menu button

Hin íslenska Marie Kondo?

Virpi Jokinen nýtir skipulagshæfileikana til að hjálpa öðrum að ná ...
Virpi Jokinen nýtir skipulagshæfileikana til að hjálpa öðrum að ná stjórn á alls kyns óreiðu. Mynd/Jóhanna Kristín Andrésdóttir

Frægðarsól hinnar japönsku Marie Kondo heldur áfram að rísa en á dögunum voru kynntir til leiks Netflix-þættir með þessum þekkta tiltektarráðgjafa og höfundi. Tiltektarfræði og naumhyggjulífstíll er gjarnan kenndur við Marie í seinni tíð og þá gjarnan talað um „KonMari-aðferðina,“ en sú aðferð gengur meðal annars út á að taka til eftir flokkum í staðinn fyrir staðsetningu og að finna hversu mikla gleði hlutirnir veita manni. Á það að auðvelda ákvörðunartöku um að halda eða sleppa. Hérlendis starfa orðið einstaklingar sem veita faglega ráðgjöf í skipulagi, einn af þeim er Virpi Jokinen.

Marie Kondo hefur gefið út nokkrar nokkrar bækur um málefnið. Sú fyrsta, The Life-Changing Magic of Tidying Up: The Japanese Art of Decluttering and Organizing, kom út árið 2011 og var gefin út í yfir 30 löndum. Sú bók varð metsölubók í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum og árið 2015 var hún valin einn áhrifamesti einstaklingurinn hjá Time-tímaritinu. Í upphafi þessa árs kynnti Netflix-streymisveitan þættina með Marie til leiks og hafa þeir slegið í gegn.

„Það eiga allir svo mikið“

Logi og Hulda hafa verið að ræða og kynna sér þennan lífstíl og skipulagshæfni á K100 undanfarið. Á dögunum ræddu þau við Virpi Jokinen, sem starfaði áður sem skipulagsstjóri Íslensku óperunnar, en rekur í dag fyrirtækið „Á réttri hillu“, fyrirtæki sem býður skipulagsaðstoð fyrir heimili og fyrirtæki.

Hún segir fræðin þó eldri en Marie Kondo sjálfa, því upp úr 1980 voru „Professional organisers“ farnir að láta til sín taka í Bandaríkjunum. Sjálf fór hún að fylgjast með þessu af fullri alvöru fyrir ári í Finnlandi og að lokum ákvað hún að bjóða slíka þjónustu.

„Ég held það sé þörf fyrir þetta því það eiga allir svo mikið, við erum að kaupa svo mikið,“ segir Virpi. Þannig telur hún að þörfin og eftirspurnin sé að skapast núna í takt við aukna umræðu um endurvinnslu, neyslu og fleira. Virpi hefur haft nóg að gera frá stofnun fyrirtækins og segist hún fá mikið út úr því að aðstoða fólk við að ná tökum á ákveðinni óreiðu. Hún nálgast fólk á þeim stað sem það er statt á og segir hún stöðuna mjög ólíka. 

„Skáparnir eiga að þjóna eigandanum“

„Fötin eru oft að þvælast fyrir,“ segir hún, spurð um það sem fólki þykir flóknast. Því mælir hún með að fólk byrji á fötunum ef tiltekt stendur til. Hún segir að skáparnir eigi að þjóna eiganda sínum. Flíkin á að kalla á mann segir hún. „Hvað get ég gert fyrir þig? Veldu mig,“ á nánast að heyrast þegar fólk opnar fataskápinn sinn segir hún og uppsker hlátur. Hún er ekki endilega á því að taka allt út úr skápunum og búa til hrúgu í upphafi líkt og Marie prediki, en að svona mál þurfi að vinna markvisst.

Hún leggur til að fólk gefi sér allt að ár í almennilega tiltekt, en hún segir alla geta gert þetta og þá þurfi svolítið að hafa að leiðarljósi hvaða hlutir og hvernig umhverfi veiti manni raunverulega gleði. Náum yfirsýn, forgangsröðum, búum til reglur – og förum svo eftir þeim. Geymum minningar – ekki hluti segir Virpi. 

 

Marie Kondo hefur gefið út nokkrar bækur um skipulag og ...
Marie Kondo hefur gefið út nokkrar bækur um skipulag og tiltekt og í dag er hún komin með Netflix-þætti um naumhyggju og það að hafa skipulagið á hreinu. Mynd/Netflix
mbl.is
Á myndinni er hluti nemendanefndarinnar, Ragnheiður Torfadóttir, Thelma Ragnarsdóttir, Katrín Magnúsdóttir ásamt aðalleikurum sýningarinnar þeim Mími Bjarka Pálmasyni og Kolbrúnu Maríu Másdóttur.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Xanadu-söngleikurinn á svið

Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Nánar »

Samuel L. Jackson, Bruce Willis og James McAvoy fara með hlutverk í Glass og í kvikmyndinni Close fer Noomi Rapace með aðalhlutverkið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Bíógagnrýni: Glass og Close

Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Nánar »

Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Nánar »

Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir.
Ísland vaknar

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »