menu button

Samið við risann í bransanum

Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BioEffect.
Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BioEffect. Mynd/K100

Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Þetta er því mikill sigur fyrir íslenska fyrirtækið ORF líftækni sem hefur náð samningum um sölu inn á bandaríska markaðinn, þar sem reknar eru 200 verslanir auk netverslunar.

Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BioEffect, sagði frá uppgangi og vegferð vörunnar í síðdegisþættinum á K100.

Varan er orðin þekkt stærð

Vörur BioEffect eru orðnar mjög þekktar víða í Evrópu og raunar víðar enda komnar inn í þessar helstu verslunarkeðjur svo sem Harrods og Liberty´s og SpaceNK í London, Bergdorf Goodman, Neiman Marcus og Cos Bar í USA, Magasin og Illum í Köben, KaDeWe í Berlin, Harvey Nichols og Lane Crawford í Kína að ógleymdri drottningunni í Paris Le Bon Marché segir Berglind. Um leið hefur verið fjallað vörurnar í þekktum tískurtímaritum á borð við Vogue, ELLE, Harper‘s Bazaar og Marie Claire og BIOEFFECT hlotið verðlaun.

Uppgangurinn ævintýralegur

Þannig segir Berglind að starfsfólk Sephora hafi verið búið að fylgjast með litla fyrirtækinu frá Íslandi ná árangri. Í sumar fóru svo stjórnendur Sephora að horfa hýru auga til BioEffect og þá hófust formlegar samræður. „Þeir vita alveg að við erum íslenskt merki að vaxa hratt og þeir hafa dáðst að okkar framleiðslu og vörum,“ segir Berglind sem útskýrir um leið ævintýralegan uppgang. Hún telur fyrirtækið vel í stakk búið til að sinna viðskiptum við jafnstóran aðila og Sephora og bandaríska markaðinn, enda sé framleiðslan vel yfir getu og þau séu komin með vel þjálfað starfsfólk sem er nú þegar að vinna á 27 mörkuðum. Fyrirtækið hafi einnig stækkað gríðarlega síðustu ár og segir hún starfsmannafjöldann hafa farið úr rúmlega 30 manns fyrir sex árum þegar hún var að byrja í um 70 starfsmenn í dag. Þannig er þetta í raun hálfgert Öskubuskuævintýri segir hún.

Besta varan fyrir utan hnífinn

Hún telur velgengnina byggja á einstakri vöru með einstöku innihaldi, sem er frumuvakinn EGF, sem stendur fyrir epidermal growth factor. „Þetta er vaxtaþættirnir sem við fæðumst með,“ segir Berglind og útskýrir sem svo að krakkar séu stútfullir af þessum frumuvökum og það sjáist á fallegum og vel fylltum kinnum. Með tímanum fækkar þeim hins vegar og upp úr tvítugu verði þessi prótín latari.
En má þá segja að þetta sé umhverfisvænt bótóx? Berglind svarar því játandi og segir bandarískan húðlækni hafa látið hafa eftir sér að hann hafi aldrei séð eins mikinn mun á sínum 30 ára ferli og sagði þetta bestu vöruna á markaðnum fyrir utan það að fara undir hnífinn, segir Berglind og hlær. Hún eigi þetta skrifað og á prenti enda er framleiðsluferlið líka algerlega einstakt og náttúrulegt þar sem efnið er framleitt með erfðatækni í byggi í gróðurhúsi ORF líftækni í Grindavík.

Dorrit öflugur talsmaður

„Hún er 100% aðdáandi BioEffect, enda ef þið horfið á hana er eins og hún hafi farið undir hnífinn 10 sinnum,“ segir Berglind í gamansömum tón og deilir því með hlustendum að Dorrit þakki dropunum unglegt útlit. „Hún neitar að nota eitthvað annað og núna hefur hún verið neytandi vörunnar í sjö ár. Hún auglýsir bara það sem hún elskar og Berglind segist ekkert fá að greiða henni fyrir að vera óformlegur velgjörðarsendiherra vörunnar og hún sé ómetanlegur talsmaður fyrirtækisins sem aðstoði gjarnan með öflugar tengingar í stórborgunum, nú síðast með kynningarteiti í New York.

High End Premium staðfærsla

En hvaða merki eru þetta sem þau keppa helst við? „Við eigum svolítið erfitt að segja til um það því við erum svolítið sérstök,“ útskýrir Berglind sem segir þetta kannski hljóma kjánalega. „En auðvitað keppum við um kúnnann og þurfum áheyrn hans,“ útskýrir hún en ítrekar um leið að varan sé þannig lagað náttúrulegri og einstök í samanburði við annað.
BioEffect staðsetur sig í svokölluðum HighEnd-markhópi segir Berglind, „þó ekki sem lúxus heldur premium sem þýðir að maður er með eitthvað dýrmætt í höndunum.“

Viðtalið við Berglindi má hlusta á í heild hér að neðan. 

mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist