menu button

„Fannst hugmyndin bara geggjuð“

Fjölskyldufyrirtæki. Systkinin Hrafnhildur og Valur Hermannsson sem stofnuðu Eldum rétt ...
Fjölskyldufyrirtæki. Systkinin Hrafnhildur og Valur Hermannsson sem stofnuðu Eldum rétt árið 2014 ásamt Kristófer Júlíusi Leifssyni, maka Hrafnhildar.

Systkinin Valur Hermannsson & Hrafnhildur Hermannsdóttir stofnuðu Eldum rétt árið 2014 ásamt Kristófer Júlíusi Leifssyni og hefur vöxturinn verið hraður og salan margfaldast á milli ára.  Fyrirtækið skipuleggur og útvegar fersk hráefni og uppskriftir sem fólk eldar eftir. Áhersla  er lögð á heimilismat og er maturinn sendur heim til viðskiptavina eða hann sóttur á Nýbýlaveg í Kópavogi, þar sem fyrirtækið er með framleiðsluna. 

Í viðtali hjá Loga og Huldu í síðdegisþætti K100 sögðu þau frá hugmyndinni að stofnun Eldum rétt og þeirri vöruþróun sem hefur átt sér stað.

Lágmarks matarsóun

Ekkert þeirra hafði lært matreiðslu áður en öll sáu þau þörfina á markaðnum. „Við vissum voða lítið hvað við vorum að fara út í, í raun og veru. Okkur fannst hugmyndin bara geggjuð. En þurftum eiginlega bara að vaxa inn í starfið frá A-Ö,“ segir Valur um fyrstu mánuðina í rekstrinum.
Helsti ávinningurinn fyrir viðskiptavinina er að þeir sleppa við að ákveða hvað skuli vera í matinn, búðarferðum fækkar og hráefnið kemur í hæfilegum einingum. Þannig leysir fyrirtækið ákveðinn vanda fyrir fólk sem hefur lítinn tíma í eldamennsku. Og þau vilja vanda til verks.  „Í okkar framleiðsluferli er engin matarsóun. Með því að hafa þennan afgreiðslufrest vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að panta frá birgjunum okkar,“ segir Hrafnhildur sem segir lágmarks matarsóun eittt af gildum fyrirtækisins. Og ef afgangur verður í framleiðslunni þá fær Fjölskylduhjálp Íslands að njóta þess. 

Leggja til jólamat í desember

Nýlega fréttu þau að Fjölskylduhjálpin væri ekki að að anna eftirspurn allra varðandi jólamatinn og því ákváðu þau að leggja sitt af mörkum. Áætlað er að um 800-900 manns leiti til Fjölskylduhjálpar um jólin og óski eftir mataraðstoð. Því útbjuggu þau jólapakka sem inniheldur vinsælasta jólamat landsmanna, hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi, ásamt Egils malt og appelsín. Og þegar keyptur er jólapakki fær Fjölskylduhjálp Íslands annan til að deila út um jólin. Þau segjast geta selt 500 matarpakka í desember, sem áætlaður er fyrir sex manns og þá gefið aðra 500, sem gæti þá glatt allt að 3.000 manns. 

Hér má hlusta á viðtalið við þau Hrafnhildi og Val.  

mbl.is
Kristín Sif ásamt börnunum sínum tveimur, Söru og Heiðari.
Fréttir

Hvort er skárra, njálgur eða lús?

Útvarpsstjarnan Kristín Sif ræddi um njálg og lús í þættinum Ísland vaknar við samstarfsmenn sína, Jón Axel og Ásgeir Pál. Þríeykið velti því fyrir sér hvort væri skárra að fá lús eða njálg. Nánar »

Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dreglinum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt aðalkarakter myndarinnar, verkakubbnum og aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og hann heitir á ensku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Greta Salóme var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Var samtímis í mennta- og háskóla

Tónlistarkonan Greta Salóme verður seint þekkt fyrir að fara troðnar slóðir og er hún mikill vinnuþjarkur. Hún var gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á dögunum. Nánar »

Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »