menu button

Örorka sé ekki auðveldari leiðin

Lág lágmarkslaun og hátt leiguverð hafa sín áhrif.
Lág lágmarkslaun og hátt leiguverð hafa sín áhrif. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skortur á úrræðum getur verið ástæða þess að fleiri eru greindir með geðraskanir hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta kom fram í þættinum Þingvellir á K100 í morgun, þar sem Páll Magnússon fékk til sín þau Agnesi Agnarsdóttur sálfræðing, Óttar Guðmundsson geðlækni og Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, til þess að ræða mál ungra öryrkja á Íslandi.

Fyrir skömmu vakti Páll athygli Alþingis á því að 30% öryrkja á Íslandi væri ungt fólk innan við fertugt. Alvarlegasta telur hann þá staðreynd að hlutfallsleg fjölgun öryrkja sé mest meðal ungra karla, 20 til 30 ára, vegna geðraskana.

Agnes og Óttar voru sammála um að fólk með vægan vanda gæti verið líklegra til að fá geðröskunargreiningu en annars staðar vegna þess að skortur sé á annars konar úrræðum. „Læknar hafa ekki úrræði til að vísa fólki annað en á geðsvið. Það eru þung skref fyrir fólk með vægan vanda að ganga inn á geðsvið Landspítala,“ sagði Agnes. Þá voru viðmælendurnir þrír einnig allir sammála um að á Íslandi sé of auðvelt að fá ávísað lyfjum.

Tali um hlutfall vinnufærni en ekki örorku

Öryrkjum á Íslandi fjölgar um 1.200 til 1.800 á hverju ári og árið 2016 var nýgengi örorku í fyrsta skipti meira en náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði. Valgerður hafði á orði að vinnumarkaðurinn væri ekki tilbúinn til þess að taka við fólki með skerta starfsgetu. Þess vegna væri örorka auðveldari leið og því þyrfti að breyta. Páll velti upp þeirri hugmynd að tekið yrði upp starfsgetumat hér á landi í stað örorkumats.

Það eru þung skref fyrir fólk með vægan vanda að ...
Það eru þung skref fyrir fólk með vægan vanda að ganga inn á geðsvið Landspítala. mbl,is//Hari

„Við ættum frekar að meta starfsgetu en örorku,“ samsinnti Agnes og vísaði til þess að í Svíþjóð tali fólk um að það sé 50% eða 70% vinnufært, sem hafi mun jákvæðari áhrif en að líta á sig sem t.d. 50% eða 70% öryrkja.

Páll velti því fyrir sér hvort samfélagslegar aðstæður á Íslandi gætu verið valdur að hærra hlutfalli fólks með geðraskanir. „Auðvitað hafa lífskjör, atvinnuástand og möguleikar í samfélaginu áhrif og þar stöndum við að baki Norðurlöndunum að einhverju leyti,“ sagði  Óttar og var Valgerður sammála. „Lágmarkslaun eru allt of lág og leiguverð allt of hátt. Þetta hefur allt áhrif á fólk í erfiðleikum.“

Agnes, Valgerður og Óttar voru öll sammála um að mikilvægast væri að koma fólki aftur í virkni, en að svo virðist vera að atvinnulífið á Íslandi sé ekki reiðubúið til þess að taka við fólki með skerta starfsgetu. Agnes sagði mikilvægt að fólk fái hjálp við að koma sér af stað og að það þekkist á Norðurlöndunum að ríkið borgi fyrirtækjum fyrir að taka við fólki með skerta starfsgetu.

„Þetta er líka fengur fyrir atvinnurekendur, því þarna er gífurlegur mannauður. Við megum ekki bara tala um þetta sem einhverja ölmusu fyrir öryrkja.“

mbl.is
Kristín Sif ásamt börnunum sínum tveimur, Söru og Heiðari.
Fréttir

Hvort er skárra, njálgur eða lús?

Útvarpsstjarnan Kristín Sif ræddi um njálg og lús í þættinum Ísland vaknar við samstarfsmenn sína, Jón Axel og Ásgeir Pál. Þríeykið velti því fyrir sér hvort væri skárra að fá lús eða njálg. Nánar »

Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dreglinum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt aðalkarakter myndarinnar, verkakubbnum og aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og hann heitir á ensku.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Greta Salóme var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Var samtímis í mennta- og háskóla

Tónlistarkonan Greta Salóme verður seint þekkt fyrir að fara troðnar slóðir og er hún mikill vinnuþjarkur. Hún var gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á dögunum. Nánar »

Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »