menu button

Vinsælustu íslensku tónlistarmennirnir

Herra Hnetusmjöri var mest flett upp á Google á Íslandi ...
Herra Hnetusmjöri var mest flett upp á Google á Íslandi árið 2018. Það var árið sem rapp­ar­inn þróaði sitt eigið hnetu­smjör og setti í sölu. Mynd/mbl.is

Uppflettingar á leitarvélinni Google segja til um hvaða listamenn vekja áhuga almennings og aðdáenda hverju sinni. Þó má ljóst vera að flestir listamannanna starfa á alþjóðlegum markaði og því er þessi listi mjög afmarkaður og miðaður út frá íslenska leitarhlutanum á Google. Einnig má gera ráð fyrir því að tónlistarmennirnir keyri sína eigin samfélagsmiðla og séu vinsælir í þeim leitarvélum og á tónlistarveitum sem þeir vinna hvað mest með.

Leitir á Google á Íslandi

Á dögunum birti auglýsingastofan Sahara leitir ársins 2018 á leitarvélinni Google á Íslandi og voru birtar tölur yfir leitarfjölda vinsælla vörumerkja hvað snerti fataverslun, listamenn og íþróttamenn meðal annars.

Rúrik og Gylfi Sigurðsson voru efstir á meðal íþróttafólks, en leitað var að nafni þeirra yfir 2.000 sinnum að meðaltali hvern mánuð. Baltasar, Ólafur Darri og Saga Garðars voru efst úr leiklistinni með á bilinu 430-760 uppflettingar að meðaltali á mánuði.

Vinsælustu íslensku tónlistarmennirnir

Í tónlistinni hins vegar er það stjarna íslensku rappsenunnar sem á vinninginn yfir fjölda leita á Google á Íslandi árið 2018, Herra Hnetusmjör. Rapparinn heitir fullu nafni Árni Páll Árnason, en hann gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör. Fólk sló inn nafn tónlistarmannsins 1.000 sinnum að meðaltali í mánuði og í næstu tveimur sætum á listanum eru Björk og Kaleo með 880 uppflettingar að meðaltali.

Baggalútur, Of Monsters and Men og Páll Óskar deila 4.-6. sæti listans með 720 uppflettingar. Listinn er hér í heild að neðan. Nafn listamannanna birtist vinstra megin í listanum og fjöldi uppflettinga að meðaltali á mánuði til hægri. 

Herra hnetusmjör

1,000

Björk

880

Kaleo

880

Baggalútur

720

Of monsters and men

720

Páll Óskar

720

Ari Ólafsson

590

Björgvin Halldórsson

590

Friðrik Dór

590

Jón Jónsson

590

Aron Can

480

Gus Gus

480

Ólafur Arnalds

480

Salka sól

480

Króli

390

Sálin hans jóns míns

390

Ásgeir Trausti

390

Daði Freyr

390

Ásgeir Trausti

390

Birnir

320

Raggi Bjarna

320

Valdimar

320

Hjálmar

320

Emiliana Torrini

260

Emmsjé Gauti

260

Reykjavíkurdætur

260

Sóley

260

Úlfur úlfur

260

Bubbi

210

Sigríður thorlacius

210

Sigurrós

210

Skítamórall

210

Sturla Atlas

210

Auður

210

Joey Christ

170

Svavar knutur

170

Friðrik ómar

170

Agent fresco

140

Gkr

140

Helgi Björns

140

Lay low

140

Magni

140

Mammút

140

Svala

110

Vök

110

Hjaltalin

90

Kiriyama family

90

Greta salome

70

Samaris

50

Ólöf arnalds

40

Axel flóvent

30

Rapparinn Árni Páll Árnason, sem gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör, ...
Rapparinn Árni Páll Árnason, sem gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör, er sennilega þekktasti Kópavogsbúi landsins um þessar mundir.
Hljómsveitin Kaleo og Björk voru jafn vinsæl í íslenskum leitarvélum ...
Hljómsveitin Kaleo og Björk voru jafn vinsæl í íslenskum leitarvélum Google. Hér er sveitin á Grammy-verðlaunahátíðinni í fyrra. AFP
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist