menu button

Pílubúnaður uppseldur í landinu

Þrenna. Hollendingurinn Michael van Gerwen vann á heimsmeistaramótinu í pílukasti ...
Þrenna. Hollendingurinn Michael van Gerwen vann á heimsmeistaramótinu í pílukasti í þriðja sinn og fékk tugi milljóna í verðlaun. AFP

Heimsmeistaramótinu í pílu lauk að kvöldi nýársdags og hefur keppnin vakið athygli margra sem annars hafa ekki fylgst með íþróttinni. Sýnt var beint frá keppninni sem stóð í 16 daga og lýsandi var Páll Sævar Guðjónsson. Hann er hvað þekktastur fyrir að vera þulur á landsleikjum Íslands í knattspyrnu en áhugi hans á pílukasti kviknaði um 1990 þegar hann „rambaði“ inn á eitt mótið, upplýsir hann í síðdegisþættinum á K100. 

Sigurvegarinn fékk 74 milljónir

Stemningin í keppnishöllinni var hreint ótrúleg og íþróttin og vinsældir pílukastsins hafa aldrei verið meiri en síðustu vikurnar. Heildarverðlaunafé á mótinu var 288 milljónir króna sem skiptist eftir ákveðnum reglum á þá 96 þátttakendur á mótinu. Sigurvegarinn fékk mest eða um tæpar 74 milljónir króna. Heimsmeistari að þessu sinni varð Hollendingurinn Michael van Gerwin, er hann vann sinn þriðja heimsmeistaratitil. Á þessum 16 dögum sem keppnin stóð yfir í Alexandra Palace í London mættu um 60 þúsund áhorfendur.

Allir geta stundað pílu

Nokkur félög eru starfrækt hérlendis segir Páll Sævar, sem jafnframt er formaður Píluvinafélags KR. Hann segir Pílufélag Reykjavíkur einna stærst og á heimasíðu félagsins má sjá liðsnöfn svo sem Gyllta daman, Smarties, Álfar, Bergrisar, Tröll og Helgafell og einnig segir hann öfluga kastara á Suðurnesjunum.

„Píluvinafélag KR hefur verið starfrækt frá árinu 1987. Stofnandi píluvinafélags KR var Heimir Guðjónsson fyrrverandi markmaður í knattspyrnuliði félagsins. Það eru haldin mót með reglulegu millibili yfir vetrartimann. Þar koma menn saman og kasta pílu, spjalla og njóta góðra veitinga. Fyrst eftir að félagið var stofnað voru hátt í 40 manns sem mættu á mótin. Eitthvað færra er að mæta í dag en búast má við því að félögum fjölgi núna eftir að sjónvarpsútsendingar hófust frá heimsmeistaramótinu,“ segir Páll Sævar sem bætir því við að áhuginn sé slíkur að allur búnaður til pílukastiðkunar seldist upp hjá helstu söluaðilum á landinu.

Hann segir að þetta sé íþrótt sem allir geta stundað og líkamlegt atgervi manna og kvenna skipti ekki máli. Þetta snýst um að sýna ró, yfirvegun og að hafa gaman. „Það er alveg ljóst að HM í pílukast í sjónvarpi er komið til að vera.“

Horfðu á viðtalið við Pál í spilaranum hér að neðan.

Páll Sævar lýsti því sem fyrir augu bar og sonur ...
Páll Sævar lýsti því sem fyrir augu bar og sonur hans Arnþór Ingi aðstoðar við lýsingarnar. Mynd/aðsend
Páll Sævar hér í hljóðstofunni að lýsa HM í pílu, ...
Páll Sævar hér í hljóðstofunni að lýsa HM í pílu, en mótið stóð yfir í 16 daga. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »