menu button

Jólahefðin er að ferðast

Sesselía Birgisdóttir og Ragnar Saevarsson hér með börnunum sínum þremur ...
Sesselía Birgisdóttir og Ragnar Saevarsson hér með börnunum sínum þremur í Víetnam þar sem þau tóku á móti nýju ári. Ljósmynd/Aðsend

„Það mætti segja að okkar „jólahefð“ sé orðin sú að ferðast,“ útskýrir Sesselía Birgisdóttir í síðdegisþættinum á K100.  Sesselía og eiginmaður hennar, Ragnar Sævarsson, eru oftar en ekki á flakki yfir hátíðarnar, en þau komust upp á lagið með það þegar þau bjuggu í 10 ár í Svíþjóð og vöndust því að halda jól á erlendri grundu. Þau hafa haldið jól í hjólhýsi í miðborg Berlínar, á bát í Bangkok, í húsi á Tenerife og í sumarhúsi í Svíþjóð. Hún var stödd í Víetnam þegar viðtalið átti sér stað en þar tóku þau fagnandi á móti nýju ári. „Ein skemmtilegustu áramót sem að við höfum upplifað, þó svo að við höfum ekki séð eina einustu rakettu,“ segir Sesselía.

Stundum jólagjafir en ekki alltaf

Stundum taka þau með góðan mat og gjafir, en stundum láta þau stuttbuxur og falleg orð duga, segir hún þegar spurð út í jólagjafir og jólahefðir í tengslum við matseldina. Til dæmis fyrir þessa mánaðarferð til Asíu, þá hafi verið ákveðið að láta stuttbuxurnar duga. Jólin héldu þau í Bangkok á Tælandi og áramótunum vörðu þau í Hoi An í Víetnam og að lokum ætluðu þau að stoppa nokkra daga í Hong Kong áður en haldið yrði heim til Íslands.

Losnar við jólastressið

Sesselía segist flakkinu fegin þar sem hún finni annars fyrir jólastressi, en það stress kunni hún ekki að meta, auk þess sem hún er fegin að vera ekki að spá mikið í jólasteikina. Sesselía segir börnin þrjú, Nóa sem er 21 árs, Ragnheiði sem er 15 ára hina 9 ára gömlu Birgittu elska að ferðast.  Hún segir að á ferðalögunum verði til ákveðin jarðtenging þar sem þau jarðtengi sig sem einstaklingar og fjölskylda. Hún segir þó væntingastjórnun lykilinn að vel heppnuðu fríi, því minni væntingar, því betri ferð. Í ár skreyttu þau þó hús sitt áður en lagt var í för og fá jólaljósin að lifa fram í febrúar.

Viðtalið við Sesselíu má nálgast hér að neðan.

Krakkarnir njóta sín á ferðalaginu um hátíðarnar og elska að ...
Krakkarnir njóta sín á ferðalaginu um hátíðarnar og elska að ferðast. Nói 21 árs, Ragnheiður 15 ára og Birgitta 9 ára.
Öll fjölskyldan hér í banana fatnaði að skemmta sér í ...
Öll fjölskyldan hér í banana fatnaði að skemmta sér í Víetnam yfir jólin.
Ef jólasvein er ekki að finna á svæðinu, þá má ...
Ef jólasvein er ekki að finna á svæðinu, þá má alltaf búa til einn úr sandi þegar maður er á flakki í Asíu.
mbl.is
Á myndinni er hluti nemendanefndarinnar, Ragnheiður Torfadóttir, Thelma Ragnarsdóttir, Katrín Magnúsdóttir ásamt aðalleikurum sýningarinnar þeim Mími Bjarka Pálmasyni og Kolbrúnu Maríu Másdóttur.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Xanadu-söngleikurinn á svið

Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Nánar »

Samuel L. Jackson, Bruce Willis og James McAvoy fara með hlutverk í Glass og í kvikmyndinni Close fer Noomi Rapace með aðalhlutverkið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Bíógagnrýni: Glass og Close

Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Nánar »

Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Nánar »

Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir.
Ísland vaknar

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »