menu button

Breiðholtsgrínið dugði ekki til sigurs

Margrét Gústavsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson
Margrét Gústavsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson K100/Rikka

Íslandsmótið í fimmaurabröndurum sneri aftur í morgunþættinum Ísland vaknar eftir sumarfrí. Margrét Gústavsdóttir er ríkjandi meistari og hefur farið um allan bæ með bikarinn. Reyndar var hún svo sigurviss að hún hafði ekki einu sinni fyrir því að mæta með gripinn. Andstæðingurinn var þó enginn aukvisi, formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, sem þótti mikill brandarakall í Hólabrekkuskóla. Að sögn komu 20 brandarar á dag en sjaldnast nema einn eða tveir góðir.

Fimmaurabrandarar eru sérstök listgrein og venjulega frekar stuttir. Þeir voru þó sumir í lengri kantinum og því skulum við aðeins renna yfir brot af því besta og þá sem fengu stig. Margrét ákvað að byrja á óvenjulegri viðskiptahugmynd: „Ég er að spá í að opna staði við hliðina á stöðum sem eru fyrir. Eins og við Grindavík. Þar ætla ég að opna sundlaug sem heitir Bláa ljónið. Og Hihi bar við hliðina á Kiki bar. Og þar sem Hjálpræðisherinn er, þar verður Hjálpræðishérinn.“

Ragnar bætti því reyndar við að það væri hugmynd að opna Selfís við hliðina á Valdísi. Af öðrum eftirminnilegum bröndurum Margrétar má nefna Swingerapartíið í Garðabæ þar sem enginn kom, Úlfarsfell og Helgafell væri nefnt eftir Úlfari og Helga í Fellahverfinu, líka um ljóskurnar sem hanga í trjánum við Háskólann. Þeim var sagt að velja sér grein. Og líka: „Mamma, má ég fá hund á jólunum?“ „Nei, þú færð kalkún eins og venjulega!“

Ragnar talaði nokkuð mikið um systur sína. Hún var rekin úr BDSM-félaginu því henni héldu engin bönd. Svo var hún svo lítil að hún vann sem níunda hola á Korpúlfsstaðavelli og hún væri svo lokuð að hún hefði fengið hurð í jólagjöf. Svo sagði hann frá Hafnfirðingnum sem læsti lyklana inni í bíl. Hann var þrjá daga að ná fjölskyldunni út. Hann sagði líka frá manninum sem kom til læknis sem sagði honum að hann ætti tólf mínútur eftir ólifaðar. „Hvað á ég að gera?“ spurði maðurinn. „Þú getur soðið þér egg.“

Þegar hér var komið sögu var keppnin í járnum en Margrét gat tryggt sér sigur og ákvað að fara klassíska leið með bank-brandara. Bank, bank. „Hver er þar?“ „Geimvera.“ „Hvaða geimvera?“ „Þekkirðu margar?“ Þar með var ljóst að hún myndi halda bikarnum í að minnsta kosti tvær vikur en þá snýr hún aftur. Það gæti reyndar orðið erfitt því næsti andstæðingur er líka úr Hólabrekkuskóla: Bergsveinn Arilíusson, sem er sennilega þekktastur sem söngvari í Sóldögg.

Það er sennilega óhætt að segja að keppendur hafi nýtt sér flestar þekktar tegundir fimmaurabrandara: ljósku, Hafnarfjarðar, bankbank og fleiri. 

Hægt er að horfa á alla kepnnina hér ásamt öðrum brotum úr dagskrá K100

 

mbl.is
Falleg ljósmynd af óléttri konu úti í mosa. Myndin er tekin á setti við tökur á þáttunum Líf kviknar.
Magasínið

Líf kviknar í kvöld

Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Nánar »

Mjölormar á hafragraut í Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Kom með orma í morgunmat á K100

Það var öðruvísi morgunverður á borðum í Ísland vaknar í morgunsárið þegar Kristín Sif einn þáttarstjórnenda mætti með mjölorma í nestisboxinu. Nánar »

Margeir Ingólfsson stjórnarformaður Hugsmiðjunnar segir styttingu vinnuvikunnar hafa skilað sér margfalt og það sé góð reynsla af þeirri breytingu.
Magasínið

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Nánar »

Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður og Sævar Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður í viðtali á K100.
Ísland vaknar

Hrikalegur veruleiki fíkla

Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Nánar »

Jóladívan og söngkonan Hera Björk ásamt fjölmiðlakonunni Álfrúnu Páls í hljóðveri K100.
Magasínið

Hera Björk á 18 af 115 tónleikum

Jólastjarnan Hera Björk var fengin í föstudagskaffið ásamt Álfrúnu Páls, fyrrum ritsjóra Glamours til að ræða lífið og tilveruna frá liðinni viku. Fyrir utan jólatónleika landans var rætt um braggamálið, Kanye West í Hvíta húsinu og þjóðhátíð í Eyjum og Hörpunni. Nánar »

Dominique Gyða Sigrúnardóttir og starfsmenn Sjóvá fara með hlutverk í myndbandi sem framleitt var í tengslum við Jafnvægisvogina.
Fréttir

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Nánar »

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Hér með kók drykk, en það var það eina sem róaði ógleðina í sjónum.
Magasínið

„Shut up and swim!“

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Nánar »

Björgvin Franz Gíslason.
Siggi Gunnars

„Lærðum að eiga ekki pening“

„Í Bandaríkjunum lærðum við að eiga ekki pening og höfum aldrei verið hamingjusamari,“ segir Björgvin Franz í samtali við Sigga Gunnars í Lögum lífsins á K100. Nánar »

Svala er gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins þessa vikuna.
Siggi Gunnars

„Dansinn var númer eitt, tvö og þrjú“

Tónlistarkonan Svala Björgvins er næsti gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á K100. Svala leyfir hlustendum að heyra lög sem hafa þýðingu fyrir hana og segir frá lífi sínu alla vikuna á K100. Nánar »

Það er eftirvænting í loftinu hjá þeim Bergþóri Pálssyni og Gissuri Páli sem bjóða upp á jólatónleika með Sætabrauðsdrengjunum.
Magasínið

Að sumri að syngja Ó helga nótt

Sætabrauðsdrengirnir, eða hluti hópsins, þeir Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson mættu í Magasínið en nú er lokaundirbúningur í gangi fyrir jólatónleika þeirra í Salnum 9. og 10. desember. Að sjálfsögðu mættu þeir með köku - dísæta og þétta, úr síðasta kaffiboði Bergþórs. En ekki hvað. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist