menu button

Fuglafælni læknuð í beinni

Alda Karen Hjaltalín notar sýndarveruleika til að hjálpa fólki að ...
Alda Karen Hjaltalín notar sýndarveruleika til að hjálpa fólki að komast í gegnum fíkn og fælni. Skjáskot K100

Alda Karen Hjaltalín hefur þrátt fyrir ungan aldur náð langt í viðskiptaheiminum. Hún býr í Bandaríkjunum þar sem hún starfar sem stjórnandi og fyrirlesari. Hún hefur í störfum sínum, meðal annars fyrir Ghostlamp, setið fundi með mörgum af stærstu fyrirtækjum. Þar má nefna Spotify, Facebook, Disney, Time Warner, US Mobile og fleiri.

Sýndarveruleiki sem læknar fælni og fíkn

Alda Karen vinnur í dag með sálfræðingum í því að hjálpa fólki sem glímir við ýmiss konar fælni, fíkn og fleira í þeim dúr til að vinna úr sínum málum. Til þess notar hún sýndarveruleika. Ásgeir Páll, einn af stjórnendum morgunþáttar K100, Ísland vaknar, glímir við fuglafælni á háu stigi. Til þess að hjálpa honum að komast yfir fælnina mætti Alda Karen með sýndarveruleikabúnaðinn í þáttinn og Ásgeir var settur í aðstæður þar sem hann var lokaður inni í gamaldags símaklefa, en í kringum klefann voru ránfuglar að gæða sér á bráð.

Þetta sá Ásgeir í sýndarveruleikanum.
Þetta sá Ásgeir í sýndarveruleikanum. Skjáskot K100


Kúgaðist við lífsreynsluna

 „Þetta var viðurstyggilegt,“ sagði Ásgeir Páll eftir lífsreynsluna. „Ég sá aftan á einn fuglinn og svo blóðpoll í kring. Ég fann hvernig ég missti tökin á andardrættinum og svo spratt kaldur sviti fram á ennið. Í ofanálag byrjaði ég að kúgast og langaði mest til að kasta upp. Þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir að fleiri fuglar sátu þarna í kring. Þegar bíll ók skyndilega á fullri ferð eftir götunni og heilt hrafnager flaug á eftir honum brá mér hins vegar fyrst fyrir alvöru. Ég leit í framhaldinu til beggja hliða og sá þá fugl sem var að gogga í glerið á rúðunni á símaklefanum. Þá hélt ég að ég fengi taugaáfall,“ sagði Ásgeir eftir þessa erfiðu upplifun sem hann gekk í gegnum í þættinum.

Ásgeir Páll var logandi hræddur við tilraunina.
Ásgeir Páll var logandi hræddur við tilraunina. Skjáskot K100


Fékk fælnina eftir áfall

Fuglafælnina fékk Ásgeir á unga aldri þegar lítill páfagaukur flaug í andlitið á honum og þarf ekki mikið til að kveikja óttann hjá útvarpsmanninum þegar fljúgandi fiðurfénaður er annars vegar. „Konan mín hefur nokkrum sinnum þurft að glíma við þetta vandamál. Fyrir nokkrum vikum vorum við hjónin til að mynda í rómantískum göngutúr niður Laugaveginn. Skyndilega flaug upp lítill starri ekki langt frá þar sem við vorum og ég stökk upp í fangið á konunni minni,“ sagði Ásgeir og vakti hlátur viðstaddra. „Það hefur ekki verið neitt smáræði fyrir þessa nettu konu að fá 120 kílóa musteri í fangið,“ sagði Jón Axel glottandi.

Hvort tilraunin á eftir að skila árangri verður tíminn að leiða í ljós, en ljóst er að áfram verður fylgst með fuglafælni Ásgeirs í Ísland vaknar á K100.  Tilraunina má sjá hér að neðan.
mbl.is
Nicole Kidman, Jason Momoa og Amber Heard hér á frumsýningu myndarinnar „Aquaman" í Los Angeles í síðustu viku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Nánar »

Flott mæðgin. Petra Fann­ey Braga­dótt­ir og Frosti Jay Freem­an sem íslenskar knattspyrnukonur hafa ákveðið að styrkja í ár með veglegu knattspyrnumóti.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Styrktarmót knattspyrnukvenna

„Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Nánar »

Fréttir

Minimalískur lífsstíll á jólum

„Fyrir mér snýst þetta um að hugsa um það sem ég kaupi og það sem ég hef í kringum mig. Stundum eru hlutir í góðu lagi en þeir bæta ekki lífið mitt og þá hugsa ég til þess að aðrir gætu nýtt þá betur," sagði Elsa í Ísland vaknar á K100 í morgun. Nánar »

Ísland vaknar

Ósáttur við sumt í málflutningi veganfólks

Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Nánar »

Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.
Ísland vaknar

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Nánar »

Blaðamaðurinn Víðir Sigurðsson hefur skrifað bók um íslenska knattspyrnu á hverju ári í tæp 40 ár.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Já, þetta er pínu klikkun"

„Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Nánar »

Hinn portúgalski þjálfari Manchester United, José Mourinho tekur hér í hönd Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, að tapleik loknum um helgina.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vantar alla leiðtoga í hópinn

Li­verpool vann stórsigur á Manchester United um helgina í einum heitasta leik ensku úrvaldsdeildarinnar í knattspyrnu og velta men fyrir sér lélegu gengi Man. United. Hulda og Logi slógu á þráðinn til Hermanns Guðmundssonar sem fylgist vel með knattspyrnunni og hafði tjáð sig um málið á Facebook. Nánar »

Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti hafa haft í nógu að snúast í útgáfu- og tónleikavertíðinni undanfarið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Birgitta og Emmsjé Gauti í hátíðarskapi

Þau voru áberandi á árinu sem er að líða, þau Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti. Nánar »

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hér á frumsýningu myndarinnar  „Mortal Engines" í Los Angeles í byrjun desember.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Stærsta hlutverk Íslendings

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Nánar »

Eiríkur Hauksson syngur jólin inn hringinn í kringum landið.
Siggi Gunnars

Eiríkur heldur í íslensku hefðirnar

Goðsögnin Eiríkur Hauksson var gestur Sigga Gunnars í morgun en hann hyggur á ferðalag í kringum landið næstu daga. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist