Taldi sig geta stýrt útvarpsfólki í maníu

Hvati og Kristinn Rúnar í hljóðveri K100.
Hvati og Kristinn Rúnar í hljóðveri K100. K100

Kristinn Rúnar gefur sjálfur út bókina „Maníuraunir - reynslusaga strípalings á Austurvelli“. Í viðtali við Hvata og Gógó í Magasínínu á K100 sagði Kristinn frá því að hann hafi hlustað á K100 í maníum sínum og taldi hann sig vera að senda útvarpsfólkinu hugboð. 

„Sérstaklega í maníunni í fyrra eða uppsveiflunni hlustaði ég alltaf á K100 og horfði oft á útsendingar í tölvunni og ykkur Huldu oft. Ég hélt ég væri að stjórna ykkur, hvað þið mynduð segja og spila,“ sagði Kristinn Rúnar við Hvata. Kristinn Rúnar segir tilgang bókarinnar vera að fræða fólk um maníu, uppsveiflurnar sem fylgi geðhvörfum. Hann telur vanta umfjöllun um þá hlið mála, nógu mikið hafi verið fjallað um þunglyndi sem hellist yfir fólk þegar það gengur í gegnum niðursveiflur geðhvarfa.

Sjáðu viðtalið við Kristin Rúnar í heild sinni að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir