menu button

Jólafrímerki með piparkökuilmi

Elsa Nielsen teiknaði jólafrímerki Póstsins í ár. Ef yfirborð frímerkisins ...
Elsa Nielsen teiknaði jólafrímerki Póstsins í ár. Ef yfirborð frímerkisins er strokið má finna ilm af piparkökum. Mynd/samsett

Elsu Nielsen, grafískum hönnuði og bæjarlistamanni Seltjarnarnesbæjar árið 2016, er margt til lista lagt. Dags daglega hannar hún auglýsingar fyrir stærstu fyrirtæki landsins og þess á milli málar hún myndir eða býr til ólík verkefni sem veita henni gleði og innblástur. Hún hefur til að mynda hannað frímerki fyrir póstinn frá 2001 og henni er verkefnið kært, enda man hún enn hversu töff  henni fannst að sjá íslensku jólafrímerkin árið 1984 sem frændi hennar Alfreð Flóki Nielsen hafði hannað.

Útgáfudagur frímerkjanna er 1. nóvember og í viðtali í síðdegisþætti K100 hjá Loga og Huldu segist hún hafa sérlega gaman af þessum verkefnum, enda oftast þematengd verkefni sem þarfnast rannsóknarvinnu áður en hún svo teiknar á pínulítinn flöt.  Verkefnin séu af ýmsum toga, svo sem afmæli bæjar- og sveitarfélaga eða annað þema- og árstíðartengt. 

„Ein á dag“ var kveikjan

Árið 2015 gaf hún út dagatalið „ Ein á dag“, en það voru litlar teikningar sem prýddu hvern dag ársins. Þá fékk hún hugmyndina að því að gera jólafrímerki og stakk hún hugmyndinni að Vilhjálmi í frímerkjadeild  Póstsins. Honum leist vel á hugmyndina og úr varð að Elsa byrjaði að teikna  frímerki með bakstursþema. Jólafrímerkin í ár eru sérstök að því leyti að þau gefa frá sér piparkökuilm ef yfirborð frímerkisins er strokið, sannkallaður jólailmur í hugum margra. Sjálf segir hún piparkökubaksturinn vera ómissandi í jólaundirbúningnum og piparkökurnar, litfagrar og listilega skreyttar, geta tekið á sig margvíslegustu myndir.  

Jólakortin eru stór hluti af íslenskri jólahefð og sjálf sendir Elsa „fullt“ af jólakortum og þar sem hún er grafískur hönnuður þá nýtir hún það í textagerðina til að flýta fyrir. Henni finnst þó mikilvægt að handskrifa á umslögin og setja eitthvað örlítið persónulegt með kveðjunni.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elsu úr síðdegisþætti K100 sem er á dagskrá kl. 16:00-18:00. 

mbl.is
Falleg fjölskylda. Birgir Örn Birgisson og Svanhildur Karen Júlíusdóttir hér með Söndru Lind.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Nánar »

Tómasz Þór Veruson ákvað að hann skyldi ganga 1.000 km á árinu. Þegar hann var farin að sjá það sem raunhæft markmið lét hann prenta bolinn sem hann klæðist hér.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Nánar »

Lífið er ekki bara dans á rósum þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar og virðist sem auðveldara sé að skrá aðgang, eða stofna nýjan reikning, en að fá hann afskráðan eða lokaðan vegna misnotkunar annarra sem þykjast vera aðrar manneskjur en þær eru.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Falsreikningur á Tinder og víðar

Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið fyrir því ítrekað frá í haust að búið er að búa til falsreikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Nánar »

Dagur einhleypra á rætur sínar að rekja til Kína, nánar tiltekið til verslunarrisans Alibaba.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Alibaba slær áður þekkt netsölumet

„Single´s Day“ hefur tekið við af Valentínusardeginum og gott betur ef marka má sölutölur kínversku netverslunarinnar Alibaba. Sölumet var slegið þegar verslað var fyrir um einn milljarð dollara, eða um 120 milljarða króna. Og það á 85 sekúndum. Nánar »

Gömul mynd af Einari Bárðarsyni á skrifstofu útgáfufyrirtækisins Concert sem hann rak á tímabili. Hér heldur hann um plaggat með titli fyrsta lagsins eftir hann sem var gefið út.
Siggi Gunnars

Á stöðugum flótta frá tónlistinni

Einar Bárðarson fagnar um þessar mundir 20 ára höfundaræfmæli og í tilefni var hann gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á K100. Nánar »

Það er nóg að gera hjá rithöfundunum Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Lilju Sigurðardóttur enda eru þær á fullu að kynna nýútkomnar bækur sínar.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Nánar »

Hér er hópurinn Ísbirnir samankominn í grunnbúðum Evererst í 5.364 metra hæð en þá eru eftir tæpir 3.500 metrar á topp fjallsins.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Nýkomin frá Nepal

„Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Nánar »

Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og einkaþjálfari hér með unnustu sinni Dagnýju Dögg Bæringsdóttur á góðri stundu áður en þvottavélin bilaði.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Henti þvottavélinni með fötunum í

„Nærfötin mín bara virðast ekki ætla að hætta að enda með einhverju móti á enduvinnslustöðvum sorpu um alla borg,“ segir í stöðuuppfærslu Dagnýjar Daggar Bæringsdóttur unnustu Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Facebook. Sönn saga hér um einkaþjálfara sem henti nærfötunum hennar með þvottavélinni. Nánar »

Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar hér með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Vinnan er í raun aldrei búin“

Þann 19. nóvember næstkomandi verða Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent og er markmiðið með þeim að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna vébanda og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Nánar »

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, stýra þættinum Þingvellir á K100.
Fréttir

Björt tekur Sigmund og Brynjar tali

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verða gestir Bjartar Ólafsdóttur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í dag, en þátturinn hefst kl. 10. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist