menu button

Vinsælustu íslensku tónlistarmennirnir

Herra Hnetusmjöri var mest flett upp á Google á Íslandi ...
Herra Hnetusmjöri var mest flett upp á Google á Íslandi árið 2018. Það var árið sem rapp­ar­inn þróaði sitt eigið hnetu­smjör og setti í sölu. Mynd/mbl.is

Uppflettingar á leitarvélinni Google segja til um hvaða listamenn vekja áhuga almennings og aðdáenda hverju sinni. Þó má ljóst vera að flestir listamannanna starfa á alþjóðlegum markaði og því er þessi listi mjög afmarkaður og miðaður út frá íslenska leitarhlutanum á Google. Einnig má gera ráð fyrir því að tónlistarmennirnir keyri sína eigin samfélagsmiðla og séu vinsælir í þeim leitarvélum og á tónlistarveitum sem þeir vinna hvað mest með.

Leitir á Google á Íslandi

Á dögunum birti auglýsingastofan Sahara leitir ársins 2018 á leitarvélinni Google á Íslandi og voru birtar tölur yfir leitarfjölda vinsælla vörumerkja hvað snerti fataverslun, listamenn og íþróttamenn meðal annars.

Rúrik og Gylfi Sigurðsson voru efstir á meðal íþróttafólks, en leitað var að nafni þeirra yfir 2.000 sinnum að meðaltali hvern mánuð. Baltasar, Ólafur Darri og Saga Garðars voru efst úr leiklistinni með á bilinu 430-760 uppflettingar að meðaltali á mánuði.

Vinsælustu íslensku tónlistarmennirnir

Í tónlistinni hins vegar er það stjarna íslensku rappsenunnar sem á vinninginn yfir fjölda leita á Google á Íslandi árið 2018, Herra Hnetusmjör. Rapparinn heitir fullu nafni Árni Páll Árnason, en hann gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör. Fólk sló inn nafn tónlistarmannsins 1.000 sinnum að meðaltali í mánuði og í næstu tveimur sætum á listanum eru Björk og Kaleo með 880 uppflettingar að meðaltali.

Baggalútur, Of Monsters and Men og Páll Óskar deila 4.-6. sæti listans með 720 uppflettingar. Listinn er hér í heild að neðan. Nafn listamannanna birtist vinstra megin í listanum og fjöldi uppflettinga að meðaltali á mánuði til hægri. 

Herra hnetusmjör

1,000

Björk

880

Kaleo

880

Baggalútur

720

Of monsters and men

720

Páll Óskar

720

Ari Ólafsson

590

Björgvin Halldórsson

590

Friðrik Dór

590

Jón Jónsson

590

Aron Can

480

Gus Gus

480

Ólafur Arnalds

480

Salka sól

480

Króli

390

Sálin hans jóns míns

390

Ásgeir Trausti

390

Daði Freyr

390

Ásgeir Trausti

390

Birnir

320

Raggi Bjarna

320

Valdimar

320

Hjálmar

320

Emiliana Torrini

260

Emmsjé Gauti

260

Reykjavíkurdætur

260

Sóley

260

Úlfur úlfur

260

Bubbi

210

Sigríður thorlacius

210

Sigurrós

210

Skítamórall

210

Sturla Atlas

210

Auður

210

Joey Christ

170

Svavar knutur

170

Friðrik ómar

170

Agent fresco

140

Gkr

140

Helgi Björns

140

Lay low

140

Magni

140

Mammút

140

Svala

110

Vök

110

Hjaltalin

90

Kiriyama family

90

Greta salome

70

Samaris

50

Ólöf arnalds

40

Axel flóvent

30

Rapparinn Árni Páll Árnason, sem gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör, ...
Rapparinn Árni Páll Árnason, sem gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör, er sennilega þekktasti Kópavogsbúi landsins um þessar mundir.
Hljómsveitin Kaleo og Björk voru jafn vinsæl í íslenskum leitarvélum ...
Hljómsveitin Kaleo og Björk voru jafn vinsæl í íslenskum leitarvélum Google. Hér er sveitin á Grammy-verðlaunahátíðinni í fyrra. AFP
mbl.is
Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa ekkert breyst.
Ísland vaknar

Nýtt lag með Stjórninni

Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir frumfluttu splunknýtt Stjórnarlag í Ísland vaknar í morgun. Lagið heitir „Segðu já“ og er unnið í samvinnu við Stop Wait Go hópinn. Ekki er nema eitt ár síðan síðasta lag hljómsveitarinnar leit dagsins ljós og nóg hefur verið að gera hjá sveitinni síðan þá. Síðasta ár var 30 ára afmælisár Stjórnarinnar og hafa þau komið víða fram og fyllt hvern viðburðinn á fætur öðrum. Nánar »

JAX special er sannkölluð hitaeiningasprengja.
Ísland vaknar

Besti ísréttur sem þú hefur smakkað

Það jafnast ekkert á við góðan ís. Jón Axel, einn þáttarstjórnenda leyfði umsjónarkonu Matarvefs Morgunblaðsins að bragða á ísrétt sem hann hefur nefnt „Jax Special“. Kristín Sif benti á að rétturinn teldi nokkur þúsund hitaeiningar. Nánar »

Jónas Heiðarr kokteilabarþjónn
Fréttir

Fáðu koktailbarþjón í veisluna

Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila. Nánar »

Þau voru á léttum nótum síðdegis á K100, þau Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður á Esju.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffið með Lísu og Ómari

Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson fóru yfir málþófið í þinginu, fjallaferðir, markaðssetningu stjórnmála og margt fleira í föstudagsspjallinu hjá Loga og Huldu. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Hjónin Fritz Már Jörgenson og Díana Ósk Óskarsdóttir prestar
Ísland vaknar

Jesús er kominn á netið

Á fimmtudaginn í Ísland Vaknar var rætt um nýja kirkju sem eingöngu er að finna á Internetinu. Hjónin Fritz Már Jörgensson og Díana Ósk Óskarsdóttir hafa stofnað netkirkja.is þar sem hægt er að fá fyrirbænir, ræða við presta á netspjalli og fleira. Ljóst er af reynslu aðstandanda að þörfin er mikil. Nánar »

Óskar Finnsson matreiðslumeistari ásamt þáttarstjórnendum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hvað er best að grilla í góða veðrinu?

Óskar Finnsson matreiðslumeistari segist alltaf notast við kolagrill þegar hann grillar. Aðspurður segir hann að það sé alls ekki of flókið eða tímafrekt sé réttum aðferðum fylgt. Nánar »

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.
Fréttir

Björn nýr sölustjóri á K100

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100. Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Nánar »

Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Föstudagkaffið - Pétur Jóhann (14.6.2019) — 00:17:58
Smaforrit fyrir listaverk á Íslandi (14.6.2019) — 00:06:33
Nýtt lag með Stjórninni (14.6.2019) — 00:10:36
Gefðu gamla hluti í afmælisgjafir (14.6.2019) — 00:09:13