menu button

Einar kláraði 500 kílómetra róður

Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar ...
Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar Einar kláraði 500 kílómetra róður til styrktar góðum málefnum. Safnað var fyrir Kristínu Sif og börn hennar og Brynjars Berg, en hún sést hér á myndinni róa með Einari síðustu metrana. Ljósmynd/@Birta Rán Björgvinsdóttir

„Það sést í svona verkefni hvað fólk er fallegt og gott,“ sagði Einar Hansberg Árnason að loknum 500 kílómetra róðri. Um korter yfir tíu í kvöld lauk hann róðrinum sem hann reri til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur og barna hennar, í Crossfit Reykjavík yfir helgina. Einar vildi um leið vekja athygli á Pieta-samtökunum og Út með'a, átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi. Brynjar Berg, eiginmaður Kristínar lést langt fyrir aldur fram í lok október. 

Kristín Sif byrjaði róðurinn með Einari föstudaginn síðastliðinn um kaffleytið og lauk hún einnig róðrinum með Einari nú fyrir stundu. Þetta er ljúfsárt fyrir Kristínu sem einnig á afmæli í dag. Hún hélt þakkarræðu að róðri loknum og klökk þakkaði hún fyrir stuðninginn og sagðist þakklát öllum sem að þessu komu. Fjölmörg fyrirtæki, iðkendur, vinir og vandamenn hafa lagt verkefninu lið með fjárframlögum, en einnig stuðningi í verki og samróðri yfir helgina. 

Tilfinningalegur rússíbani

Verkefnið var, eins og gefur að skilja, krefjandi og rúmlega það, enda um einstakt afrek að ræða. Róðurinn gekk vonum framar framan af, en þegar Einar átti 340 kílómetra eftir fór hann að efast um leið og hann fann fyrir miklum sársauka og vanlíðan. Heimir Árnason, tengiliður verkefnisins segir að þá hafi verið brugðið á það ráð að hringja í Stínu til að koma á staðinn og minna Einar á upphaflegan tilgang. Það varð tilfinningaþrungin stund segir hann fyrir þau bæði, en þó líkt og Einar hafi náð að losa góða spennu sem hjálpaði honum fram á við. 

Í góðu líkamlegu ástandi alla helgina

Þegar um 250 kílómetrar voru eftir komu sjúkraflutningamenn á staðinn til að taka stöðuna á blóðsykrinum, púlsinum, söltum og hjartslættinum, en það var allt eins haldið að hann myndi þurfa vökva í æð. Það reyndist þó óþarft og eftir skoðun var hann útskrifaður með sæmd og sagður í toppmálum. „Eftir skoðun átti hann að fá 15 mínútna svefn, en hann sofnaði ekkert og mætti brattur í framhaldið,“ segir Heimir og var ákveðið að hann fengi fimm mínútna hvíld inn á milli, sem síðar lengdist í sex mínútna og síðar sjö til átta mínútna hvíldarlotur. Í upphafi var ætlunin að ljúka róðrinum á innan við 50 klukkustundum, en þegar 210 kílómetrar voru enn eftir var orðið ljóst að það var of tæpt. Það var orðið þungt hljóð í Einari og hann var aftur farinn að efast verulega auk þess sem hann var farinn að finna mikinn sársauka og stutt í uppgjöf. En þá kom teymið í kringum hann saman og allir voru þá sammála að eltast ekki lengur við upphaflegt markmið, heldur bara að klára þá 210 kílómetra sem eftir voru.  

„Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður“

Legusár voru farin að angra Einar þegar um 190 km voru eftir og stuttu seinna fór líkaminn að dofna. En um svipað leyti fór að birta til hjá Einari, líkamstjáning varð betri, matarlyst jókst og yfirbragð hans allt annað enda „styttist þessi þungi róður með hverju togi,“ sagði Heimir.  
Einar var að sögn viðstaddra nokkuð léttur og jákvæður, hann brosti og hló og fólk hafði orð á því alla helgina hvað hann liti vel út. Þegar hann var spurður hvernig hann hefði það, var svarið alltaf á léttum nótum, „Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður!”

Það var svo gleðileg stund þegar Kristín Sif settist og reri með honum lokametrana. Ótrúlegu afreki lokið hjá Einari, þökk sé þrautseigju hans og stuðningi fagfólks, æfingafélaga, vina og vandamanna sem margir komu að framkvæmd helgarinnar.  Aðstandendur vilja þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir stuðninginn og framlagið.

Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu K100.is 

Enn má leggja inn á styrktarreikning.
Bankaupplýsingar: 0326-26-003131 Kennitala: 021283-3399

Einnig vilja aðstandendur minna á hin mikilvægu málefni:
www.utmeda.is  www.pieta.is

mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist