menu button

Samið við risann í bransanum

Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BioEffect.
Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BioEffect. Mynd/K100

Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Þetta er því mikill sigur fyrir íslenska fyrirtækið ORF líftækni sem hefur náð samningum um sölu inn á bandaríska markaðinn, þar sem reknar eru 200 verslanir auk netverslunar.

Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BioEffect, sagði frá uppgangi og vegferð vörunnar í síðdegisþættinum á K100.

Varan er orðin þekkt stærð

Vörur BioEffect eru orðnar mjög þekktar víða í Evrópu og raunar víðar enda komnar inn í þessar helstu verslunarkeðjur svo sem Harrods og Liberty´s og SpaceNK í London, Bergdorf Goodman, Neiman Marcus og Cos Bar í USA, Magasin og Illum í Köben, KaDeWe í Berlin, Harvey Nichols og Lane Crawford í Kína að ógleymdri drottningunni í Paris Le Bon Marché segir Berglind. Um leið hefur verið fjallað vörurnar í þekktum tískurtímaritum á borð við Vogue, ELLE, Harper‘s Bazaar og Marie Claire og BIOEFFECT hlotið verðlaun.

Uppgangurinn ævintýralegur

Þannig segir Berglind að starfsfólk Sephora hafi verið búið að fylgjast með litla fyrirtækinu frá Íslandi ná árangri. Í sumar fóru svo stjórnendur Sephora að horfa hýru auga til BioEffect og þá hófust formlegar samræður. „Þeir vita alveg að við erum íslenskt merki að vaxa hratt og þeir hafa dáðst að okkar framleiðslu og vörum,“ segir Berglind sem útskýrir um leið ævintýralegan uppgang. Hún telur fyrirtækið vel í stakk búið til að sinna viðskiptum við jafnstóran aðila og Sephora og bandaríska markaðinn, enda sé framleiðslan vel yfir getu og þau séu komin með vel þjálfað starfsfólk sem er nú þegar að vinna á 27 mörkuðum. Fyrirtækið hafi einnig stækkað gríðarlega síðustu ár og segir hún starfsmannafjöldann hafa farið úr rúmlega 30 manns fyrir sex árum þegar hún var að byrja í um 70 starfsmenn í dag. Þannig er þetta í raun hálfgert Öskubuskuævintýri segir hún.

Besta varan fyrir utan hnífinn

Hún telur velgengnina byggja á einstakri vöru með einstöku innihaldi, sem er frumuvakinn EGF, sem stendur fyrir epidermal growth factor. „Þetta er vaxtaþættirnir sem við fæðumst með,“ segir Berglind og útskýrir sem svo að krakkar séu stútfullir af þessum frumuvökum og það sjáist á fallegum og vel fylltum kinnum. Með tímanum fækkar þeim hins vegar og upp úr tvítugu verði þessi prótín latari.
En má þá segja að þetta sé umhverfisvænt bótóx? Berglind svarar því játandi og segir bandarískan húðlækni hafa látið hafa eftir sér að hann hafi aldrei séð eins mikinn mun á sínum 30 ára ferli og sagði þetta bestu vöruna á markaðnum fyrir utan það að fara undir hnífinn, segir Berglind og hlær. Hún eigi þetta skrifað og á prenti enda er framleiðsluferlið líka algerlega einstakt og náttúrulegt þar sem efnið er framleitt með erfðatækni í byggi í gróðurhúsi ORF líftækni í Grindavík.

Dorrit öflugur talsmaður

„Hún er 100% aðdáandi BioEffect, enda ef þið horfið á hana er eins og hún hafi farið undir hnífinn 10 sinnum,“ segir Berglind í gamansömum tón og deilir því með hlustendum að Dorrit þakki dropunum unglegt útlit. „Hún neitar að nota eitthvað annað og núna hefur hún verið neytandi vörunnar í sjö ár. Hún auglýsir bara það sem hún elskar og Berglind segist ekkert fá að greiða henni fyrir að vera óformlegur velgjörðarsendiherra vörunnar og hún sé ómetanlegur talsmaður fyrirtækisins sem aðstoði gjarnan með öflugar tengingar í stórborgunum, nú síðast með kynningarteiti í New York.

High End Premium staðfærsla

En hvaða merki eru þetta sem þau keppa helst við? „Við eigum svolítið erfitt að segja til um það því við erum svolítið sérstök,“ útskýrir Berglind sem segir þetta kannski hljóma kjánalega. „En auðvitað keppum við um kúnnann og þurfum áheyrn hans,“ útskýrir hún en ítrekar um leið að varan sé þannig lagað náttúrulegri og einstök í samanburði við annað.
BioEffect staðsetur sig í svokölluðum HighEnd-markhópi segir Berglind, „þó ekki sem lúxus heldur premium sem þýðir að maður er með eitthvað dýrmætt í höndunum.“

Viðtalið við Berglindi má hlusta á í heild hér að neðan. 

mbl.is
Hjördís Guðmundsdóttir almannatengill og söngvarinn Geir Ólafsson hér í hljóðveri K100.
Magasínið

Indverskur víbríngur Geirs Ólafs

Indverskt lag til heiðurs Gandhi sem Geir Ólafsson gaf út á dögunum, orðræðan og Úganda ferðalag Hjördísar var meðal annars það sem þau Geir og Hjördísi Guðmundsdóttur ræddu í föstudagskaffinu síðdegis á K100. Geir tók dæmi af því hvernig lagið Reyndu aftur myndi hljóma í indverskri útgáfu. Nánar »

Söngvarinn  Stefán Jakobsson hér sem blóðugi presturinn í Halloween Horror Show.
Magasínið

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Nánar »

Falleg ljósmynd af óléttri konu úti í mosa. Myndin er tekin á setti við tökur á þáttunum Líf kviknar.
Magasínið

Líf kviknar í kvöld

Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur, leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Nánar »

Mjölormar á hafragraut í Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Kom með orma í morgunmat á K100

Það var öðruvísi morgunverður á borðum í Ísland vaknar í morgunsárið þegar Kristín Sif einn þáttarstjórnenda mætti með mjölorma í nestisboxinu. Nánar »

Margeir Ingólfsson stjórnarformaður Hugsmiðjunnar segir styttingu vinnuvikunnar hafa skilað sér margfalt og það sé góð reynsla af þeirri breytingu.
Magasínið

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Nánar »

Hreimur Örn Heimisson verður gestasöngvari á tónleikum Kristínar Stefánsdóttur, en hún endurtekur leikinn á ný og býður upp á Burt Bacarach-tónleika í annað sinn.
Magasínið

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Nánar »

Göngugarpur. Sirrý gengur nú í annað sinn um Himalaya-fjallgarðinn. Hún segir þetta engu líkt.
Magasínið

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Nánar »

Dominique Gyða Sigrúnardóttir og starfsmenn Sjóvá fara með hlutverk í myndbandi sem framleitt var í tengslum við Jafnvægisvogina.
Fréttir

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Nánar »

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Hér með kók drykk, en það var það eina sem róaði ógleðina í sjónum.
Magasínið

„Shut up and swim!“

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Nánar »

Björgvin Franz Gíslason.
Siggi Gunnars

„Lærðum að eiga ekki pening“

„Í Bandaríkjunum lærðum við að eiga ekki pening og höfum aldrei verið hamingjusamari,“ segir Björgvin Franz í samtali við Sigga Gunnars í Lögum lífsins á K100. Nánar »