menu button

Leitin að Magga rafvirkja

Maggi Palli rafvirki í stuði
Maggi Palli rafvirki í stuði Jón Axel Ólafsson

Hlustendur Ísland vaknar tóku þátt í skemmtilegum leik á dögunum. Leikurinn heitir Leitin að Magga rafvirkja. Tilurð leiksins er þannig tilkomin að Jón Axel Ólafsson, einn þáttarstjórnenda, stendur í framkvæmdum heima hjá sér og Maggi rafvirki hefur tekið að sér að reka smiðshöggið á framkvæmdirnar. „Þó ég telji mig hafa ágætis verkvit hef ég lært af biturri reynslu að þegar kemur að því að setja upp ljós á heimilinu getur verið stórhættulegt að gera það sjálfur. Sjáðu til dæmis Ásgeir Pál (annan þáttarstjórnanda Ísland vaknar). Hann reyndi einu sinni að skipta um ljósaperu á baðherberginu hjá sér. Þess vegna er hann sköllóttur,“ segir Jón Axel hlæjandi. Við upphaf áðurnefndra framkvæmda hafði Jón Axel samband við Magga rafvirkja sem mætti og tók út verkið. „Svo hefur hann ekki sést í fleiri daga,“ segir Jón Axel áhyggjufullur.

Hlustendur hafa verið duglegir að taka þátt í leiknum og nokkrar ábendingar hafa borist um hvar Magga gæti mögulega verið að finna, en hingað til hefur engin þeirra leitt til þess að Maggi finnist. Í ljósi þess að iðnaðarmenn hafa oft mikið á sinni könnu getur verið erfitt að fá þjónustu þeirra. Hlustendum „Ísland vaknar“ hefur í vikunni orðið tíðrætt um margumrætt skrepp iðnaðarmanna og hafði einn orð á því að tímaskyn þeirra væri bæði loðið og teygjanlegt. „Ég fékk til mín pípulagningamann um daginn til að gera við leka undir eldhúsvaskinum. Hann skaust út í bíl til að sækja töng og sást ekki aftur fyrr en níu mánuðum seinna,“ sagði einstæð móðir á miðjum aldri sem hringdi í þáttinn.

Aðspurður segir Jón hins vegar að hann sé alls ekki pirraður út í Magga rafvirkja og efist alls ekki um heilindi hans. „Ég hef bara talsverðar áhyggjur af karlgreyinu. Þegar hann var orðinn meira en klukkutíma of seinn reyndi ég að hringja, en þá svaraði ekki síminn hjá honum og þannig leið dagurinn. Ég hef orðið að bjóða konunni minni út að borða á hverju kvöldi þar sem ekkert rafmagn er á eldhúsinu og raunar ekki svefnherberginu heldur. Nú er komin rúm vika síðan þetta gerðist og það er bókstaflega eins og jörðin hafi gleypt karlinn,“ segir Jón Axel og bætir við að þrátt fyrir þungbærar áhyggjur af rafvirkjanum missi hann ekki svefn yfir þessu. „Ég nota þá bara vasaljósið á meðan ég bíð.“

Leikurinn „Leitin að Magga rafvirkja“ heldur áfram í Ísland vaknar allt þar til hann kemur í leitirnar og sá aðili sem kemur með vísbendingu sem leiðir til þess að Maggi finnist vinnur glæsileg verðlaun. „Í boði er glæsilegt ljósaperusett af flottustu gerð í boði Magga sjálfs,“ segir Jón Axel kíminn. Uppfært: Eftir fjölda vísbendinga fannst Maggi rafvirki síðdegis í gær. Hann var önnum kafinn uppi í stiga í einbýlishúsi í Grafarholtinu. Þáttarstjórnendur Ísland vaknar kunna öllum sem komu að leitinni bestu þakkir.

mbl.is
Gunnar Sigurðarson hefur ráðið sig til Samtaka iðnaðarins. Hér er hann sem knattspyrnurýnirinn Gunnar á Völlum.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Nánar »

Þórunn Antónía var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Missti kærastann og plötusamninginn í sömu vikunni

Þórunn Antónía var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins og sagði sögur af mögnuðum ævintýrum sínum í gegnum tíðina. Hún sagði meðal annars frá því þegar hún skrifaði undir stóran plötusamning í Bretlandi rétt rúmlega tvítug. Nánar »

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir félagsfræðingur hjá Þitt virði
Ísland vaknar

Skjánotkun barna er að verða vandamál

Skjánotkun barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf með síma eða tölvur við hendina. Fólk horfir frekar á heiminn í gegnum skjái heldur en að eiga bein samskipti þar sem það horfist í augu og nú er svo komið að mörg börn geta ekki sest að matarborðinu án þess að hafa síma eða tölvu við hendina. Nánar »

Það er nóg að gera hjá rithöfundunum Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Lilju Sigurðardóttur enda eru þær á fullu að kynna nýútkomnar bækur sínar.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Nánar »

Hér er hópurinn Ísbirnir samankominn í grunnbúðum Evererst í 5.364 metra hæð en þá eru eftir tæpir 3.500 metrar á topp fjallsins.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Nýkomin frá Nepal

„Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Nánar »

Ásgeir Orri sagði frá ævintýrum sínum í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Skrifuðu undir skelfilegan samning

Ásgeir Orri var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins og sagði m.a. frá því þegar hann og félagar hans í StopWaitGo skrifuðu undir samning í Los Angeles sem átti eftir að hafa afleiðingar. Nánar »

Mánudags-Margeir liggur ekki á skoðunum sínum
Ísland vaknar

Mánudags-Margeir gagnrýnir samfélagið

„Nú fyrir helgi var gefin út viðvörun til íslenskra foreldra í jólabókaflóðinu að þar leyndist stórhættulegur áróðurspési. Hann er skrifaður af konu sem áður var sveitaballadrottning. Í bókinni „Lára fer til læknis” er reynt að telja börnum undir grunnskólaaldri trú um að karlar séu læknar og konur séu hjúkrunarfræðingar.“ Nánar »

Falleg fjölskylda. Birgir Örn Birgisson og Svanhildur Karen Júlíusdóttir hér með Söndru Lind.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Nánar »

Tómasz Þór Veruson ákvað að hann skyldi ganga 1.000 km á árinu. Þegar hann var farin að sjá það sem raunhæft markmið lét hann prenta bolinn sem hann klæðist hér.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Nánar »

Lífið er ekki bara dans á rósum þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar og virðist sem auðveldara sé að skrá aðgang, eða stofna nýjan reikning, en að fá hann afskráðan eða lokaðan vegna misnotkunar annarra sem þykjast vera aðrar manneskjur en þær eru.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Falsreikningur á Tinder og víðar

Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið fyrir því ítrekað frá í haust að búið er að búa til falsreikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Nánar »