menu button

Einar kláraði 500 kílómetra róður

Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar ...
Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar Einar kláraði 500 kílómetra róður til styrktar góðum málefnum. Safnað var fyrir Kristínu Sif og börn hennar og Brynjars Berg, en hún sést hér á myndinni róa með Einari síðustu metrana. Ljósmynd/@Birta Rán Björgvinsdóttir

„Það sést í svona verkefni hvað fólk er fallegt og gott,“ sagði Einar Hansberg Árnason að loknum 500 kílómetra róðri. Um korter yfir tíu í kvöld lauk hann róðrinum sem hann reri til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur og barna hennar, í Crossfit Reykjavík yfir helgina. Einar vildi um leið vekja athygli á Pieta-samtökunum og Út með'a, átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi. Brynjar Berg, eiginmaður Kristínar lést langt fyrir aldur fram í lok október. 

Kristín Sif byrjaði róðurinn með Einari föstudaginn síðastliðinn um kaffleytið og lauk hún einnig róðrinum með Einari nú fyrir stundu. Þetta er ljúfsárt fyrir Kristínu sem einnig á afmæli í dag. Hún hélt þakkarræðu að róðri loknum og klökk þakkaði hún fyrir stuðninginn og sagðist þakklát öllum sem að þessu komu. Fjölmörg fyrirtæki, iðkendur, vinir og vandamenn hafa lagt verkefninu lið með fjárframlögum, en einnig stuðningi í verki og samróðri yfir helgina. 

Tilfinningalegur rússíbani

Verkefnið var, eins og gefur að skilja, krefjandi og rúmlega það, enda um einstakt afrek að ræða. Róðurinn gekk vonum framar framan af, en þegar Einar átti 340 kílómetra eftir fór hann að efast um leið og hann fann fyrir miklum sársauka og vanlíðan. Heimir Árnason, tengiliður verkefnisins segir að þá hafi verið brugðið á það ráð að hringja í Stínu til að koma á staðinn og minna Einar á upphaflegan tilgang. Það varð tilfinningaþrungin stund segir hann fyrir þau bæði, en þó líkt og Einar hafi náð að losa góða spennu sem hjálpaði honum fram á við. 

Í góðu líkamlegu ástandi alla helgina

Þegar um 250 kílómetrar voru eftir komu sjúkraflutningamenn á staðinn til að taka stöðuna á blóðsykrinum, púlsinum, söltum og hjartslættinum, en það var allt eins haldið að hann myndi þurfa vökva í æð. Það reyndist þó óþarft og eftir skoðun var hann útskrifaður með sæmd og sagður í toppmálum. „Eftir skoðun átti hann að fá 15 mínútna svefn, en hann sofnaði ekkert og mætti brattur í framhaldið,“ segir Heimir og var ákveðið að hann fengi fimm mínútna hvíld inn á milli, sem síðar lengdist í sex mínútna og síðar sjö til átta mínútna hvíldarlotur. Í upphafi var ætlunin að ljúka róðrinum á innan við 50 klukkustundum, en þegar 210 kílómetrar voru enn eftir var orðið ljóst að það var of tæpt. Það var orðið þungt hljóð í Einari og hann var aftur farinn að efast verulega auk þess sem hann var farinn að finna mikinn sársauka og stutt í uppgjöf. En þá kom teymið í kringum hann saman og allir voru þá sammála að eltast ekki lengur við upphaflegt markmið, heldur bara að klára þá 210 kílómetra sem eftir voru.  

„Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður“

Legusár voru farin að angra Einar þegar um 190 km voru eftir og stuttu seinna fór líkaminn að dofna. En um svipað leyti fór að birta til hjá Einari, líkamstjáning varð betri, matarlyst jókst og yfirbragð hans allt annað enda „styttist þessi þungi róður með hverju togi,“ sagði Heimir.  
Einar var að sögn viðstaddra nokkuð léttur og jákvæður, hann brosti og hló og fólk hafði orð á því alla helgina hvað hann liti vel út. Þegar hann var spurður hvernig hann hefði það, var svarið alltaf á léttum nótum, „Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður!”

Það var svo gleðileg stund þegar Kristín Sif settist og reri með honum lokametrana. Ótrúlegu afreki lokið hjá Einari, þökk sé þrautseigju hans og stuðningi fagfólks, æfingafélaga, vina og vandamanna sem margir komu að framkvæmd helgarinnar.  Aðstandendur vilja þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir stuðninginn og framlagið.

Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu K100.is 

Enn má leggja inn á styrktarreikning.
Bankaupplýsingar: 0326-26-003131 Kennitala: 021283-3399

Einnig vilja aðstandendur minna á hin mikilvægu málefni:
www.utmeda.is  www.pieta.is

mbl.is
Á myndinni er hluti nemendanefndarinnar, Ragnheiður Torfadóttir, Thelma Ragnarsdóttir, Katrín Magnúsdóttir ásamt aðalleikurum sýningarinnar þeim Mími Bjarka Pálmasyni og Kolbrúnu Maríu Másdóttur.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Xanadu-söngleikurinn á svið

Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Nánar »

Samuel L. Jackson, Bruce Willis og James McAvoy fara með hlutverk í Glass og í kvikmyndinni Close fer Noomi Rapace með aðalhlutverkið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Bíógagnrýni: Glass og Close

Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Nánar »

Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Líffæragjafi og líffæraþegi. Kristján Kristjánsson og Gunnar Árnason, sem komu að uppsetningu líffærasýningarinnar sem nú stendur yfir í Ásmundarsal.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Nánar »

Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir.
Ísland vaknar

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »