menu button

„Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út“

Friðrik Ómar var í viðtali við Sigga Gunnars á K100 ...
Friðrik Ómar var í viðtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. K100/skjáskot

Ummæli Gunnars Braga þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra um skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum þar sem hann líkir ferlinu við smjör á smokki Friðriks Ómars hafa vakið athygli. Ummælin lét Gunnar falla þegar þingmenn úr Miðflokknum og Flokki fólksins ræddust við á hótelbarnum Klaustur í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Samræðurnar voru teknar upp án vitundar þeirra og voru gerðar opinberar í gær af DV og Stundinni. „Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ sagði Gunnar Bragi sem lýsti fléttunni sem hann setti af stað til þess að draga athyglina frá skipan Geirs í stöðu sendiherra. Gunnar hefur síðan sagt að hann hafi skáldað þá fléttu á staðnum. 

„Mér finnst þetta fyndið, það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig og ég tek þessu ekki persónulega,“ sagði Friðrik Ómar um ummæli Gunnars Braga í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Friðrik telur að Gunnari Braga sé ekki persónulega illa við hann heldur hafi kynhneigð hans skipt máli þarna. „Allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum,“ bætir Friðrik við sem telur að svona orðræða hjálpi ekki. „Ég ber engan kala til Gunnars Braga, þetta er bara dapurt,“ segir Friðrik. „Mér finnst þetta bara magnað hugmyndaflug hjá honum,“ bætir Friðrik við hlæjandi en hann gerði tilraun á Instagram í gærkvöldi þar sem hann steikti smokk í smjöri. Þá tilraun má sjá á Instagram undir notandanafninu fromarinn. „Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“

Annars er það að frétta af Friðriki að hann sendi frá sér nýtt jólalag í upphafi vikunnar sem heitir Desember auk þess sem hann stendur fyrir jólatónleikum í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri á næstunni. 

Horfðu á líflegt spjall Sigga Gunnars og Friðriks Ómars frá því í morgun í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Ásgeir kom með einn góðan í morgunsárið (15.7.2019) — 00:00:59
1507 Klæddi sig í múffu (15.7.2019) — 00:01:22
Hver er kynþollafyllsti aldurinn (15.7.2019) — 00:02:42
Landnámshænur til leigu (15.7.2019) — 00:08:06