menu button

Ótrúlegt magn af græjum

Umsjónarmenn Ísland vaknar, Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif.
Umsjónarmenn Ísland vaknar, Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif.

Úr dagbók Ísland vaknar á K100: Jón Axel Ólafsson dagskrárgerðarmaður hefur
unun af sniðugum tækninýjungum og pantar reglulega eitthvað skemmtilegt
af netinu.

Í vikunni pantaði hann í beinni útsendingu á K100 vél sem skrælir epli. Konan hans benti þó í þættinum á þá staðreynd að hann borðaði ekki epli, sem eiginmanninum finnst algert aukaatriði. „Maður veit aldrei hvenær gestir koma í heimsókn og þar að auki er ég alltaf að hugsa um þig, ástin mín,“ sagði hann við Maríu konu sína í þættinum við mikinn hlátur annarra þáttarstjórnenda, en ásamt Jóni Axel stýra þættinum þau Ásgeir Páll og Kristín Sif.

Mikil fjölbreytni í græjum

Jón Axel segist aðspurður hafa sankað að sér alls kyns dótaríi í gegnum tíðina. Þar má nefna rússneskan hersíma sem er bæði höggog vatnsheldur, barmnælu sem er í raun tölvuskjár og birtir myndir að eigin vali úr tölvunni, gamaldags kassettutæki með USB-tengi sem gerir þér kleift að koma efni af gömlu kassettunum yfir á tölvuna og margt fleira. Þó að Jón Axel noti græjurnar ekki allar dags daglega er hann stoltur af safninu sínu. „Það getur alltaf verið gott að eiga kassann með græjunum. Maður veit aldrei hvenær þetta gæti komið í góðar þarfir.“ Þegar

Hvað er í pöntun

Jón Axel er spurður hvað sé á óskalistanum á næstunni segir hann: „Ég er búinn að biðja Maríu að gefa mér vararafstöð í jólagjöf. Það stendur reyndar eitthvað aðeins í henni en ég ætla sannarlega ekki að missa vonina. Svo get ég sagt frá því að ég sá auglýsingu á bílalyftum og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ég meina, það er eitthvað ótrúlega notalegt við tilhugsunina um að eiga slíkt tæki.“

Konur fussa og sveia yfir áráttunni

Kristín Sif er ekki hrifin af söfnunaráráttu vinnufélagans og hlustendur K100 heyra hana oft fussa og sveia yfir tækjunum sem hann fjárfestir í. „Konurnar í kringum mig eiga einkennilega erfitt með að skilja hvað ég fæ út úr þessu, en karlmennirnir skilja mig flestir fullkomlega. Ásgeir Páll fjárfesti um daginn í lítilli græju sem hjálpar þér að komast í sokkana án þess að beygja þig. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér fannst sú græja ekkert sérstaklega töff, en ég lét samt alveg vera að tuða í honum yfir því.“ Græjurnar gera einfaldlega lífið skemmtilegra og það er fátt sem toppar tilfinninguna sem myndast þegar maður er að bíða eftir skemmtilegri græju frá útlöndum,“ segir Jón Axel um leið og hann sest niður við tölvuna til að panta bananaskerann sem sneiðir bananann niður í margar jafnstórar sneiðar. Þeir sem vilja fylgjast með áframhaldinu á söfnunaráráttu Jóns Axels ættu að hlusta á Ísland vaknar alla virka morgna frá 6-9.

mbl.is
Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Alda Sigurðardóttir, eigandi Vendum, segir langvarandi álag kalla á betri tímastjórnun og að fólk þurfi að taka ábyrgð á eigin líðan.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Þrjú tímastjórnunarráð

Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Nánar »

Pétur Jóhann Sigfússon mætir aftur á skjáinn í vetur með draugasögur og viðtöl við þekkta Íslendinga, sem tekin verða á eyðibýlum út um allt land.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leitar að draugalegum tökustöðum

„Ég trúi ekki á drauga,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem leitar nú engu að síður að ábendingum um staði þar sem sagt er reimt, eða draugar á ferli. Tökur hefjast í febrúar á þætti um íslenska drauga, ef þeir þá eru til í alvörunni segir Pétur, sem óskar nú eftir ábendingum um áhugaverða tökustaði. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »

Fréttir

Tannlæknar erlendis - ekki alltaf ávinningur

Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands var í spjalli í Ísland vaknar á þriðjudaginn til að ræða tannlækningar erlendis. Nánar »

Séra Þórhallur Heimisson.
Ísland vaknar

Hvers vegna skilja svona margir?

Séra Þórhallur Heimisson segir að ástæður fyrir því að einn þriðji hluti hjónabanda endi með skilnaði séu mismunandi, en hann var gestur í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. Þórhallur, sem er búsettur í Svíþjóð, heldur reglulega hjónanámskeið hér á landi við miklar vinsældir. Nánar »