menu button

Leitin að Magga rafvirkja

Maggi Palli rafvirki í stuði
Maggi Palli rafvirki í stuði Jón Axel Ólafsson

Hlustendur Ísland vaknar tóku þátt í skemmtilegum leik á dögunum. Leikurinn heitir Leitin að Magga rafvirkja. Tilurð leiksins er þannig tilkomin að Jón Axel Ólafsson, einn þáttarstjórnenda, stendur í framkvæmdum heima hjá sér og Maggi rafvirki hefur tekið að sér að reka smiðshöggið á framkvæmdirnar. „Þó ég telji mig hafa ágætis verkvit hef ég lært af biturri reynslu að þegar kemur að því að setja upp ljós á heimilinu getur verið stórhættulegt að gera það sjálfur. Sjáðu til dæmis Ásgeir Pál (annan þáttarstjórnanda Ísland vaknar). Hann reyndi einu sinni að skipta um ljósaperu á baðherberginu hjá sér. Þess vegna er hann sköllóttur,“ segir Jón Axel hlæjandi. Við upphaf áðurnefndra framkvæmda hafði Jón Axel samband við Magga rafvirkja sem mætti og tók út verkið. „Svo hefur hann ekki sést í fleiri daga,“ segir Jón Axel áhyggjufullur.

Hlustendur hafa verið duglegir að taka þátt í leiknum og nokkrar ábendingar hafa borist um hvar Magga gæti mögulega verið að finna, en hingað til hefur engin þeirra leitt til þess að Maggi finnist. Í ljósi þess að iðnaðarmenn hafa oft mikið á sinni könnu getur verið erfitt að fá þjónustu þeirra. Hlustendum „Ísland vaknar“ hefur í vikunni orðið tíðrætt um margumrætt skrepp iðnaðarmanna og hafði einn orð á því að tímaskyn þeirra væri bæði loðið og teygjanlegt. „Ég fékk til mín pípulagningamann um daginn til að gera við leka undir eldhúsvaskinum. Hann skaust út í bíl til að sækja töng og sást ekki aftur fyrr en níu mánuðum seinna,“ sagði einstæð móðir á miðjum aldri sem hringdi í þáttinn.

Aðspurður segir Jón hins vegar að hann sé alls ekki pirraður út í Magga rafvirkja og efist alls ekki um heilindi hans. „Ég hef bara talsverðar áhyggjur af karlgreyinu. Þegar hann var orðinn meira en klukkutíma of seinn reyndi ég að hringja, en þá svaraði ekki síminn hjá honum og þannig leið dagurinn. Ég hef orðið að bjóða konunni minni út að borða á hverju kvöldi þar sem ekkert rafmagn er á eldhúsinu og raunar ekki svefnherberginu heldur. Nú er komin rúm vika síðan þetta gerðist og það er bókstaflega eins og jörðin hafi gleypt karlinn,“ segir Jón Axel og bætir við að þrátt fyrir þungbærar áhyggjur af rafvirkjanum missi hann ekki svefn yfir þessu. „Ég nota þá bara vasaljósið á meðan ég bíð.“

Leikurinn „Leitin að Magga rafvirkja“ heldur áfram í Ísland vaknar allt þar til hann kemur í leitirnar og sá aðili sem kemur með vísbendingu sem leiðir til þess að Maggi finnist vinnur glæsileg verðlaun. „Í boði er glæsilegt ljósaperusett af flottustu gerð í boði Magga sjálfs,“ segir Jón Axel kíminn. Uppfært: Eftir fjölda vísbendinga fannst Maggi rafvirki síðdegis í gær. Hann var önnum kafinn uppi í stiga í einbýlishúsi í Grafarholtinu. Þáttarstjórnendur Ísland vaknar kunna öllum sem komu að leitinni bestu þakkir.

mbl.is
Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Alda Sigurðardóttir, eigandi Vendum, segir langvarandi álag kalla á betri tímastjórnun og að fólk þurfi að taka ábyrgð á eigin líðan.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Þrjú tímastjórnunarráð

Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Nánar »

Pétur Jóhann Sigfússon mætir aftur á skjáinn í vetur með draugasögur og viðtöl við þekkta Íslendinga, sem tekin verða á eyðibýlum út um allt land.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leitar að draugalegum tökustöðum

„Ég trúi ekki á drauga,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem leitar nú engu að síður að ábendingum um staði þar sem sagt er reimt, eða draugar á ferli. Tökur hefjast í febrúar á þætti um íslenska drauga, ef þeir þá eru til í alvörunni segir Pétur, sem óskar nú eftir ábendingum um áhugaverða tökustaði. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »

Fréttir

Tannlæknar erlendis - ekki alltaf ávinningur

Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands var í spjalli í Ísland vaknar á þriðjudaginn til að ræða tannlækningar erlendis. Nánar »

Séra Þórhallur Heimisson.
Ísland vaknar

Hvers vegna skilja svona margir?

Séra Þórhallur Heimisson segir að ástæður fyrir því að einn þriðji hluti hjónabanda endi með skilnaði séu mismunandi, en hann var gestur í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. Þórhallur, sem er búsettur í Svíþjóð, heldur reglulega hjónanámskeið hér á landi við miklar vinsældir. Nánar »