menu button

18 kílóa heili úr gleri

Sigga Heimis iðnhönnuður hér að skoða glerheilann sem verður til ...
Sigga Heimis iðnhönnuður hér að skoða glerheilann sem verður til sýnis á líffærasýningunni í Ásmundarsal í janúar til að vekja athygli á nýrri löggjöf um hið ætlaða samþykki líffæragjafar. Mynd/ @Instagram/siggaheimis

Sigga Heimis, iðnhönnuður hjá IKEA, hefur undanfarnar vikur unnið með sérfræðingum hjá Corning Museum of Glass, stærsta glerlistasafn í heiminum, í að hanna og búa til ólík líffæri úr gleri. Líffærin, eða verkin, eru einstök hvert um sig og að neðan má sjá handtök sérfræðinganna við vinnu heilans. 

Líffærin til sýnis í janúar

Tilgangur verkanna er að minna Íslendinga á nýja löggjöf um ætlað samþykki líffæragjafar, sem tekur gildi 1. janúar 2018. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra verður framvegis miðað við að ætlað samþykki látins einstaklings liggi fyrir, nema óskin sé formlega önnur. Sigga er þessa dagana að undirbúa sýningu sem opnar í byrjun janúar í Ásmundarsal, en að sýningunni koma meðal annars Gagarín og fleiri frábærir aðilar segir hún í viðtali hjá Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Þau vinna nú að ákveðinni upplifun fyrir gestina í kringum lýsingu, hljóð og fleira.

Unnið með fremstu glersérfræðingum heims 

Í viðtalinu segir Sigga frá því hvernig hún heillaðist af vinnu sérfræðinga hjá Corning Museum of Glass árið 2007, en fyrirtækið er bandarískt glerfyrirtæki sem framleiðir meðal annars glerið í iPhone-símana. Upp frá þeim tíma fór hún að velta því fyrir sér hvernig hún gæti haft áhrif á líf þeirra sem bíða og vonast til að réttur líffæragjafi finnist. Henni fannst strax sem líffæri og gler ættu það sameiginlegt að vera sterk, en samt svo viðkvæm að ákveðnu leyti. 

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Sigga heldur glerlistasýningu hérlendis, því árið 2015 hélt hún einka sýningu á stórum líffæra glerverkum í Hannesarholti, einnig til að vekja athygli á líffæragjöf hérlendis.

Hér að neðan má nálgast viðtalið við Siggu og Instagram færslu hennar þar sem sérfræðingar meðhöndla heilann, sem vó 18 kíló þegar hann var tilbúinn.  

View this post on Instagram

A post shared by Sigga Heimis (@siggaheimis) on Dec 5, 2018 at 12:24pm PST

Nýra úr gleri eftir Siggu Heimis, sem verður til sýnis ...
Nýra úr gleri eftir Siggu Heimis, sem verður til sýnis hérlendis í upphafi ársins 2019. Mynd/ @Instagram/siggaheimis
mbl.is
Herra Hnetusmjör með hnetusmjörið sitt sem kom í búðir á síðasta ári.
Siggi Gunnars

Herra Hnetusmjör hugleiðir alla morgna

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er einn þekktasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir segist stunda hugleiðslu á hverjum morgni. Nánar »

Salka Sól og Arnar Freyr.
Siggi Gunnars

Salka Sól og Arnar Freyr ganga í það heilaga

Tónlistarparið Salka Sól og Arnar Freyr kenndur við rappsveitina Úlfur úlfur munu ganga í það heilaga í sumar. Nánar »

Ísland vaknar

Safnari á um 1.000 úr

Erling Ó. Aðalsteinsson hefur mikinn áhuga á úrum eins og margir aðrir Íslendingar. Hann er einn af félögum Facebook-síðunnar „Úr á Íslandi“ þar sem menn skiptast á myndum og ýmsum fróðleik um hin ýmsu úr en fjöldi fólks er á síðunni en meginþorri þess eru karlmenn. Nánar »

Ísland vaknar

Rétt öndun dregur úr streitu

Helgi Jean Claessen kynntist öndunaraðferð sem hjálpar fólki að komast í betri tengsl við sjálfið. Hann sagði frá aðferðinni í Ísland vaknar á K100 en upphafsmenn þess sem hann kallar „Umbreytandi öndun“ fullyrða að þeir sem ástunda þessa aðferð geti með henni dregið úr streitu og kvíða. Nánar »

Frumkvöðullinn Pavel Durov stofnaði skilaboða samskiptaforritið Telegram. Áður hafði hann stofnað samskiptamiðillinn VK sem er með yfir 500 milljónir notenda í rúmlega 90 löndum.
Fréttir

Telegram græðir á bilun Facebook

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Nánar »

Krakkanir á Laufásborg fá skákkennslu alla virka daga frá þriggja ára aldri og er að skapast hefð fyrir því að fara á alþjóðleg mót.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Nánar »

Frumkvöðlar Krafts stuðningsfélags. Hildur Hilmarsdóttir, fyrsti formaður félagsins, og Daníel Reynisson sem síðar tók við sem formaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Smitandi kraftur og lífsvilji

Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun, miðvikudag 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts, fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Gunnar Ármannsson og Unnar Steinn Hjaltason kláruðu í gær sitt sjöunda maraþon í heimsálfunum sjö er þeir kláruðu maraþon á Suðurskautinu við erfiðar aðstæður.
Viðtöl

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst. við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club“. Nánar »

Fjórða árið í röð vinna þau Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari og Inga Lind Karlsdóttir að því að bjóða upp á fótboltaskóla FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Inga Lind og Logi í föstudagskaffi

Framleiðandinn og athafnakonan Inga Lind Karlsdóttir og Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari ræddu málin í síðdegisþætti Loga og Hulda á K100. Þau komu inn á Fótboltaskóla FC Barcelona sem haldinn verður í sumar í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og fréttir liðinnar viku. Nánar »

Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN
Siggi Gunnars

Sagt að fara í tónlist frekar en læknisfræði

GDRN hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlistina sína en hún hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum í gærkvöldi. Hún var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins á dögunum. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist