Hefur ekkert að skammast sín fyrir

Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.
Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.

Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu.  

„Ég er svo skrítin að ég bjóst við þessu,“ sagði Bára, sem er líklega einn þekktasti upptökustjóri landsins. 

Aðspurð hvort hún sé hrædd við mögulega málsókn segir hún að hún hafi gengið í gegnum mun erfiðari hluti í lífinu og því ónáði þetta tiltekna mál hana ekki mikið.

Myndi gera þetta aftur

Bára segist alls ekki sjá eftir gjörningi sínum og myndi gera þetta aftur ef þörf krefði. „Ég held að það eina í stöðunni þegar maður hlustar á svona vitleysu í fólki sem er að taka ákvarðanir fyrir manns hönd er að gera þetta.“

Viðtalið við Báru má heyra í heild sinni hér að neðan.

mbl.is