menu button

Fuglafælni læknuð í beinni

Alda Karen Hjaltalín notar sýndarveruleika til að hjálpa fólki að ...
Alda Karen Hjaltalín notar sýndarveruleika til að hjálpa fólki að komast í gegnum fíkn og fælni. Skjáskot K100

Alda Karen Hjaltalín hefur þrátt fyrir ungan aldur náð langt í viðskiptaheiminum. Hún býr í Bandaríkjunum þar sem hún starfar sem stjórnandi og fyrirlesari. Hún hefur í störfum sínum, meðal annars fyrir Ghostlamp, setið fundi með mörgum af stærstu fyrirtækjum. Þar má nefna Spotify, Facebook, Disney, Time Warner, US Mobile og fleiri.

Sýndarveruleiki sem læknar fælni og fíkn

Alda Karen vinnur í dag með sálfræðingum í því að hjálpa fólki sem glímir við ýmiss konar fælni, fíkn og fleira í þeim dúr til að vinna úr sínum málum. Til þess notar hún sýndarveruleika. Ásgeir Páll, einn af stjórnendum morgunþáttar K100, Ísland vaknar, glímir við fuglafælni á háu stigi. Til þess að hjálpa honum að komast yfir fælnina mætti Alda Karen með sýndarveruleikabúnaðinn í þáttinn og Ásgeir var settur í aðstæður þar sem hann var lokaður inni í gamaldags símaklefa, en í kringum klefann voru ránfuglar að gæða sér á bráð.

Þetta sá Ásgeir í sýndarveruleikanum.
Þetta sá Ásgeir í sýndarveruleikanum. Skjáskot K100


Kúgaðist við lífsreynsluna

 „Þetta var viðurstyggilegt,“ sagði Ásgeir Páll eftir lífsreynsluna. „Ég sá aftan á einn fuglinn og svo blóðpoll í kring. Ég fann hvernig ég missti tökin á andardrættinum og svo spratt kaldur sviti fram á ennið. Í ofanálag byrjaði ég að kúgast og langaði mest til að kasta upp. Þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir að fleiri fuglar sátu þarna í kring. Þegar bíll ók skyndilega á fullri ferð eftir götunni og heilt hrafnager flaug á eftir honum brá mér hins vegar fyrst fyrir alvöru. Ég leit í framhaldinu til beggja hliða og sá þá fugl sem var að gogga í glerið á rúðunni á símaklefanum. Þá hélt ég að ég fengi taugaáfall,“ sagði Ásgeir eftir þessa erfiðu upplifun sem hann gekk í gegnum í þættinum.

Ásgeir Páll var logandi hræddur við tilraunina.
Ásgeir Páll var logandi hræddur við tilraunina. Skjáskot K100


Fékk fælnina eftir áfall

Fuglafælnina fékk Ásgeir á unga aldri þegar lítill páfagaukur flaug í andlitið á honum og þarf ekki mikið til að kveikja óttann hjá útvarpsmanninum þegar fljúgandi fiðurfénaður er annars vegar. „Konan mín hefur nokkrum sinnum þurft að glíma við þetta vandamál. Fyrir nokkrum vikum vorum við hjónin til að mynda í rómantískum göngutúr niður Laugaveginn. Skyndilega flaug upp lítill starri ekki langt frá þar sem við vorum og ég stökk upp í fangið á konunni minni,“ sagði Ásgeir og vakti hlátur viðstaddra. „Það hefur ekki verið neitt smáræði fyrir þessa nettu konu að fá 120 kílóa musteri í fangið,“ sagði Jón Axel glottandi.

Hvort tilraunin á eftir að skila árangri verður tíminn að leiða í ljós, en ljóst er að áfram verður fylgst með fuglafælni Ásgeirs í Ísland vaknar á K100.  Tilraunina má sjá hér að neðan.
mbl.is
Ísland vaknar

Ósáttur við sumt í málflutningi veganfólks

Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Nánar »

Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.
Ísland vaknar

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Nánar »

Árni Matthíasson blaðamaður með meiru er mikill áhugamaður um græjur og alla mánudaga sér hann um „Græjuhornið" í síðdegisþætti K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Skiptir „noise cancelling“ máli?

Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Nánar »

Jón Jónsson skemmti gestum Glerártorgs um helgina.
Fréttir

Gleði á Glerártorgi

Hinn árlegi „pakkasöfnunardagur“ verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Akureyri var haldinn á laugardag. Fjöldi fólks lagði leið sína á Glerártorg og lét gott af sér leiða, verslaði fyrir jólin og naut skemmtiatriða. Nánar »

Gestir þáttarins, Katrín Júlíusdóttir og Friðjón R. Friðjónsson, ræddu pólitíska landslagið í þjóðmálaþættinum Þingvöllum í morgun.
Þingvellir

„Málinu á að vera lokið“

„Ástæðan fyrir því að þetta mál kemur fram er að það er farið í gegnum feril og málinu á þannig, að mínu mati, að vera lokið,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, um mál Ágústs Ólafs Ólafssonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum með Björtu Ólafsdóttur á K100 í morgun. Nánar »

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hér á frumsýningu myndarinnar  „Mortal Engines" í Los Angeles í byrjun desember.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Stærsta hlutverk Íslendings

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Nánar »

Eiríkur Hauksson syngur jólin inn hringinn í kringum landið.
Siggi Gunnars

Eiríkur heldur í íslensku hefðirnar

Goðsögnin Eiríkur Hauksson var gestur Sigga Gunnars í morgun en hann hyggur á ferðalag í kringum landið næstu daga. Nánar »

Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi samskipti þingmanna í svokölluðu Klaustursmáli og samskipti fólks almennt, í síðdegisþætti K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Vanda Sig“ í samskiptum

Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ og þjálfari hjá fyrirtækinu KVAN. Hún ræddi samskipti, einelti og ofbeldi í samhengi hlutanna, líkt og umræðan í Klausturmálinu hefur þróast. Nánar »

Stefán Karl Stefánsson og Björgvin Halldórsson hér saman á sviði í desember 2017 að flytja lagið Aleinn um jólin. Lagið hefur verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Heiðra minningu Stefáns Karls

Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin”. Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins, og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Nánar »

Vísinda-Villi, eða Vilhelm Anton Jónsson hér hress í stúdíói K100 og Sigga Dögg kynfræðingur sem einnig tekur þátt í jólabókaflóðinu með fyrstu skáldsögu sína um Veru.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sjóðandi heitt Föstudagskaffi

Tja, hvað var ekki rætt í föstudagskaffinu með Vísinda-Villa og Siggu Dögg. Kynfræðsla, Klaustursmálið, tilraunir í heimahúsum og Hofi í desember, en einnig hræddar ömmur sem óttast að börnin leggi allt í rúst ef þeim verði gefin bókin hans Villa. Föstudagskaffið var sjóðandi heitt síðdegis á K100. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist