menu button

Venjulegt fólk í föstudagskaffi

Þau Vala Kristín, Júlíana Sara, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst ...
Þau Vala Kristín, Júlíana Sara, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst fara með aðalhlutverk í þáttunum Venjulegt fólk, sem fjallar um dramað í kringum lífsgæðakapphlaup tveggja vinkvenna. Mynd/Síminn

Leikkonurnar Vala Kristín og Júlíana Sara, sem léku áður saman í þáttunum Þær Tvær, mættu í föstudagskaffi síðdegis til Loga Bergmann og Huldu Bjarna á K100 til að spjalla meðal annars um nýju sjónvarpsseríuna sem þær leika í. Hún var frumsýnd í vikunni og náðist metspilun í Sjónvarpi Símans Premium.

Venjulegt fólk er gamansöm þáttaröð sem sýnd var í heild fyrir viku og sló svona rækilega í gegn, en hún var spiluð 50.000 sinnum á aðeins þremur dögum og náðust yfir 700.000 spilanir á einni viku og er það nýtt met. 

Þær stöllur skrifa einnig þættina ásamt Dóra DNA og Fannari úr Hraðfréttum sem leikstýrir þáttunum. Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst leika einnig á þáttunum sem fjalla um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. 

Þær segjast sannarlega tilbúnar í næstu séríu, en þessi sería var unnin á methraða svona miðað við hvaða tíma það tekur oftast nær að framleiða sjónvarpsefni. 

Hér má nálgast viðtalið við þær í heild. 

Þær Vala Kristín og Júlíana Sara eru Venjulegt fólk má ...
Þær Vala Kristín og Júlíana Sara eru Venjulegt fólk má segja, en þær skrifa og leika í nýjustu þáttaröð Símans sem sló áhorfsmet í vikunni. Hér með Loga og Huldu þáttastjórnendum síðdegisþáttar K100. Mynd/k100
Vala Kristín og Júlíana Sara hér í hljóðveri K100.
Vala Kristín og Júlíana Sara hér í hljóðveri K100. MyndK100
mbl.is
Hér er hópurinn Ísbirnir samankominn í grunnbúðum Evererst í 5.364 metra hæð en þá eru eftir tæpir 3.500 metrar á topp fjallsins.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Nýkomin frá Nepal

„Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Nánar »

Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og einkaþjálfari hér með unnustu sinni Dagnýju Dögg Bæringsdóttur á góðri stundu áður en þvottavélin bilaði.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Henti þvottavélinni með fötunum í

„Nærfötin mín bara virðast ekki ætla að hætta að enda með einhverju móti á enduvinnslustöðvum sorpu um alla borg,“ segir í stöðuuppfærslu Dagnýjar Daggar Bæringsdóttur unnustu Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Facebook. Sönn saga hér um einkaþjálfara sem henti nærfötunum hennar með þvottavélinni. Nánar »

Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar hér með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Vinnan er í raun aldrei búin“

Þann 19. nóvember næstkomandi verða Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent og er markmiðið með þeim að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna vébanda og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Nánar »

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, stýra þættinum Þingvellir á K100.
Fréttir

Björt tekur Sigmund og Brynjar tali

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verða gestir Bjartar Ólafsdóttur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í dag, en þátturinn hefst kl. 10. Nánar »

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Ísland vaknar

Fjölgun opinna fangelsisrýma

Hugsanlega þyrfti að fjölga opnum rýmum í fangelsum landsins. Þetta sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun. Erlendur sérfræðingur í fangelsismálum komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa látið loka sig inni á Kvíabryggju og Sogni í eina viku að aðbúnaður í íslenskum fangelsum sé til fyrirmyndar. Nánar »

Lífið er ekki bara dans á rósum þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar og virðist sem auðveldara sé að skrá aðgang, eða stofna nýjan reikning, en að fá hann afskráðan eða lokaðan vegna misnotkunar annarra sem þykjast vera aðrar manneskjur en þær eru.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Falsreikningur á Tinder og víðar

Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið fyrir því ítrekað frá í haust að búið er að búa til falsreikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Nánar »

Dagur einhleypra á rætur sínar að rekja til Kína, nánar tiltekið til verslunarrisans Alibaba.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Alibaba slær áður þekkt netsölumet

„Single´s Day“ hefur tekið við af Valentínusardeginum og gott betur ef marka má sölutölur kínversku netverslunarinnar Alibaba. Sölumet var slegið þegar verslað var fyrir um einn milljarð dollara, eða um 120 milljarða króna. Og það á 85 sekúndum. Nánar »

Gömul mynd af Einari Bárðarsyni á skrifstofu útgáfufyrirtækisins Concert sem hann rak á tímabili. Hér heldur hann um plaggat með titli fyrsta lagsins eftir hann sem var gefið út.
Siggi Gunnars

Á stöðugum flótta frá tónlistinni

Einar Bárðarson fagnar um þessar mundir 20 ára höfundaræfmæli og í tilefni var hann gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á K100. Nánar »

Kvennarappsveitin Cyber hér samankomin. Þær eru að gefa út nýtt efni og koma fram á IcelandAirwaves um helgina.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Kvennarappsveitin Cyber með nýtt efni

Það stendur mikið til þessa dagana hjá íslensku kvenna rappsveitinni CYBER en í dag föstudag verður haldið hlustunarpartý í tengslum við fjórða verkefni sveitarinnar sem nefnist Bizness. Nánar »

Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigrún Sigurðardóttir hér á góðum degi og ekki að hafa áhyggjur af matseldinni þá stundina.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Rússíbani í matseldinni

Steindi Jr. var til svara í dagskrárliðnum Hvað er í matinn? hjá Huldu og Loga á mánudegi en þau eru sammála um að þetta sé mögulega leiðinlegasta spurning dagsins og alltaf sami vandræðagangurinn heima fyrir að velja kvöldmatinn. Nánar »