

Alda hefur kennt tímastjórnun og skipulagsfærni ásamt því að halda samskipta- og stjórnunarnámskeið fyrir mörg fyrirtæki hérlendis sem erlendis undanfarin ár. Og vaxandi umræða um kulnun og langvarandi álag kallar á að stjórna tíma sínum og taka ábyrgð á eigin líðan. Alda lagði áherslu á að hver og einn hugsaði tímastjórnun út frá sínum aðstæðum með áherslu á það sem maður getur haft bein áhrif á.

Breyttu einhverju einu

„Bara eitthvað eitt! Þegar við ætlum að breyta vinnulaginu okkar þá erum við að breyta gömlum venjum og hegðun og það getur verið átak, því okkur hættir til að falla í gamla hegðunarmynstrið. Þá er gott að vera búin að hugsa hvernig ætla ég að bregðast við ef það gerist. Þar sem að breytingar eru okkur mannfólkinu oft krefjandi þá er gott að byrja á að skoða spurninguna: ,,Ef ég breyti einhverju einu sem myndi almennt hafa virkilega mikil áhrif á mína tímastjórnun og skila mér meiri vellíðan, hvað væri það?“ Hulda nefndi að láta ekki símann kalla á sig í tíma og ótíma, sem eflaust margir tengja við og Logi nefndi að vera of mikið í tölvunni að skanna aftur og aftur hvað væri að detta inn, sem margir kannast við líka.

Skilvirk forgangsröðun

Hún sagði einnig frá því hvernig hún fór að vinna með skilvirka forgangsröðun er hún vann með John B. Vander Sande sem er fyrrverandi deildarforseti verkfræðideildar MIT.

„Þegar við unnum saman þá var föst venja að byrja alla daga á því að spyrja hvað er það allra mikilvægasta sem við gerum í dag? Í framhaldinu endurskipulagði hann dagskrána sína á hverjum degi út frá því. Í hádeginu var svo dagskráin endurskoðuð og sömu spurningunni velt upp.

Alda hvetur fólk til að gera tilraunir, taka lítil skref, sem geti haft mikil áhrif. Þriðja ráðið var því að greina mesta ,,verkinn“, eða þann tíma sem fer til dæmis í samfélagsmiðla, samhæfingu starfs og einkalífs, tölvupóstinn, of langa fundi eða einhverjir allt aðrir tímaþjófar. Það sem skiptir mestu máli er að prófa sig áfram, gera tilraunir á vinnulaginu, við erum að breyta hegðun og það er átak.

Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfari hér með fyrirlestur um árangursríkar samskiptaaðferðir í ...
Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfari hér með fyrirlestur um árangursríkar samskiptaaðferðir í stjórnun á afmælisráðstefnu Vendum. Ljósmyndari: BIG
mbl.is
Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »

Garðar hér við þorrahlaðborðið sem boðið var upp á í lávarðadeild breska þingsins þar sem hann starfar sem matreiðslumaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Pylsu- og þorrapartý í Westminster

Um 130 Íslendingar blótuðu þorrann um síðustu helgi í lávarðadeild breska þingsins í Westminster. Kvöldinu lauk svo með góðu pylsupartýi. Garðar Agnars Hall matreiðslumeistari fór yfir það hvernig honum tókst að koma hákarli og illa lyktandi þorramat inn í veislusalinn í Westminster. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Eva María var gestur Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Viltu fá kúlurass? Hér er ný aðferð

„Brazilian Butt Lift“ er ný aðferð við að byggja upp kúlurass. Aðferðin er margs konar og útheimtir fjögurra vikna meðferð á snyrtistofu. Nánar »

Fréttir

Laufey Steindórsdóttir kennir fólki að slaka á

Laufey Steindórsdóttir kennir fólki að slaka á. Hún heimsótti Ísland vaknar á K100 sl. mánudag. Laufey heldur námskeið fyrir konur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins, þar sem álag er mikið og notar til þess ýmis ráð eins og t.d. forláta meðferðarhörpu sem hljómar eins og englasöngur af himnum. Nánar »