menu button

Ísland er mörgum árum á eftir

Þorbjörg hér með Köru-teyminu á skrifstofunni. Þau vinna að því ...
Þorbjörg hér með Köru-teyminu á skrifstofunni. Þau vinna að því að breyta aðgengi að sérfræðingum í heilbrigðis- og menntamálum í Evrópu og nú þegar starfa þau með fyrirtækjum og sveitarfélögum utan Íslands. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

„Við erum öll úrvinda í teyminu, en vöknum samt alltaf vitandi að við erum að gera eitthvað gott,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Köru, sem segist vilja bylta aðgengi skjólstæðinga að sérfræðiþjónustu og um leið að nútímavæða starfsumhverfi með fjarfundarbúnaði og tækni sem nágrannalöndin okkar hafa tileinkað sér.

Í viðtali í síðdegisþætti Loga og Huldu á K100 segir hún Íslendinga rétt að ná hausnum utan um þessa þróun og að Svíar séu komnir einna lengst.

Mikilvægar viðurkenningar og fjármögnun á árinu

Fyrirtækið vann nýverið til norrænna sprotafyrirtækja verðlauna á Nordic Startup Awards. Einnig lauk fyrirtækið 180 milljóna króna fjármögnun fyrr á árinu þegar Crowberry Capital leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum. Horft er til fyrirtækisins með hugbúnaðarlausnir fyrir sérfræðinga sem veita hjálp, meðferð eða þjónustu í mennta-, velferðar- og heilbrigðisgeiranum.

Aðgengismál fyrst og fremst

Þetta er allt aðgengismál að lokum og rifjar hún upp fréttina af pólska talmeinafræðingnum sem fékk ekki leyfi til að starfa hérlendis. Einnig nefnir hún sem dæmi alla þá Pólverja sem búa hérlendis en hún segir hægt að þjónusta þann hóp mikið betur og á ódýrari og skilvirkari máta. „Ef tæknin væri nýtt þá gætu sérfræðingar í Póllandi aðstoðað Pólverjana hérlendis,“ útskýrir hún og nefnir sem dæmi þá flóttamenn sem eru komnir hingað til lands og eiga rétt á sérfræðiaðstoð. „Þeir þurfa sitt tungumál. Þó þarf það ekki endilega að vera sérfræðingur hérlendis sem er tvítyngdur,“ segir Þorbjörg Helga.

Sérfræðilæknar til taks á innan við hálftíma 

Þetta er það sem er að gerast í Skandinavíu segir hún og bendir á að stjórnvöld þurfi að átta sig á stöðunni og þróuninni. Hún tekur sem dæmi sænska fyrirtækið Kry.se sem veitir orðið alla heilbrigðisþjónustu í gegnum símtækin. Þar eru sérfræðilæknar til taks allan sólahringinn og boðið er upp á 20 ólík tungumál. Sjúklingurinn fær samtal við lækni á innan við hálftíma og þá býðst 15 mínútna samtal við sérfræðilækni. Ákveðið er svo hvort viðkomandi þurfi framhaldsmeðferð.  

Pólitísk ákvörðun um stefnu og áherslur

Hún segir einstaka lækna hérlendis mögulega bjóða skjólstæðingum sínum upp á viðtöl á Skype eða á álíka forriti, en það sé þá bara á bak við tjöldin en ekki formlega í gegnum íslenska heilbrigðiskerfið. Þetta sé ekki í boði formlega og nú sé þetta pólitísk ákvörðun um stefnu og áherslur næstu árin í heilbrigðis- og menntamálum. Lausnin felist til að mynda í því að leyfa frumkvöðlafyrirtækjum að prófa sig áfram og þróa þannig ný kerfi sem mögulega henta nútímaþjóðfélögum betur. 

Skilvirkara og mögulega ódýrara

Mögulega er þetta ódýrari fyrir Sjúkratryggingar Íslands að lokum því sem dæmi þá mætti breyta 40 mínútna samtalstíma á stofu í 20 mínútna samtal í gegnum fjarfundarbúnað.  „Kannski eru 20 mínútur í mynd áhrifaríkara samtal heldur en 40 mínútur á staðnum,“ útskýrir hún auk þess sem fólk gæti fengið aðstoð fyrr. Einnig sé þetta augljós tímasparnaður. „Það má hugsa þetta allt upp á nýtt. Þetta vantar svolítið. Kannski eru einhverf börn í skóla sem þurfa þrisvar sinnum korter í vikunni, en ekki 45 mínútna tíma.“ 

Kara stefnir á að geta boðið upp á hugbúnað og þjónustu um alla Evrópu til framtíðar, en sem komið er vinna þau að verkefnum fyrir sveitarfélagið í Óðinsvéum og annað í Svíþjóð þar sem 20 manna sérfræðiteymi verður til taks fyrir framhaldsskóla krakka í gegnum hugbúnaðinn.

Viðtalið við Þorbjörgu Helgu má nálgast hér að neðan.


mbl.is
Ísland vaknar

BDSM-hneigður transmaður

Mjög miklir fordómar eru ríkjandi gagnvart BDSM-hneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSM-hneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Nánar »

Blaðamaðurinn Víðir Sigurðsson hefur skrifað bók um íslenska knattspyrnu á hverju ári í tæp 40 ár.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Já, þetta er pínu klikkun"

„Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Nánar »

Hinn portúgalski þjálfari Manchester United, José Mourinho tekur hér í hönd Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, að tapleik loknum um helgina.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vantar alla leiðtoga í hópinn

Li­verpool vann stórsigur á Manchester United um helgina í einum heitasta leik ensku úrvaldsdeildarinnar í knattspyrnu og velta men fyrir sér lélegu gengi Man. United. Hulda og Logi slógu á þráðinn til Hermanns Guðmundssonar sem fylgist vel með knattspyrnunni og hafði tjáð sig um málið á Facebook. Nánar »

Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti hafa haft í nógu að snúast í útgáfu- og tónleikavertíðinni undanfarið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Birgitta og Emmsjé Gauti í hátíðarskapi

Þau voru áberandi á árinu sem er að líða, þau Birgitta Haukdal og Emmsjé Gauti. Nánar »

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hér á frumsýningu myndarinnar  „Mortal Engines" í Los Angeles í byrjun desember.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Stærsta hlutverk Íslendings

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Nánar »

Nicole Kidman, Jason Momoa og Amber Heard hér á frumsýningu myndarinnar „Aquaman" í Los Angeles í síðustu viku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Nánar »

Flott mæðgin. Petra Fann­ey Braga­dótt­ir og Frosti Jay Freem­an sem íslenskar knattspyrnukonur hafa ákveðið að styrkja í ár með veglegu knattspyrnumóti.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Styrktarmót knattspyrnukvenna

„Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Nánar »

Fréttir

Minimalískur lífsstíll á jólum

„Fyrir mér snýst þetta um að hugsa um það sem ég kaupi og það sem ég hef í kringum mig. Stundum eru hlutir í góðu lagi en þeir bæta ekki lífið mitt og þá hugsa ég til þess að aðrir gætu nýtt þá betur," sagði Elsa í Ísland vaknar á K100 í morgun. Nánar »

Ísland vaknar

Ósáttur við sumt í málflutningi veganfólks

Þorgeir Arnórsson segist ósáttur við sumt af því sem þeir sem lifa eftir vegan-lífsstílnum halda fram um ástæður þess að fólk ætti að gerast vegan. Birkir-Vegan hefur annað slagið mætt í Ísland vaknar og kynnt sjónarmið sín varðandi lífsstílinn. Nánar »

Bára Halldórsdóttir uppljóstrari.
Ísland vaknar

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Nánar »