menu button

„Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út“

Friðrik Ómar var í viðtali við Sigga Gunnars á K100 ...
Friðrik Ómar var í viðtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. K100/skjáskot

Ummæli Gunnars Braga þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra um skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum þar sem hann líkir ferlinu við smjör á smokki Friðriks Ómars hafa vakið athygli. Ummælin lét Gunnar falla þegar þingmenn úr Miðflokknum og Flokki fólksins ræddust við á hótelbarnum Klaustur í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Samræðurnar voru teknar upp án vitundar þeirra og voru gerðar opinberar í gær af DV og Stundinni. „Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ sagði Gunnar Bragi sem lýsti fléttunni sem hann setti af stað til þess að draga athyglina frá skipan Geirs í stöðu sendiherra. Gunnar hefur síðan sagt að hann hafi skáldað þá fléttu á staðnum. 

„Mér finnst þetta fyndið, það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig og ég tek þessu ekki persónulega,“ sagði Friðrik Ómar um ummæli Gunnars Braga í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Friðrik telur að Gunnari Braga sé ekki persónulega illa við hann heldur hafi kynhneigð hans skipt máli þarna. „Allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum,“ bætir Friðrik við sem telur að svona orðræða hjálpi ekki. „Ég ber engan kala til Gunnars Braga, þetta er bara dapurt,“ segir Friðrik. „Mér finnst þetta bara magnað hugmyndaflug hjá honum,“ bætir Friðrik við hlæjandi en hann gerði tilraun á Instagram í gærkvöldi þar sem hann steikti smokk í smjöri. Þá tilraun má sjá á Instagram undir notandanafninu fromarinn. „Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“

Annars er það að frétta af Friðriki að hann sendi frá sér nýtt jólalag í upphafi vikunnar sem heitir Desember auk þess sem hann stendur fyrir jólatónleikum í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri á næstunni. 

Horfðu á líflegt spjall Sigga Gunnars og Friðriks Ómars frá því í morgun í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Nicole Kidman, Jason Momoa og Amber Heard hér á frumsýningu myndarinnar „Aquaman" í Los Angeles í síðustu viku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Nánar »

Flott mæðgin. Petra Fann­ey Braga­dótt­ir og Frosti Jay Freem­an sem íslenskar knattspyrnukonur hafa ákveðið að styrkja í ár með veglegu knattspyrnumóti.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Styrktarmót knattspyrnukvenna

„Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Nánar »

Fréttir

Minimalískur lífsstíll á jólum

„Fyrir mér snýst þetta um að hugsa um það sem ég kaupi og það sem ég hef í kringum mig. Stundum eru hlutir í góðu lagi en þeir bæta ekki lífið mitt og þá hugsa ég til þess að aðrir gætu nýtt þá betur," sagði Elsa í Ísland vaknar á K100 í morgun. Nánar »

Ísland vaknar

Ósáttur við sumt í málflutningi veganfólks

Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Nánar »

Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.
Ísland vaknar

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Nánar »

Blaðamaðurinn Víðir Sigurðsson hefur skrifað bók um íslenska knattspyrnu á hverju ári í tæp 40 ár.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Já, þetta er pínu klikkun"

„Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Nánar »

Hinn portúgalski þjálfari Manchester United, José Mourinho tekur hér í hönd Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, að tapleik loknum um helgina.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vantar alla leiðtoga í hópinn

Li­verpool vann stórsigur á Manchester United um helgina í einum heitasta leik ensku úrvaldsdeildarinnar í knattspyrnu og velta men fyrir sér lélegu gengi Man. United. Hulda og Logi slógu á þráðinn til Hermanns Guðmundssonar sem fylgist vel með knattspyrnunni og hafði tjáð sig um málið á Facebook. Nánar »

Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti hafa haft í nógu að snúast í útgáfu- og tónleikavertíðinni undanfarið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Birgitta og Emmsjé Gauti í hátíðarskapi

Þau voru áberandi á árinu sem er að líða, þau Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti. Nánar »

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hér á frumsýningu myndarinnar  „Mortal Engines" í Los Angeles í byrjun desember.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Stærsta hlutverk Íslendings

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Nánar »

Eiríkur Hauksson syngur jólin inn hringinn í kringum landið.
Siggi Gunnars

Eiríkur heldur í íslensku hefðirnar

Goðsögnin Eiríkur Hauksson var gestur Sigga Gunnars í morgun en hann hyggur á ferðalag í kringum landið næstu daga. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist