menu button

„Þetta verður metdagur hjá okkur“

Hér eru starfsmenn Heimkaupa að ganga frá pöntunum en hátt ...
Hér eru starfsmenn Heimkaupa að ganga frá pöntunum en hátt í 50 starfsmenn voru í að taka til pantanir og keyra út í dag á svokölluðum netmánudegi, eða Cyber Monday líkt og hann kallast á heimsvísu. K100

„Þetta fór af stað með látum í nótt,“ segir Guðmundur Magnason, forstjóri Heimkaup.is, um söluna á netmánudegi. Þegar Hulda og Logi á K100 náðu í hann síðdegis í gær sagði hann alla komna í pökkunina til að koma heimsendingum úr húsi, engin undantekning þar, kerfisstjórinn, fjármálastjórinn og hann þar með talinn komnir á fullt að ganga frá pöntunum. Það eru „all hands on deck“ svaraði hann léttur í bragði.

Tvöföld aukning í sölu 

Hann segist aldrei hafa fengið jafnmarga inn á síðuna að kaupa í einu. „Upp úr miðnætti vorum við með rúmlega eina vöru sem var pöntuð á hverri sekúndu,“ útskýrir hann og bætir við „Það er klárt að þetta verður metdagur hjá okkur.“ Hann bjóst ekki við þessu, en sagðist þó hafa reiknað með 50% aukningu á milli ára, en að um tvöföldun sé að ræða í sölu.

Réðu ekki lengur við heimsendingar samdægurs

Körfurnar eru misjafnar segir hann, spurður út í kauphegðun landans þennan dag. Hann segir suma alveg klárlega vera að klára jólainnkaupin. „Þetta er allt frá einum hlut og upp í 20-30 vörur í einni pöntun,“ segir hann. Þau hjá Heimkaupum urðu þó að breyta loforðum um heimsendingu samdægurs því þau réðu hreinlega ekki við meira að sinni. Þannig verði allar pantanir síðdegis í gær, afhentar í dag þriðjudag.

5-9% færri bandarískra viðskiptavina að fara í verslanir 

Viðtalið við Guðmund má hlusta á hér að héðan en þar kemur hann einnig inn á nýjustu tölur og þróun frá Bandaríkjunum í tengslum við svartan föstudag. Það er svolítið merkilega þróun í gangi segir Guðmundur, en þetta er annað árið í röð í Bandaríkjunum þar sem fjölda þeirra sem fara í hefðbundnar verslanir fækkar. Samkvæmt tölum sem hann nefnir eru 5-9% færri viðskiptavina þarlendis að fara í verslanir til að ná góðum tilboðum og segir hann þá viðskiptavini vera að færast yfir á netið. mbl.is
Ísland vaknar

BDSM-hneigður transmaður

Mjög miklir fordómar eru ríkjandi gagnvart BDSM-hneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSM-hneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Nánar »

Blaðamaðurinn Víðir Sigurðsson hefur skrifað bók um íslenska knattspyrnu á hverju ári í tæp 40 ár.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Já, þetta er pínu klikkun"

„Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Nánar »

Hinn portúgalski þjálfari Manchester United, José Mourinho tekur hér í hönd Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, að tapleik loknum um helgina.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vantar alla leiðtoga í hópinn

Li­verpool vann stórsigur á Manchester United um helgina í einum heitasta leik ensku úrvaldsdeildarinnar í knattspyrnu og velta men fyrir sér lélegu gengi Man. United. Hulda og Logi slógu á þráðinn til Hermanns Guðmundssonar sem fylgist vel með knattspyrnunni og hafði tjáð sig um málið á Facebook. Nánar »

Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti hafa haft í nógu að snúast í útgáfu- og tónleikavertíðinni undanfarið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Birgitta og Emmsjé Gauti í hátíðarskapi

Þau voru áberandi á árinu sem er að líða, þau Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti. Nánar »

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hér á frumsýningu myndarinnar  „Mortal Engines" í Los Angeles í byrjun desember.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Stærsta hlutverk Íslendings

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Nánar »

Nicole Kidman, Jason Momoa og Amber Heard hér á frumsýningu myndarinnar „Aquaman" í Los Angeles í síðustu viku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Nánar »

Flott mæðgin. Petra Fann­ey Braga­dótt­ir og Frosti Jay Freem­an sem íslenskar knattspyrnukonur hafa ákveðið að styrkja í ár með veglegu knattspyrnumóti.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Styrktarmót knattspyrnukvenna

„Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Nánar »

Fréttir

Minimalískur lífsstíll á jólum

„Fyrir mér snýst þetta um að hugsa um það sem ég kaupi og það sem ég hef í kringum mig. Stundum eru hlutir í góðu lagi en þeir bæta ekki lífið mitt og þá hugsa ég til þess að aðrir gætu nýtt þá betur," sagði Elsa í Ísland vaknar á K100 í morgun. Nánar »

Ísland vaknar

Ósáttur við sumt í málflutningi veganfólks

Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Nánar »

Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.
Ísland vaknar

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Nánar »