Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lykilatriði að fjölga íbúðum til að lækka þröskuldinn sem bíður þeirra sem eru að fara að kaupa sér fyrstu íbúð. Hann segist stoltur af jafnvæginu sem hefur náðst í ríkisfjármálum og fjárlagafrumvarpinu. Hann var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar.
Bjarni segir að síðustu ár hafi verið greiddar niður skuldir fyrir 660 milljarða og allt annað ástand sé á rekstri ríkisins, borið saman við fyrstu árin eftir hrun. Peningum sé skipt eftir bestu getu en auðvitað sé það þannig að það vanti peninga víða.
„Það eru hér heilu kynslóðirnar sem náðu ekki að byggja upp lífeyri á starfstíma sínum. Þess vegna höfum við verið að bæta í. Þarf að halda áfram að gera betur? Já. Við viljum gera það og verkefnið heldur áfram,“ segir Bjarni.
Í aðdraganda kjarasamninga er mest rætt um húsnæðismál og Bjarni segir að eignastaðan sé betri en hún var og að færri í séu í vanskilum. Mikið atriði sé að fólk hafi vinnu og það sé góður kaupmáttur og hann hafi vaxið. Hann nefnir stofnstyrki, húsnæðisbætur og sérstakan sparnað og ýmislegt fleira. Þá segir hann nægt framboð á íbúðum og lóðum fyrir nýbyggingar vera algjört grundvallaratriði.
Hægt er að sjá viðtalið við Bjarna hér og á K100.is er hægt að hlusta á allan þáttinn og sjá fleiri brot.
Ísland vaknar 06:00 - 09:00 (20.2.2019) — 02:58:37 | |
Lego Movie 2 og Umbrella Academy | Ragnar Eyþórsson, Bíógagnrýni (19.2.2019) — 00:08:39 | |
Nýtt Skattþrep; af blaðamannafundi | Gunnlaugur Snær Ólafsson, blaðamaður (19.2.2019) — 00:03:54 | |
Michelin á Íslandi og Norðurlöndunum | Ylfa Helgadóttir og Ólafur Örn Ólafsson (19.2.2019) — 00:14:31 |