menu button

Einar kláraði 500 kílómetra róður

Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar ...
Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar Einar kláraði 500 kílómetra róður til styrktar góðum málefnum. Safnað var fyrir Kristínu Sif og börn hennar og Brynjars Berg, en hún sést hér á myndinni róa með Einari síðustu metrana. Ljósmynd/@Birta Rán Björgvinsdóttir

„Það sést í svona verkefni hvað fólk er fallegt og gott,“ sagði Einar Hansberg Árnason að loknum 500 kílómetra róðri. Um korter yfir tíu í kvöld lauk hann róðrinum sem hann reri til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur og barna hennar, í Crossfit Reykjavík yfir helgina. Einar vildi um leið vekja athygli á Pieta-samtökunum og Út með'a, átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi. Brynjar Berg, eiginmaður Kristínar lést langt fyrir aldur fram í lok október. 

Kristín Sif byrjaði róðurinn með Einari föstudaginn síðastliðinn um kaffleytið og lauk hún einnig róðrinum með Einari nú fyrir stundu. Þetta er ljúfsárt fyrir Kristínu sem einnig á afmæli í dag. Hún hélt þakkarræðu að róðri loknum og klökk þakkaði hún fyrir stuðninginn og sagðist þakklát öllum sem að þessu komu. Fjölmörg fyrirtæki, iðkendur, vinir og vandamenn hafa lagt verkefninu lið með fjárframlögum, en einnig stuðningi í verki og samróðri yfir helgina. 

Tilfinningalegur rússíbani

Verkefnið var, eins og gefur að skilja, krefjandi og rúmlega það, enda um einstakt afrek að ræða. Róðurinn gekk vonum framar framan af, en þegar Einar átti 340 kílómetra eftir fór hann að efast um leið og hann fann fyrir miklum sársauka og vanlíðan. Heimir Árnason, tengiliður verkefnisins segir að þá hafi verið brugðið á það ráð að hringja í Stínu til að koma á staðinn og minna Einar á upphaflegan tilgang. Það varð tilfinningaþrungin stund segir hann fyrir þau bæði, en þó líkt og Einar hafi náð að losa góða spennu sem hjálpaði honum fram á við. 

Í góðu líkamlegu ástandi alla helgina

Þegar um 250 kílómetrar voru eftir komu sjúkraflutningamenn á staðinn til að taka stöðuna á blóðsykrinum, púlsinum, söltum og hjartslættinum, en það var allt eins haldið að hann myndi þurfa vökva í æð. Það reyndist þó óþarft og eftir skoðun var hann útskrifaður með sæmd og sagður í toppmálum. „Eftir skoðun átti hann að fá 15 mínútna svefn, en hann sofnaði ekkert og mætti brattur í framhaldið,“ segir Heimir og var ákveðið að hann fengi fimm mínútna hvíld inn á milli, sem síðar lengdist í sex mínútna og síðar sjö til átta mínútna hvíldarlotur. Í upphafi var ætlunin að ljúka róðrinum á innan við 50 klukkustundum, en þegar 210 kílómetrar voru enn eftir var orðið ljóst að það var of tæpt. Það var orðið þungt hljóð í Einari og hann var aftur farinn að efast verulega auk þess sem hann var farinn að finna mikinn sársauka og stutt í uppgjöf. En þá kom teymið í kringum hann saman og allir voru þá sammála að eltast ekki lengur við upphaflegt markmið, heldur bara að klára þá 210 kílómetra sem eftir voru.  

„Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður“

Legusár voru farin að angra Einar þegar um 190 km voru eftir og stuttu seinna fór líkaminn að dofna. En um svipað leyti fór að birta til hjá Einari, líkamstjáning varð betri, matarlyst jókst og yfirbragð hans allt annað enda „styttist þessi þungi róður með hverju togi,“ sagði Heimir.  
Einar var að sögn viðstaddra nokkuð léttur og jákvæður, hann brosti og hló og fólk hafði orð á því alla helgina hvað hann liti vel út. Þegar hann var spurður hvernig hann hefði það, var svarið alltaf á léttum nótum, „Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður!”

Það var svo gleðileg stund þegar Kristín Sif settist og reri með honum lokametrana. Ótrúlegu afreki lokið hjá Einari, þökk sé þrautseigju hans og stuðningi fagfólks, æfingafélaga, vina og vandamanna sem margir komu að framkvæmd helgarinnar.  Aðstandendur vilja þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir stuðninginn og framlagið.

Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu K100.is 

Enn má leggja inn á styrktarreikning.
Bankaupplýsingar: 0326-26-003131 Kennitala: 021283-3399

Einnig vilja aðstandendur minna á hin mikilvægu málefni:
www.utmeda.is  www.pieta.is

mbl.is
Nicole Kidman, Jason Momoa og Amber Heard hér á frumsýningu myndarinnar „Aquaman" í Los Angeles í síðustu viku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Nánar »

Flott mæðgin. Petra Fann­ey Braga­dótt­ir og Frosti Jay Freem­an sem íslenskar knattspyrnukonur hafa ákveðið að styrkja í ár með veglegu knattspyrnumóti.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Styrktarmót knattspyrnukvenna

„Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Nánar »

Fréttir

Minimalískur lífsstíll á jólum

„Fyrir mér snýst þetta um að hugsa um það sem ég kaupi og það sem ég hef í kringum mig. Stundum eru hlutir í góðu lagi en þeir bæta ekki lífið mitt og þá hugsa ég til þess að aðrir gætu nýtt þá betur," sagði Elsa í Ísland vaknar á K100 í morgun. Nánar »

Ísland vaknar

Ósáttur við sumt í málflutningi veganfólks

Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Nánar »

Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.
Ísland vaknar

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Nánar »

Blaðamaðurinn Víðir Sigurðsson hefur skrifað bók um íslenska knattspyrnu á hverju ári í tæp 40 ár.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Já, þetta er pínu klikkun"

„Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Nánar »

Hinn portúgalski þjálfari Manchester United, José Mourinho tekur hér í hönd Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, að tapleik loknum um helgina.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vantar alla leiðtoga í hópinn

Li­verpool vann stórsigur á Manchester United um helgina í einum heitasta leik ensku úrvaldsdeildarinnar í knattspyrnu og velta men fyrir sér lélegu gengi Man. United. Hulda og Logi slógu á þráðinn til Hermanns Guðmundssonar sem fylgist vel með knattspyrnunni og hafði tjáð sig um málið á Facebook. Nánar »

Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti hafa haft í nógu að snúast í útgáfu- og tónleikavertíðinni undanfarið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Birgitta og Emmsjé Gauti í hátíðarskapi

Þau voru áberandi á árinu sem er að líða, þau Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti. Nánar »

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hér á frumsýningu myndarinnar  „Mortal Engines" í Los Angeles í byrjun desember.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Stærsta hlutverk Íslendings

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Nánar »

Eiríkur Hauksson syngur jólin inn hringinn í kringum landið.
Siggi Gunnars

Eiríkur heldur í íslensku hefðirnar

Goðsögnin Eiríkur Hauksson var gestur Sigga Gunnars í morgun en hann hyggur á ferðalag í kringum landið næstu daga. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist