menu button

Einar kláraði 500 kílómetra róður

Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar ...
Það var mikið fagnað í Crossfit Reykjavík í kvöld þegar Einar kláraði 500 kílómetra róður til styrktar góðum málefnum. Safnað var fyrir Kristínu Sif og börn hennar og Brynjars Berg, en hún sést hér á myndinni róa með Einari síðustu metrana. Ljósmynd/@Birta Rán Björgvinsdóttir

„Það sést í svona verkefni hvað fólk er fallegt og gott,“ sagði Einar Hansberg Árnason að loknum 500 kílómetra róðri. Um korter yfir tíu í kvöld lauk hann róðrinum sem hann reri til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur og barna hennar, í Crossfit Reykjavík yfir helgina. Einar vildi um leið vekja athygli á Pieta-samtökunum og Út með'a, átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi. Brynjar Berg, eiginmaður Kristínar lést langt fyrir aldur fram í lok október. 

Kristín Sif byrjaði róðurinn með Einari föstudaginn síðastliðinn um kaffleytið og lauk hún einnig róðrinum með Einari nú fyrir stundu. Þetta er ljúfsárt fyrir Kristínu sem einnig á afmæli í dag. Hún hélt þakkarræðu að róðri loknum og klökk þakkaði hún fyrir stuðninginn og sagðist þakklát öllum sem að þessu komu. Fjölmörg fyrirtæki, iðkendur, vinir og vandamenn hafa lagt verkefninu lið með fjárframlögum, en einnig stuðningi í verki og samróðri yfir helgina. 

Tilfinningalegur rússíbani

Verkefnið var, eins og gefur að skilja, krefjandi og rúmlega það, enda um einstakt afrek að ræða. Róðurinn gekk vonum framar framan af, en þegar Einar átti 340 kílómetra eftir fór hann að efast um leið og hann fann fyrir miklum sársauka og vanlíðan. Heimir Árnason, tengiliður verkefnisins segir að þá hafi verið brugðið á það ráð að hringja í Stínu til að koma á staðinn og minna Einar á upphaflegan tilgang. Það varð tilfinningaþrungin stund segir hann fyrir þau bæði, en þó líkt og Einar hafi náð að losa góða spennu sem hjálpaði honum fram á við. 

Í góðu líkamlegu ástandi alla helgina

Þegar um 250 kílómetrar voru eftir komu sjúkraflutningamenn á staðinn til að taka stöðuna á blóðsykrinum, púlsinum, söltum og hjartslættinum, en það var allt eins haldið að hann myndi þurfa vökva í æð. Það reyndist þó óþarft og eftir skoðun var hann útskrifaður með sæmd og sagður í toppmálum. „Eftir skoðun átti hann að fá 15 mínútna svefn, en hann sofnaði ekkert og mætti brattur í framhaldið,“ segir Heimir og var ákveðið að hann fengi fimm mínútna hvíld inn á milli, sem síðar lengdist í sex mínútna og síðar sjö til átta mínútna hvíldarlotur. Í upphafi var ætlunin að ljúka róðrinum á innan við 50 klukkustundum, en þegar 210 kílómetrar voru enn eftir var orðið ljóst að það var of tæpt. Það var orðið þungt hljóð í Einari og hann var aftur farinn að efast verulega auk þess sem hann var farinn að finna mikinn sársauka og stutt í uppgjöf. En þá kom teymið í kringum hann saman og allir voru þá sammála að eltast ekki lengur við upphaflegt markmið, heldur bara að klára þá 210 kílómetra sem eftir voru.  

„Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður“

Legusár voru farin að angra Einar þegar um 190 km voru eftir og stuttu seinna fór líkaminn að dofna. En um svipað leyti fór að birta til hjá Einari, líkamstjáning varð betri, matarlyst jókst og yfirbragð hans allt annað enda „styttist þessi þungi róður með hverju togi,“ sagði Heimir.  
Einar var að sögn viðstaddra nokkuð léttur og jákvæður, hann brosti og hló og fólk hafði orð á því alla helgina hvað hann liti vel út. Þegar hann var spurður hvernig hann hefði það, var svarið alltaf á léttum nótum, „Þú trúir því örugglega ekki en ég er mjög góður!”

Það var svo gleðileg stund þegar Kristín Sif settist og reri með honum lokametrana. Ótrúlegu afreki lokið hjá Einari, þökk sé þrautseigju hans og stuðningi fagfólks, æfingafélaga, vina og vandamanna sem margir komu að framkvæmd helgarinnar.  Aðstandendur vilja þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir stuðninginn og framlagið.

Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu K100.is 

Enn má leggja inn á styrktarreikning.
Bankaupplýsingar: 0326-26-003131 Kennitala: 021283-3399

Einnig vilja aðstandendur minna á hin mikilvægu málefni:
www.utmeda.is  www.pieta.is

mbl.is
Kristín Sif ásamt börnunum sínum tveimur, Söru og Heiðari.
Fréttir

Hvort er skárra, njálgur eða lús?

Útvarpsstjarnan Kristín Sif ræddi um njálg og lús í þættinum Ísland vaknar við samstarfsmenn sína, Jón Axel og Ásgeir Pál. Þríeykið velti því fyrir sér hvort væri skárra að fá lús eða njálg. Nánar »

Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dreglinum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt aðalkarakter myndarinnar, verkakubbnum og aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og hann heitir á ensku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Greta Salóme var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Var samtímis í mennta- og háskóla

Tónlistarkonan Greta Salóme verður seint þekkt fyrir að fara troðnar slóðir og er hún mikill vinnuþjarkur. Hún var gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á dögunum. Nánar »

Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »