menu button

Ótrúlegt magn af græjum

Umsjónarmenn Ísland vaknar, Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif.
Umsjónarmenn Ísland vaknar, Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif.

Úr dagbók Ísland vaknar á K100: Jón Axel Ólafsson dagskrárgerðarmaður hefur
unun af sniðugum tækninýjungum og pantar reglulega eitthvað skemmtilegt
af netinu.

Í vikunni pantaði hann í beinni útsendingu á K100 vél sem skrælir epli. Konan hans benti þó í þættinum á þá staðreynd að hann borðaði ekki epli, sem eiginmanninum finnst algert aukaatriði. „Maður veit aldrei hvenær gestir koma í heimsókn og þar að auki er ég alltaf að hugsa um þig, ástin mín,“ sagði hann við Maríu konu sína í þættinum við mikinn hlátur annarra þáttarstjórnenda, en ásamt Jóni Axel stýra þættinum þau Ásgeir Páll og Kristín Sif.

Mikil fjölbreytni í græjum

Jón Axel segist aðspurður hafa sankað að sér alls kyns dótaríi í gegnum tíðina. Þar má nefna rússneskan hersíma sem er bæði höggog vatnsheldur, barmnælu sem er í raun tölvuskjár og birtir myndir að eigin vali úr tölvunni, gamaldags kassettutæki með USB-tengi sem gerir þér kleift að koma efni af gömlu kassettunum yfir á tölvuna og margt fleira. Þó að Jón Axel noti græjurnar ekki allar dags daglega er hann stoltur af safninu sínu. „Það getur alltaf verið gott að eiga kassann með græjunum. Maður veit aldrei hvenær þetta gæti komið í góðar þarfir.“ Þegar

Hvað er í pöntun

Jón Axel er spurður hvað sé á óskalistanum á næstunni segir hann: „Ég er búinn að biðja Maríu að gefa mér vararafstöð í jólagjöf. Það stendur reyndar eitthvað aðeins í henni en ég ætla sannarlega ekki að missa vonina. Svo get ég sagt frá því að ég sá auglýsingu á bílalyftum og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ég meina, það er eitthvað ótrúlega notalegt við tilhugsunina um að eiga slíkt tæki.“

Konur fussa og sveia yfir áráttunni

Kristín Sif er ekki hrifin af söfnunaráráttu vinnufélagans og hlustendur K100 heyra hana oft fussa og sveia yfir tækjunum sem hann fjárfestir í. „Konurnar í kringum mig eiga einkennilega erfitt með að skilja hvað ég fæ út úr þessu, en karlmennirnir skilja mig flestir fullkomlega. Ásgeir Páll fjárfesti um daginn í lítilli græju sem hjálpar þér að komast í sokkana án þess að beygja þig. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér fannst sú græja ekkert sérstaklega töff, en ég lét samt alveg vera að tuða í honum yfir því.“ Græjurnar gera einfaldlega lífið skemmtilegra og það er fátt sem toppar tilfinninguna sem myndast þegar maður er að bíða eftir skemmtilegri græju frá útlöndum,“ segir Jón Axel um leið og hann sest niður við tölvuna til að panta bananaskerann sem sneiðir bananann niður í margar jafnstórar sneiðar. Þeir sem vilja fylgjast með áframhaldinu á söfnunaráráttu Jóns Axels ættu að hlusta á Ísland vaknar alla virka morgna frá 6-9.

mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist