menu button

Pílubúnaður uppseldur í landinu

Þrenna. Hollendingurinn Michael van Gerwen vann á heimsmeistaramótinu í pílukasti ...
Þrenna. Hollendingurinn Michael van Gerwen vann á heimsmeistaramótinu í pílukasti í þriðja sinn og fékk tugi milljóna í verðlaun. AFP

Heimsmeistaramótinu í pílu lauk að kvöldi nýársdags og hefur keppnin vakið athygli margra sem annars hafa ekki fylgst með íþróttinni. Sýnt var beint frá keppninni sem stóð í 16 daga og lýsandi var Páll Sævar Guðjónsson. Hann er hvað þekktastur fyrir að vera þulur á landsleikjum Íslands í knattspyrnu en áhugi hans á pílukasti kviknaði um 1990 þegar hann „rambaði“ inn á eitt mótið, upplýsir hann í síðdegisþættinum á K100. 

Sigurvegarinn fékk 74 milljónir

Stemningin í keppnishöllinni var hreint ótrúleg og íþróttin og vinsældir pílukastsins hafa aldrei verið meiri en síðustu vikurnar. Heildarverðlaunafé á mótinu var 288 milljónir króna sem skiptist eftir ákveðnum reglum á þá 96 þátttakendur á mótinu. Sigurvegarinn fékk mest eða um tæpar 74 milljónir króna. Heimsmeistari að þessu sinni varð Hollendingurinn Michael van Gerwin, er hann vann sinn þriðja heimsmeistaratitil. Á þessum 16 dögum sem keppnin stóð yfir í Alexandra Palace í London mættu um 60 þúsund áhorfendur.

Allir geta stundað pílu

Nokkur félög eru starfrækt hérlendis segir Páll Sævar, sem jafnframt er formaður Píluvinafélags KR. Hann segir Pílufélag Reykjavíkur einna stærst og á heimasíðu félagsins má sjá liðsnöfn svo sem Gyllta daman, Smarties, Álfar, Bergrisar, Tröll og Helgafell og einnig segir hann öfluga kastara á Suðurnesjunum.

„Píluvinafélag KR hefur verið starfrækt frá árinu 1987. Stofnandi píluvinafélags KR var Heimir Guðjónsson fyrrverandi markmaður í knattspyrnuliði félagsins. Það eru haldin mót með reglulegu millibili yfir vetrartimann. Þar koma menn saman og kasta pílu, spjalla og njóta góðra veitinga. Fyrst eftir að félagið var stofnað voru hátt í 40 manns sem mættu á mótin. Eitthvað færra er að mæta í dag en búast má við því að félögum fjölgi núna eftir að sjónvarpsútsendingar hófust frá heimsmeistaramótinu,“ segir Páll Sævar sem bætir því við að áhuginn sé slíkur að allur búnaður til pílukastiðkunar seldist upp hjá helstu söluaðilum á landinu.

Hann segir að þetta sé íþrótt sem allir geta stundað og líkamlegt atgervi manna og kvenna skipti ekki máli. Þetta snýst um að sýna ró, yfirvegun og að hafa gaman. „Það er alveg ljóst að HM í pílukast í sjónvarpi er komið til að vera.“

Horfðu á viðtalið við Pál í spilaranum hér að neðan.

Páll Sævar lýsti því sem fyrir augu bar og sonur ...
Páll Sævar lýsti því sem fyrir augu bar og sonur hans Arnþór Ingi aðstoðar við lýsingarnar. Mynd/aðsend
Páll Sævar hér í hljóðstofunni að lýsa HM í pílu, ...
Páll Sævar hér í hljóðstofunni að lýsa HM í pílu, en mótið stóð yfir í 16 daga. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Fréttir

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Föstudagkaffið - Pétur Jóhann (14.6.2019) — 00:17:58
Smaforrit fyrir listaverk á Íslandi (14.6.2019) — 00:06:33
Nýtt lag með Stjórninni (14.6.2019) — 00:10:36
Gefðu gamla hluti í afmælisgjafir (14.6.2019) — 00:09:13