menu button

Jólahefðin er að ferðast

Sesselía Birgisdóttir og Ragnar Saevarsson hér með börnunum sínum þremur ...
Sesselía Birgisdóttir og Ragnar Saevarsson hér með börnunum sínum þremur í Víetnam þar sem þau tóku á móti nýju ári. Ljósmynd/Aðsend

„Það mætti segja að okkar „jólahefð“ sé orðin sú að ferðast,“ útskýrir Sesselía Birgisdóttir í síðdegisþættinum á K100.  Sesselía og eiginmaður hennar, Ragnar Sævarsson, eru oftar en ekki á flakki yfir hátíðarnar, en þau komust upp á lagið með það þegar þau bjuggu í 10 ár í Svíþjóð og vöndust því að halda jól á erlendri grundu. Þau hafa haldið jól í hjólhýsi í miðborg Berlínar, á bát í Bangkok, í húsi á Tenerife og í sumarhúsi í Svíþjóð. Hún var stödd í Víetnam þegar viðtalið átti sér stað en þar tóku þau fagnandi á móti nýju ári. „Ein skemmtilegustu áramót sem að við höfum upplifað, þó svo að við höfum ekki séð eina einustu rakettu,“ segir Sesselía.

Stundum jólagjafir en ekki alltaf

Stundum taka þau með góðan mat og gjafir, en stundum láta þau stuttbuxur og falleg orð duga, segir hún þegar spurð út í jólagjafir og jólahefðir í tengslum við matseldina. Til dæmis fyrir þessa mánaðarferð til Asíu, þá hafi verið ákveðið að láta stuttbuxurnar duga. Jólin héldu þau í Bangkok á Tælandi og áramótunum vörðu þau í Hoi An í Víetnam og að lokum ætluðu þau að stoppa nokkra daga í Hong Kong áður en haldið yrði heim til Íslands.

Losnar við jólastressið

Sesselía segist flakkinu fegin þar sem hún finni annars fyrir jólastressi, en það stress kunni hún ekki að meta, auk þess sem hún er fegin að vera ekki að spá mikið í jólasteikina. Sesselía segir börnin þrjú, Nóa sem er 21 árs, Ragnheiði sem er 15 ára hina 9 ára gömlu Birgittu elska að ferðast.  Hún segir að á ferðalögunum verði til ákveðin jarðtenging þar sem þau jarðtengi sig sem einstaklingar og fjölskylda. Hún segir þó væntingastjórnun lykilinn að vel heppnuðu fríi, því minni væntingar, því betri ferð. Í ár skreyttu þau þó hús sitt áður en lagt var í för og fá jólaljósin að lifa fram í febrúar.

Viðtalið við Sesselíu má nálgast hér að neðan.

Krakkarnir njóta sín á ferðalaginu um hátíðarnar og elska að ...
Krakkarnir njóta sín á ferðalaginu um hátíðarnar og elska að ferðast. Nói 21 árs, Ragnheiður 15 ára og Birgitta 9 ára.
Öll fjölskyldan hér í banana fatnaði að skemmta sér í ...
Öll fjölskyldan hér í banana fatnaði að skemmta sér í Víetnam yfir jólin.
Ef jólasvein er ekki að finna á svæðinu, þá má ...
Ef jólasvein er ekki að finna á svæðinu, þá má alltaf búa til einn úr sandi þegar maður er á flakki í Asíu.
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »