menu button

Vinsælustu íslensku tónlistarmennirnir

Herra Hnetusmjöri var mest flett upp á Google á Íslandi ...
Herra Hnetusmjöri var mest flett upp á Google á Íslandi árið 2018. Það var árið sem rapp­ar­inn þróaði sitt eigið hnetu­smjör og setti í sölu. Mynd/mbl.is

Uppflettingar á leitarvélinni Google segja til um hvaða listamenn vekja áhuga almennings og aðdáenda hverju sinni. Þó má ljóst vera að flestir listamannanna starfa á alþjóðlegum markaði og því er þessi listi mjög afmarkaður og miðaður út frá íslenska leitarhlutanum á Google. Einnig má gera ráð fyrir því að tónlistarmennirnir keyri sína eigin samfélagsmiðla og séu vinsælir í þeim leitarvélum og á tónlistarveitum sem þeir vinna hvað mest með.

Leitir á Google á Íslandi

Á dögunum birti auglýsingastofan Sahara leitir ársins 2018 á leitarvélinni Google á Íslandi og voru birtar tölur yfir leitarfjölda vinsælla vörumerkja hvað snerti fataverslun, listamenn og íþróttamenn meðal annars.

Rúrik og Gylfi Sigurðsson voru efstir á meðal íþróttafólks, en leitað var að nafni þeirra yfir 2.000 sinnum að meðaltali hvern mánuð. Baltasar, Ólafur Darri og Saga Garðars voru efst úr leiklistinni með á bilinu 430-760 uppflettingar að meðaltali á mánuði.

Vinsælustu íslensku tónlistarmennirnir

Í tónlistinni hins vegar er það stjarna íslensku rappsenunnar sem á vinninginn yfir fjölda leita á Google á Íslandi árið 2018, Herra Hnetusmjör. Rapparinn heitir fullu nafni Árni Páll Árnason, en hann gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör. Fólk sló inn nafn tónlistarmannsins 1.000 sinnum að meðaltali í mánuði og í næstu tveimur sætum á listanum eru Björk og Kaleo með 880 uppflettingar að meðaltali.

Baggalútur, Of Monsters and Men og Páll Óskar deila 4.-6. sæti listans með 720 uppflettingar. Listinn er hér í heild að neðan. Nafn listamannanna birtist vinstra megin í listanum og fjöldi uppflettinga að meðaltali á mánuði til hægri. 

Herra hnetusmjör

1,000

Björk

880

Kaleo

880

Baggalútur

720

Of monsters and men

720

Páll Óskar

720

Ari Ólafsson

590

Björgvin Halldórsson

590

Friðrik Dór

590

Jón Jónsson

590

Aron Can

480

Gus Gus

480

Ólafur Arnalds

480

Salka sól

480

Króli

390

Sálin hans jóns míns

390

Ásgeir Trausti

390

Daði Freyr

390

Ásgeir Trausti

390

Birnir

320

Raggi Bjarna

320

Valdimar

320

Hjálmar

320

Emiliana Torrini

260

Emmsjé Gauti

260

Reykjavíkurdætur

260

Sóley

260

Úlfur úlfur

260

Bubbi

210

Sigríður thorlacius

210

Sigurrós

210

Skítamórall

210

Sturla Atlas

210

Auður

210

Joey Christ

170

Svavar knutur

170

Friðrik ómar

170

Agent fresco

140

Gkr

140

Helgi Björns

140

Lay low

140

Magni

140

Mammút

140

Svala

110

Vök

110

Hjaltalin

90

Kiriyama family

90

Greta salome

70

Samaris

50

Ólöf arnalds

40

Axel flóvent

30

Rapparinn Árni Páll Árnason, sem gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör, ...
Rapparinn Árni Páll Árnason, sem gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör, er sennilega þekktasti Kópavogsbúi landsins um þessar mundir.
Hljómsveitin Kaleo og Björk voru jafn vinsæl í íslenskum leitarvélum ...
Hljómsveitin Kaleo og Björk voru jafn vinsæl í íslenskum leitarvélum Google. Hér er sveitin á Grammy-verðlaunahátíðinni í fyrra. AFP
mbl.is
Á myndinni er hluti nemendanefndarinnar, Ragnheiður Torfadóttir, Thelma Ragnarsdóttir, Katrín Magnúsdóttir ásamt aðalleikurum sýningarinnar þeim Mími Bjarka Pálmasyni og Kolbrúnu Maríu Másdóttur.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Xanadu-söngleikurinn á svið

Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Nánar »

Samuel L. Jackson, Bruce Willis og James McAvoy fara með hlutverk í Glass og í kvikmyndinni Close fer Noomi Rapace með aðalhlutverkið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Bíógagnrýni: Glass og Close

Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Nánar »

Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Nánar »

Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir.
Ísland vaknar

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »