menu button

Hin íslenska Marie Kondo?

Virpi Jokinen nýtir skipulagshæfileikana til að hjálpa öðrum að ná ...
Virpi Jokinen nýtir skipulagshæfileikana til að hjálpa öðrum að ná stjórn á alls kyns óreiðu. Mynd/Jóhanna Kristín Andrésdóttir

Frægðarsól hinnar japönsku Marie Kondo heldur áfram að rísa en á dögunum voru kynntir til leiks Netflix-þættir með þessum þekkta tiltektarráðgjafa og höfundi. Tiltektarfræði og naumhyggjulífstíll er gjarnan kenndur við Marie í seinni tíð og þá gjarnan talað um „KonMari-aðferðina,“ en sú aðferð gengur meðal annars út á að taka til eftir flokkum í staðinn fyrir staðsetningu og að finna hversu mikla gleði hlutirnir veita manni. Á það að auðvelda ákvörðunartöku um að halda eða sleppa. Hérlendis starfa orðið einstaklingar sem veita faglega ráðgjöf í skipulagi, einn af þeim er Virpi Jokinen.

Marie Kondo hefur gefið út nokkrar nokkrar bækur um málefnið. Sú fyrsta, The Life-Changing Magic of Tidying Up: The Japanese Art of Decluttering and Organizing, kom út árið 2011 og var gefin út í yfir 30 löndum. Sú bók varð metsölubók í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum og árið 2015 var hún valin einn áhrifamesti einstaklingurinn hjá Time-tímaritinu. Í upphafi þessa árs kynnti Netflix-streymisveitan þættina með Marie til leiks og hafa þeir slegið í gegn.

„Það eiga allir svo mikið“

Logi og Hulda hafa verið að ræða og kynna sér þennan lífstíl og skipulagshæfni á K100 undanfarið. Á dögunum ræddu þau við Virpi Jokinen, sem starfaði áður sem skipulagsstjóri Íslensku óperunnar, en rekur í dag fyrirtækið „Á réttri hillu“, fyrirtæki sem býður skipulagsaðstoð fyrir heimili og fyrirtæki.

Hún segir fræðin þó eldri en Marie Kondo sjálfa, því upp úr 1980 voru „Professional organisers“ farnir að láta til sín taka í Bandaríkjunum. Sjálf fór hún að fylgjast með þessu af fullri alvöru fyrir ári í Finnlandi og að lokum ákvað hún að bjóða slíka þjónustu.

„Ég held það sé þörf fyrir þetta því það eiga allir svo mikið, við erum að kaupa svo mikið,“ segir Virpi. Þannig telur hún að þörfin og eftirspurnin sé að skapast núna í takt við aukna umræðu um endurvinnslu, neyslu og fleira. Virpi hefur haft nóg að gera frá stofnun fyrirtækins og segist hún fá mikið út úr því að aðstoða fólk við að ná tökum á ákveðinni óreiðu. Hún nálgast fólk á þeim stað sem það er statt á og segir hún stöðuna mjög ólíka. 

„Skáparnir eiga að þjóna eigandanum“

„Fötin eru oft að þvælast fyrir,“ segir hún, spurð um það sem fólki þykir flóknast. Því mælir hún með að fólk byrji á fötunum ef tiltekt stendur til. Hún segir að skáparnir eigi að þjóna eiganda sínum. Flíkin á að kalla á mann segir hún. „Hvað get ég gert fyrir þig? Veldu mig,“ á nánast að heyrast þegar fólk opnar fataskápinn sinn segir hún og uppsker hlátur. Hún er ekki endilega á því að taka allt út úr skápunum og búa til hrúgu í upphafi líkt og Marie prediki, en að svona mál þurfi að vinna markvisst.

Hún leggur til að fólk gefi sér allt að ár í almennilega tiltekt, en hún segir alla geta gert þetta og þá þurfi svolítið að hafa að leiðarljósi hvaða hlutir og hvernig umhverfi veiti manni raunverulega gleði. Náum yfirsýn, forgangsröðum, búum til reglur – og förum svo eftir þeim. Geymum minningar – ekki hluti segir Virpi. 

 

Marie Kondo hefur gefið út nokkrar bækur um skipulag og ...
Marie Kondo hefur gefið út nokkrar bækur um skipulag og tiltekt og í dag er hún komin með Netflix-þætti um naumhyggju og það að hafa skipulagið á hreinu. Mynd/Netflix
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »