menu button

„Fannst hugmyndin bara geggjuð“

Fjölskyldufyrirtæki. Systkinin Hrafnhildur og Valur Hermannsson sem stofnuðu Eldum rétt ...
Fjölskyldufyrirtæki. Systkinin Hrafnhildur og Valur Hermannsson sem stofnuðu Eldum rétt árið 2014 ásamt Kristófer Júlíusi Leifssyni, maka Hrafnhildar.

Systkinin Valur Hermannsson & Hrafnhildur Hermannsdóttir stofnuðu Eldum rétt árið 2014 ásamt Kristófer Júlíusi Leifssyni og hefur vöxturinn verið hraður og salan margfaldast á milli ára.  Fyrirtækið skipuleggur og útvegar fersk hráefni og uppskriftir sem fólk eldar eftir. Áhersla  er lögð á heimilismat og er maturinn sendur heim til viðskiptavina eða hann sóttur á Nýbýlaveg í Kópavogi, þar sem fyrirtækið er með framleiðsluna. 

Í viðtali hjá Loga og Huldu í síðdegisþætti K100 sögðu þau frá hugmyndinni að stofnun Eldum rétt og þeirri vöruþróun sem hefur átt sér stað.

Lágmarks matarsóun

Ekkert þeirra hafði lært matreiðslu áður en öll sáu þau þörfina á markaðnum. „Við vissum voða lítið hvað við vorum að fara út í, í raun og veru. Okkur fannst hugmyndin bara geggjuð. En þurftum eiginlega bara að vaxa inn í starfið frá A-Ö,“ segir Valur um fyrstu mánuðina í rekstrinum.
Helsti ávinningurinn fyrir viðskiptavinina er að þeir sleppa við að ákveða hvað skuli vera í matinn, búðarferðum fækkar og hráefnið kemur í hæfilegum einingum. Þannig leysir fyrirtækið ákveðinn vanda fyrir fólk sem hefur lítinn tíma í eldamennsku. Og þau vilja vanda til verks.  „Í okkar framleiðsluferli er engin matarsóun. Með því að hafa þennan afgreiðslufrest vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að panta frá birgjunum okkar,“ segir Hrafnhildur sem segir lágmarks matarsóun eittt af gildum fyrirtækisins. Og ef afgangur verður í framleiðslunni þá fær Fjölskylduhjálp Íslands að njóta þess. 

Leggja til jólamat í desember

Nýlega fréttu þau að Fjölskylduhjálpin væri ekki að að anna eftirspurn allra varðandi jólamatinn og því ákváðu þau að leggja sitt af mörkum. Áætlað er að um 800-900 manns leiti til Fjölskylduhjálpar um jólin og óski eftir mataraðstoð. Því útbjuggu þau jólapakka sem inniheldur vinsælasta jólamat landsmanna, hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi, ásamt Egils malt og appelsín. Og þegar keyptur er jólapakki fær Fjölskylduhjálp Íslands annan til að deila út um jólin. Þau segjast geta selt 500 matarpakka í desember, sem áætlaður er fyrir sex manns og þá gefið aðra 500, sem gæti þá glatt allt að 3.000 manns. 

Hér má hlusta á viðtalið við þau Hrafnhildi og Val.  

mbl.is
Hinn portúgalski þjálfari Manchester United, José Mourinho tekur hér í hönd Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, að tapleik loknum um helgina.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vantar alla leiðtoga í hópinn

Li­verpool vann stórsigur á Manchester United um helgina í einum heitasta leik ensku úrvaldsdeildarinnar í knattspyrnu og velta men fyrir sér lélegu gengi Man. United. Hulda og Logi slógu á þráðinn til Hermanns Guðmundssonar sem fylgist vel með knattspyrnunni og hafði tjáð sig um málið á Facebook. Nánar »

Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti hafa haft í nógu að snúast í útgáfu- og tónleikavertíðinni undanfarið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Birgitta og Emmsjé Gauti í hátíðarskapi

Þau voru áberandi á árinu sem er að líða, þau Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti. Nánar »

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hér á frumsýningu myndarinnar  „Mortal Engines" í Los Angeles í byrjun desember.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Stærsta hlutverk Íslendings

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Nánar »

Eiríkur Hauksson syngur jólin inn hringinn í kringum landið.
Siggi Gunnars

Eiríkur heldur í íslensku hefðirnar

Goðsögnin Eiríkur Hauksson var gestur Sigga Gunnars í morgun en hann hyggur á ferðalag í kringum landið næstu daga. Nánar »

Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi samskipti þingmanna í svokölluðu Klaustursmáli og samskipti fólks almennt, í síðdegisþætti K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Vanda Sig“ í samskiptum

Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ og þjálfari hjá fyrirtækinu KVAN. Hún ræddi samskipti, einelti og ofbeldi í samhengi hlutanna, líkt og umræðan í Klausturmálinu hefur þróast. Nánar »

Fréttir

Minimalískur lífsstíll á jólum

„Fyrir mér snýst þetta um að hugsa um það sem ég kaupi og það sem ég hef í kringum mig. Stundum eru hlutir í góðu lagi en þeir bæta ekki lífið mitt og þá hugsa ég til þess að aðrir gætu nýtt þá betur," sagði Elsa í Ísland vaknar á K100 í morgun. Nánar »

Ísland vaknar

Ósáttur við sumt í málflutningi veganfólks

Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Nánar »

Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.
Ísland vaknar

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Nánar »

Árni Matthíasson blaðamaður með meiru er mikill áhugamaður um græjur og alla mánudaga sér hann um „Græjuhornið" í síðdegisþætti K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Skiptir „noise cancelling“ máli?

Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Nánar »

Jón Jónsson skemmti gestum Glerártorgs um helgina.
Fréttir

Gleði á Glerártorgi

Hinn árlegi „pakkasöfnunardagur“ verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Akureyri var haldinn á laugardag. Fjöldi fólks lagði leið sína á Glerártorg og lét gott af sér leiða, verslaði fyrir jólin og naut skemmtiatriða. Nánar »