MMA-bardagi í Ísland vaknar

Jón Axel Ólafsson tók vel á móti þegar Aron Kevinsson …
Jón Axel Ólafsson tók vel á móti þegar Aron Kevinsson MMA-bardagamaður hjólaði í hann. Skjáskot K100

Það var mjótt á mununum þegar Jón Axel Ólafsson tók áskorun Arons Kevinssonar í miðju viðtali og glímdi við hann. Aron og Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir berjast í áhugamannaflokki í blönduðum bardagalistum og stefna langt í þeim efnum.

Berjast í Englandi

Á næstu dögum fara þau til Englands til að keppa í íþróttinni og verður spennandi að fylgjast með uppgangi þessa hugrakka íþróttafólks en eins og þeir vita sem fylgjast með MMA er þar hart tekist á. Gunnar Nelson hefur til þessa verið sá Íslendingur sem lengst hefur náð í MMA en uppgangur íþróttarinnar hér á landi er mikill. Sjá má viðtalið við Aron og Dagmar í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist