Leikararnir Sigrún Waage og Gunnar Helga hafa hvort um sig unnið frækna leiksigra í gegnum tíðina. Um helgina slógu þau í gegn með verk sín, þó hvort á sinn hátt. Sigrún frumsýndi verkið Ég heiti Guðrún í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og Víti í Vestmannaeyjum hlaut um helgina verðlaun á barnakvikmyndahátíðinni Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi.
Leikritið Ég heiti Guðrún hefur farið sigurför um Norðurlönd frá því verkið var frumflutt árið 2014. Verkð er sagt sorglegur gamanleikur um innilega vináttu fjögurra kvenna. Þegar Guðrún er greind með Alzheimer 55 ára gömul ákveða vinkonurnar að styðja hana allt til hinstu stundar. Sjúkdómur Guðrúnar fær þær allar til að velta fyrir sér lífinu sem þær hafa lifað og ákvörðunum sem þær hafa tekið. Sigrún fékk hugmyndina að verkinu í Kaupmannahöfn þar sem hún bjó um tíma og tengdi hún strax við verkið þar sem móðir hennar hafði áður tekist á við sjúkdóminn og lést hún úr Alzheimir að lokum.
Óhætt er að segja að þau hafi hitt í mark með verk sín því uppselt er á næstu sýningar hjá Sigrúnu og Gunnar Helgason sér fram á að framleiða enn meira efni um fótboltakrakka í framhaldi af velgengni þáttanna. „Þetta hjálpar allri sölu,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að þættirnir verði mögulega eftirsóttir á fleiri mörkuðum auk þess sem nú sjái hann möguleika á að framleiða framhaldsseríu og jafnvel nokkrar.
Viðtalið í heild má nálgast hér að neðan.
Verkfallið | Ögmundur J. (22.2.2019) — 00:12:13 | |
Eddan |Sigrún Ósk og Sigyn Blöndal (22.2.2019) — 00:18:53 | |
Ófærð l Ilmur Kristjánsdóttir (22.2.2019) — 00:05:45 | |
Logi Bergmann & Hulda Bjarna 16:00-18:00 (22.2.2019) — 01:56:01 |