menu button

Leitin að Magga rafvirkja

Maggi Palli rafvirki í stuði
Maggi Palli rafvirki í stuði Jón Axel Ólafsson

Hlustendur Ísland vaknar tóku þátt í skemmtilegum leik á dögunum. Leikurinn heitir Leitin að Magga rafvirkja. Tilurð leiksins er þannig tilkomin að Jón Axel Ólafsson, einn þáttarstjórnenda, stendur í framkvæmdum heima hjá sér og Maggi rafvirki hefur tekið að sér að reka smiðshöggið á framkvæmdirnar. „Þó ég telji mig hafa ágætis verkvit hef ég lært af biturri reynslu að þegar kemur að því að setja upp ljós á heimilinu getur verið stórhættulegt að gera það sjálfur. Sjáðu til dæmis Ásgeir Pál (annan þáttarstjórnanda Ísland vaknar). Hann reyndi einu sinni að skipta um ljósaperu á baðherberginu hjá sér. Þess vegna er hann sköllóttur,“ segir Jón Axel hlæjandi. Við upphaf áðurnefndra framkvæmda hafði Jón Axel samband við Magga rafvirkja sem mætti og tók út verkið. „Svo hefur hann ekki sést í fleiri daga,“ segir Jón Axel áhyggjufullur.

Hlustendur hafa verið duglegir að taka þátt í leiknum og nokkrar ábendingar hafa borist um hvar Magga gæti mögulega verið að finna, en hingað til hefur engin þeirra leitt til þess að Maggi finnist. Í ljósi þess að iðnaðarmenn hafa oft mikið á sinni könnu getur verið erfitt að fá þjónustu þeirra. Hlustendum „Ísland vaknar“ hefur í vikunni orðið tíðrætt um margumrætt skrepp iðnaðarmanna og hafði einn orð á því að tímaskyn þeirra væri bæði loðið og teygjanlegt. „Ég fékk til mín pípulagningamann um daginn til að gera við leka undir eldhúsvaskinum. Hann skaust út í bíl til að sækja töng og sást ekki aftur fyrr en níu mánuðum seinna,“ sagði einstæð móðir á miðjum aldri sem hringdi í þáttinn.

Aðspurður segir Jón hins vegar að hann sé alls ekki pirraður út í Magga rafvirkja og efist alls ekki um heilindi hans. „Ég hef bara talsverðar áhyggjur af karlgreyinu. Þegar hann var orðinn meira en klukkutíma of seinn reyndi ég að hringja, en þá svaraði ekki síminn hjá honum og þannig leið dagurinn. Ég hef orðið að bjóða konunni minni út að borða á hverju kvöldi þar sem ekkert rafmagn er á eldhúsinu og raunar ekki svefnherberginu heldur. Nú er komin rúm vika síðan þetta gerðist og það er bókstaflega eins og jörðin hafi gleypt karlinn,“ segir Jón Axel og bætir við að þrátt fyrir þungbærar áhyggjur af rafvirkjanum missi hann ekki svefn yfir þessu. „Ég nota þá bara vasaljósið á meðan ég bíð.“

Leikurinn „Leitin að Magga rafvirkja“ heldur áfram í Ísland vaknar allt þar til hann kemur í leitirnar og sá aðili sem kemur með vísbendingu sem leiðir til þess að Maggi finnist vinnur glæsileg verðlaun. „Í boði er glæsilegt ljósaperusett af flottustu gerð í boði Magga sjálfs,“ segir Jón Axel kíminn. Uppfært: Eftir fjölda vísbendinga fannst Maggi rafvirki síðdegis í gær. Hann var önnum kafinn uppi í stiga í einbýlishúsi í Grafarholtinu. Þáttarstjórnendur Ísland vaknar kunna öllum sem komu að leitinni bestu þakkir.

mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist