menu button

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Margeir Ingólfsson stjórnarformaður Hugsmiðjunnar segir styttingu vinnuvikunnar hafa skilað sér ...
Margeir Ingólfsson stjórnarformaður Hugsmiðjunnar segir styttingu vinnuvikunnar hafa skilað sér margfalt og það sé góð reynsla af þeirri breytingu. Eggert Jóhannesson

Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur  gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. 

Færri veikindadagar og aukin framleiðni

„Við byrjuðum fyrir tæpur þremur árum og í stað þess að tala þá ákváðum við bara að framkvæma. Og við vorum með ákveðna hugsjón um að búa til nýjan vinnukúltúr. Mér hefur stundum fundist að fólk sé að hanga í vinnunni,“ útskýrir Margeir í Magasíninu á K100 hjá Huldu Bjarna og Hvata. 

Þannig var ákveðið að gera samninga við starfsfólk Hugsmiðjunnar, sem var hluti af ákveðinni tilraunastarfsemi og vegferð í að breyta vinnustaðamenningunni. Samið var um sex klukkustunda vinnudag, í stað átta, fyrir sömu laun. Allt var þetta mælt og segir hann mælingar sýna svart á hvítu meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Auk þess segir hann þau hafa selt betur og í ofanálag er starfsfólkið í skýjunum. 

Hafa sagt upp viðskiptavinum 

Margeir segir kulnun og annað raunverulegt vandamál og við því þurfi að bregðast. Þetta sé gamaldags hugsun og það að vinna 10 tíma á dag sé að „vinna vitlaust“. Hann segir augljóslega koma einn og einn dag þar sem þarf að vinna yfirvinnu, en þá hafi maður innistæðu fyrir því. Hann segir þau hafa þurft að segja upp viðskiptavinum sem skilja ekki að starfsfólk Hugsmiðjunnar sé ekki til taks allan sólahringinn. 

Margeir mun halda erindi á ráðstefnunni Réttu upp hönd sem haldin verður 31. október og er það hluti af Jafnvægisvoginni, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, samstarfsaðila úr velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðsins og Pipars/TBWA. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. 

Hér að neðan má sjá myndband sem tengist verkefninu og viðtalið við Margeir í heild.  

mbl.is
Ísland vaknar

Svona bræddi hann kalt hjarta Ellýar

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Ellý Ármanns athafnakona lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hún væri ekki á leið í ástarsamband, enda brennd af slíkum málum. Nánar »

Ísland vaknar

Áreitni á vinnustöðum óþolandi

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnaorkukonur sem hafa sett af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um áreitni á vinnustöðum. Nánar »

Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Alda Sigurðardóttir, eigandi Vendum, segir langvarandi álag kalla á betri tímastjórnun og að fólk þurfi að taka ábyrgð á eigin líðan.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Þrjú tímastjórnunarráð

Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Nánar »

Pétur Jóhann Sigfússon mætir aftur á skjáinn í vetur með draugasögur og viðtöl við þekkta Íslendinga, sem tekin verða á eyðibýlum út um allt land.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leitar að draugalegum tökustöðum

„Ég trúi ekki á drauga,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem leitar nú engu að síður að ábendingum um staði þar sem sagt er reimt, eða draugar á ferli. Tökur hefjast í febrúar á þætti um íslenska drauga, ef þeir þá eru til í alvörunni segir Pétur, sem óskar nú eftir ábendingum um áhugaverða tökustaði. Nánar »

Ísland vaknar

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Nánar »

Ísland vaknar

Blöskrar fjarlæging málverksins

Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »

Fréttir

Tannlæknar erlendis - ekki alltaf ávinningur

Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands var í spjalli í Ísland vaknar á þriðjudaginn til að ræða tannlækningar erlendis. Nánar »

Séra Þórhallur Heimisson.
Ísland vaknar

Hvers vegna skilja svona margir?

Séra Þórhallur Heimisson segir að ástæður fyrir því að einn þriðji hluti hjónabanda endi með skilnaði séu mismunandi, en hann var gestur í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. Þórhallur, sem er búsettur í Svíþjóð, heldur reglulega hjónanámskeið hér á landi við miklar vinsældir. Nánar »