menu button

Fuglafælni læknuð í beinni

Alda Karen Hjaltalín notar sýndarveruleika til að hjálpa fólki að ...
Alda Karen Hjaltalín notar sýndarveruleika til að hjálpa fólki að komast í gegnum fíkn og fælni. Skjáskot K100

Alda Karen Hjaltalín hefur þrátt fyrir ungan aldur náð langt í viðskiptaheiminum. Hún býr í Bandaríkjunum þar sem hún starfar sem stjórnandi og fyrirlesari. Hún hefur í störfum sínum, meðal annars fyrir Ghostlamp, setið fundi með mörgum af stærstu fyrirtækjum. Þar má nefna Spotify, Facebook, Disney, Time Warner, US Mobile og fleiri.

Sýndarveruleiki sem læknar fælni og fíkn

Alda Karen vinnur í dag með sálfræðingum í því að hjálpa fólki sem glímir við ýmiss konar fælni, fíkn og fleira í þeim dúr til að vinna úr sínum málum. Til þess notar hún sýndarveruleika. Ásgeir Páll, einn af stjórnendum morgunþáttar K100, Ísland vaknar, glímir við fuglafælni á háu stigi. Til þess að hjálpa honum að komast yfir fælnina mætti Alda Karen með sýndarveruleikabúnaðinn í þáttinn og Ásgeir var settur í aðstæður þar sem hann var lokaður inni í gamaldags símaklefa, en í kringum klefann voru ránfuglar að gæða sér á bráð.

Þetta sá Ásgeir í sýndarveruleikanum.
Þetta sá Ásgeir í sýndarveruleikanum. Skjáskot K100


Kúgaðist við lífsreynsluna

 „Þetta var viðurstyggilegt,“ sagði Ásgeir Páll eftir lífsreynsluna. „Ég sá aftan á einn fuglinn og svo blóðpoll í kring. Ég fann hvernig ég missti tökin á andardrættinum og svo spratt kaldur sviti fram á ennið. Í ofanálag byrjaði ég að kúgast og langaði mest til að kasta upp. Þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir að fleiri fuglar sátu þarna í kring. Þegar bíll ók skyndilega á fullri ferð eftir götunni og heilt hrafnager flaug á eftir honum brá mér hins vegar fyrst fyrir alvöru. Ég leit í framhaldinu til beggja hliða og sá þá fugl sem var að gogga í glerið á rúðunni á símaklefanum. Þá hélt ég að ég fengi taugaáfall,“ sagði Ásgeir eftir þessa erfiðu upplifun sem hann gekk í gegnum í þættinum.

Ásgeir Páll var logandi hræddur við tilraunina.
Ásgeir Páll var logandi hræddur við tilraunina. Skjáskot K100


Fékk fælnina eftir áfall

Fuglafælnina fékk Ásgeir á unga aldri þegar lítill páfagaukur flaug í andlitið á honum og þarf ekki mikið til að kveikja óttann hjá útvarpsmanninum þegar fljúgandi fiðurfénaður er annars vegar. „Konan mín hefur nokkrum sinnum þurft að glíma við þetta vandamál. Fyrir nokkrum vikum vorum við hjónin til að mynda í rómantískum göngutúr niður Laugaveginn. Skyndilega flaug upp lítill starri ekki langt frá þar sem við vorum og ég stökk upp í fangið á konunni minni,“ sagði Ásgeir og vakti hlátur viðstaddra. „Það hefur ekki verið neitt smáræði fyrir þessa nettu konu að fá 120 kílóa musteri í fangið,“ sagði Jón Axel glottandi.

Hvort tilraunin á eftir að skila árangri verður tíminn að leiða í ljós, en ljóst er að áfram verður fylgst með fuglafælni Ásgeirs í Ísland vaknar á K100.  Tilraunina má sjá hér að neðan.
mbl.is
Kristín Sif ásamt börnunum sínum tveimur, Söru og Heiðari.
Fréttir

Hvort er skárra, njálgur eða lús?

Útvarpsstjarnan Kristín Sif ræddi um njálg og lús í þættinum Ísland vaknar við samstarfsmenn sína, Jón Axel og Ásgeir Pál. Þríeykið velti því fyrir sér hvort væri skárra að fá lús eða njálg. Nánar »

Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dreglinum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt aðalkarakter myndarinnar, verkakubbnum og aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og hann heitir á ensku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Greta Salóme var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Var samtímis í mennta- og háskóla

Tónlistarkonan Greta Salóme verður seint þekkt fyrir að fara troðnar slóðir og er hún mikill vinnuþjarkur. Hún var gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á dögunum. Nánar »

Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »