menu button

Hin íslenska Marie Kondo?

Virpi Jokinen nýtir skipulagshæfileikana til að hjálpa öðrum að ná ...
Virpi Jokinen nýtir skipulagshæfileikana til að hjálpa öðrum að ná stjórn á alls kyns óreiðu. Mynd/Jóhanna Kristín Andrésdóttir

Frægðarsól hinnar japönsku Marie Kondo heldur áfram að rísa en á dögunum voru kynntir til leiks Netflix-þættir með þessum þekkta tiltektarráðgjafa og höfundi. Tiltektarfræði og naumhyggjulífstíll er gjarnan kenndur við Marie í seinni tíð og þá gjarnan talað um „KonMari-aðferðina,“ en sú aðferð gengur meðal annars út á að taka til eftir flokkum í staðinn fyrir staðsetningu og að finna hversu mikla gleði hlutirnir veita manni. Á það að auðvelda ákvörðunartöku um að halda eða sleppa. Hérlendis starfa orðið einstaklingar sem veita faglega ráðgjöf í skipulagi, einn af þeim er Virpi Jokinen.

Marie Kondo hefur gefið út nokkrar nokkrar bækur um málefnið. Sú fyrsta, The Life-Changing Magic of Tidying Up: The Japanese Art of Decluttering and Organizing, kom út árið 2011 og var gefin út í yfir 30 löndum. Sú bók varð metsölubók í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum og árið 2015 var hún valin einn áhrifamesti einstaklingurinn hjá Time-tímaritinu. Í upphafi þessa árs kynnti Netflix-streymisveitan þættina með Marie til leiks og hafa þeir slegið í gegn.

„Það eiga allir svo mikið“

Logi og Hulda hafa verið að ræða og kynna sér þennan lífstíl og skipulagshæfni á K100 undanfarið. Á dögunum ræddu þau við Virpi Jokinen, sem starfaði áður sem skipulagsstjóri Íslensku óperunnar, en rekur í dag fyrirtækið „Á réttri hillu“, fyrirtæki sem býður skipulagsaðstoð fyrir heimili og fyrirtæki.

Hún segir fræðin þó eldri en Marie Kondo sjálfa, því upp úr 1980 voru „Professional organisers“ farnir að láta til sín taka í Bandaríkjunum. Sjálf fór hún að fylgjast með þessu af fullri alvöru fyrir ári í Finnlandi og að lokum ákvað hún að bjóða slíka þjónustu.

„Ég held það sé þörf fyrir þetta því það eiga allir svo mikið, við erum að kaupa svo mikið,“ segir Virpi. Þannig telur hún að þörfin og eftirspurnin sé að skapast núna í takt við aukna umræðu um endurvinnslu, neyslu og fleira. Virpi hefur haft nóg að gera frá stofnun fyrirtækins og segist hún fá mikið út úr því að aðstoða fólk við að ná tökum á ákveðinni óreiðu. Hún nálgast fólk á þeim stað sem það er statt á og segir hún stöðuna mjög ólíka. 

„Skáparnir eiga að þjóna eigandanum“

„Fötin eru oft að þvælast fyrir,“ segir hún, spurð um það sem fólki þykir flóknast. Því mælir hún með að fólk byrji á fötunum ef tiltekt stendur til. Hún segir að skáparnir eigi að þjóna eiganda sínum. Flíkin á að kalla á mann segir hún. „Hvað get ég gert fyrir þig? Veldu mig,“ á nánast að heyrast þegar fólk opnar fataskápinn sinn segir hún og uppsker hlátur. Hún er ekki endilega á því að taka allt út úr skápunum og búa til hrúgu í upphafi líkt og Marie prediki, en að svona mál þurfi að vinna markvisst.

Hún leggur til að fólk gefi sér allt að ár í almennilega tiltekt, en hún segir alla geta gert þetta og þá þurfi svolítið að hafa að leiðarljósi hvaða hlutir og hvernig umhverfi veiti manni raunverulega gleði. Náum yfirsýn, forgangsröðum, búum til reglur – og förum svo eftir þeim. Geymum minningar – ekki hluti segir Virpi. 

 

Marie Kondo hefur gefið út nokkrar bækur um skipulag og ...
Marie Kondo hefur gefið út nokkrar bækur um skipulag og tiltekt og í dag er hún komin með Netflix-þætti um naumhyggju og það að hafa skipulagið á hreinu. Mynd/Netflix
mbl.is
Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Fréttir

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Föstudagkaffið - Pétur Jóhann (14.6.2019) — 00:17:58
Smaforrit fyrir listaverk á Íslandi (14.6.2019) — 00:06:33
Nýtt lag með Stjórninni (14.6.2019) — 00:10:36
Gefðu gamla hluti í afmælisgjafir (14.6.2019) — 00:09:13