„Af hverju er fólk þá að fylgja manni?“

Manuela Ósk Harðardóttir er vinsæl á samfélagsmiðlunum og færslur hennar …
Manuela Ósk Harðardóttir er vinsæl á samfélagsmiðlunum og færslur hennar vekja gjarnan athygli. Neteinelti og neikvæðni í garð hugleiðinga sinna líkar henni þó ekki og finnst alvarlegt mál.

Fyrirsætan Manuela Ósk er með rúmlega 50.000 fylgjendur á Instagram. Á dögunum sá hún 450 þúsund innlit á síðuna, en fékk hins vegar bara 300 „Like“ á sömu færslu. Hún veltir því upp hvort það sé eðlilegt. 

„Ef að ég sæi ekki þessar tölur þarna á bak við þá myndi ég kannski ekki pæla svona mikið í þessu. En þegar ég sé á einni viku að 450 þúsund fara inn á síðuna mína, 450 þúsund „impressions“ á Instagram-prófílnum á einni viku og ég sé að ég fæ kannski 300 like á hverja mynd. Það meikar ekki sens,“ segir Manúela Ósk, fyrirsæta og fegurðardrottning, í síðdeginu hjá Huldu og Loga. Hún ákvað því að setja inn færslu með þeim hugleiðingum í framhaldinu birti DV frétt um færsluna. 

Vill jákvæðari orku

Aðspurð hvort hún sé ekki komin út á hálan ís ef líðanin er farin að stjórnast af „Like“ á samfélagsmiðlunum, þá segir hún þetta ekki stjórna lífi sínu líkt og látið er líta út fyrir. Hún segist ekki taka svona færslu mjög persónulega að lokum og að hún hafi ekki sett færsluna inn út af vanlíðan. „Ég var aldrei reið eða sár eða brjáluð,“ segir Manúela. Henni finnst málið tekið úr samhengi, enda hafi hún bara sett þetta fram sem hugleiðingu til sinna fylgjenda.  Hún segist hugsi yfir því af hverju fólk fer inn til að fylgjast með fólki ef það vilji svo ekki samskiptin raunverulega. Hún bendir á að samfélagsmiðlar geti líka verið jákvæðir og skemmtilegir og því þætti henni skemmtilegra að viðbrögðin væru meiri og orkan jákvæðari. 

Neteineltið mikilvægari flötur 

Henni finnst mikilvægt að velta upp þeim viðbrögðum sem færsla hennar fær opinberlega. Hún telur eðilegra að fylgjendur séu um leið stuðningsmenn en ekki nettröll með leiðindi. Einnig finnst henni skrýtið að fjölmiðlar séu að setja þetta fram með þessum hætti, þar sem hún hafi bara viljað setja þetta fram sem hugleiðingu á eigin Instagram reikningi.  

Viðtalið við Manuelu Ósk má nálgast hér að neðan.  

Story-færsla Manúelu Óskar af Instagram sem DV birti skjáskot af.
Story-færsla Manúelu Óskar af Instagram sem DV birti skjáskot af.
mbl.is
Stefán Eiríksson nýráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.
Fréttir

Sótti um til að komast á Eurovision

„Ég byrja sunnudaginn 1. mars,“ sagði Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, í samtali við Síðdegisþáttinn á K100. Stefán hlakkar til starfsins og grínaðist með að þetta væri besta leiðin fyrir hann, sem mikinn eurovisionaðdáanda, til að komast loksins á lokakeppnina. Nánar

Matthew Wilder flýgur upp vinsældalista með gamlan smell.
Fréttir

Sigldi til Kína og aftur til baka

Það má segja að lag Matthew Wilder, Break My Stride, sem kom út árið 1983, hafi siglt til Kína en sé nú komið aftur. Öllum að óvörum rýkur lagið nú upp vinsældalista. Nánar

Sólborg Guðbandsdóttir.
Ísland vaknar

Fær mikið af hótunum

„Hvað fær unga stráka til að hvetja mig til að taka mitt eigið líf af því ég tek þátt í jafnréttisbaráttu? Hvað er það sem fær þá til að hóta því að nauðga mér þegar ég er að tala um feminisma?“ Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem berst gegn kynferðisofbeldi. Nánar

Hugmyndin gengur meðal annars út á að bjóða upp á umhverfisvænanan valmöguleika við andlát þannig að hinn látni geti látið „gróðursetja sig“.
Ísland vaknar

Tré lífsins í minningarskógi

Tré lífsins er frumkvöðlaverkefni í þróun sem mun bjóða upp á nýjan valmöguleika við lífslok. Áætlanir gera ráð fyrir að innan þriggja ára verði búið að fjármagna verkefnið, að sögn Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur, forsvarskonu og stofnanda verkefnisins. Nánar

Skjáskot úr þáttunum Exit sem sýndir eru á RÚV.
Fréttir

Norsk siðblinda á RÚV

Norsku þættirnir The Exit, eða Útrás í íslenskri þýðingu, sem komnir eru á ruv.is, hafa slegið í gegn. Þættirnir, sem fjalla um fjóra siðblinda útrásarvini í fjármálageiranum, eru sagðir byggja á raunverulegum atburðum. Nánar

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir var gestur Loga og Sigga í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum.
Síðdegisþátturinn

Forvitin frekja sem rannsakar langlífi

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir var gestur Loga og Sigga í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum. Nánar

Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Síðdegisþátturinn

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist