menu button

Einar kláraði 500 kílómetra róður

Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar ...
Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar Einar kláraði 500 kílómetra róður til styrktar góðum málefnum. Safnað var fyrir Kristínu Sif og börn hennar og Brynjars Berg, en hún sést hér á myndinni róa með Einari síðustu metrana. Ljósmynd/@Birta Rán Björgvinsdóttir

„Það sést í svona verkefni hvað fólk er fallegt og gott,“ sagði Einar Hansberg Árnason að loknum 500 kílómetra róðri. Um korter yfir tíu í kvöld lauk hann róðrinum sem hann reri til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur og barna hennar, í Crossfit Reykjavík yfir helgina. Einar vildi um leið vekja athygli á Pieta-samtökunum og Út með'a, átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi. Brynjar Berg, eiginmaður Kristínar lést langt fyrir aldur fram í lok október. 

Kristín Sif byrjaði róðurinn með Einari föstudaginn síðastliðinn um kaffleytið og lauk hún einnig róðrinum með Einari nú fyrir stundu. Þetta er ljúfsárt fyrir Kristínu sem einnig á afmæli í dag. Hún hélt þakkarræðu að róðri loknum og klökk þakkaði hún fyrir stuðninginn og sagðist þakklát öllum sem að þessu komu. Fjölmörg fyrirtæki, iðkendur, vinir og vandamenn hafa lagt verkefninu lið með fjárframlögum, en einnig stuðningi í verki og samróðri yfir helgina. 

Tilfinningalegur rússíbani

Verkefnið var, eins og gefur að skilja, krefjandi og rúmlega það, enda um einstakt afrek að ræða. Róðurinn gekk vonum framar framan af, en þegar Einar átti 340 kílómetra eftir fór hann að efast um leið og hann fann fyrir miklum sársauka og vanlíðan. Heimir Árnason, tengiliður verkefnisins segir að þá hafi verið brugðið á það ráð að hringja í Stínu til að koma á staðinn og minna Einar á upphaflegan tilgang. Það varð tilfinningaþrungin stund segir hann fyrir þau bæði, en þó líkt og Einar hafi náð að losa góða spennu sem hjálpaði honum fram á við. 

Í góðu líkamlegu ástandi alla helgina

Þegar um 250 kílómetrar voru eftir komu sjúkraflutningamenn á staðinn til að taka stöðuna á blóðsykrinum, púlsinum, söltum og hjartslættinum, en það var allt eins haldið að hann myndi þurfa vökva í æð. Það reyndist þó óþarft og eftir skoðun var hann útskrifaður með sæmd og sagður í toppmálum. „Eftir skoðun átti hann að fá 15 mínútna svefn, en hann sofnaði ekkert og mætti brattur í framhaldið,“ segir Heimir og var ákveðið að hann fengi fimm mínútna hvíld inn á milli, sem síðar lengdist í sex mínútna og síðar sjö til átta mínútna hvíldarlotur. Í upphafi var ætlunin að ljúka róðrinum á innan við 50 klukkustundum, en þegar 210 kílómetrar voru enn eftir var orðið ljóst að það var of tæpt. Það var orðið þungt hljóð í Einari og hann var aftur farinn að efast verulega auk þess sem hann var farinn að finna mikinn sársauka og stutt í uppgjöf. En þá kom teymið í kringum hann saman og allir voru þá sammála að eltast ekki lengur við upphaflegt markmið, heldur bara að klára þá 210 kílómetra sem eftir voru.  

„Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður“

Legusár voru farin að angra Einar þegar um 190 km voru eftir og stuttu seinna fór líkaminn að dofna. En um svipað leyti fór að birta til hjá Einari, líkamstjáning varð betri, matarlyst jókst og yfirbragð hans allt annað enda „styttist þessi þungi róður með hverju togi,“ sagði Heimir.  
Einar var að sögn viðstaddra nokkuð léttur og jákvæður, hann brosti og hló og fólk hafði orð á því alla helgina hvað hann liti vel út. Þegar hann var spurður hvernig hann hefði það, var svarið alltaf á léttum nótum, „Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður!”

Það var svo gleðileg stund þegar Kristín Sif settist og reri með honum lokametrana. Ótrúlegu afreki lokið hjá Einari, þökk sé þrautseigju hans og stuðningi fagfólks, æfingafélaga, vina og vandamanna sem margir komu að framkvæmd helgarinnar.  Aðstandendur vilja þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir stuðninginn og framlagið.

Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu K100.is 

Enn má leggja inn á styrktarreikning.
Bankaupplýsingar: 0326-26-003131 Kennitala: 021283-3399

Einnig vilja aðstandendur minna á hin mikilvægu málefni:
www.utmeda.is  www.pieta.is

mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist