menu button

Gómaði íslenskan mann á Snapchat

Jóhannes segir að fyrst hafi þetta byrjað sem samfélagsleg tilraun ...
Jóhannes segir að fyrst hafi þetta byrjað sem samfélagsleg tilraun en nú sé hann tilbúinn að beita sér af fullum þunga í málum sem tengjast barnaníð.

Dómstóll götunnar er eflaust harðasti dómstóllinn og sitt sýnist hverjum um það að snapparar eða aðrir borgarar komi upp um fólk án dóms og laga. Jafnvel án ítarlegrar rannsóknar líkt og tíðkast hjá rannsóknarblaðamönnum, sem hafa jafnvel varið mánuðum og árum í rannsókn á málum áður en uppljóstrunin er gerð opinber. Nú gerast hlutirnir í beinni útsendingu, eða á Snapchatinu líkt og í tilfelli Jóhannesar Eggertssonar, sem er betur þekktur sem „Jóa lífið“ á Snapchat og Facebook. Hann kom upp um 53 ára mann á dögunum og nú þegar hafa 2.600 manns deilt upptökunni og áhorfið er komið í 161.000 skipti. Hann ræddi málið í síðdegisþættinum hjá Hvata og Huldu á K100 á dögunum.

Þóttist vera 14 ára stúlka

Jóhannes, eða Jói, var búinn að vera í sambandi við hann í nokkra daga og ljóst að maðurinn vildi fá að bjóða henni að hitta sig. Stefnumótastaðurinn var bílastæðið við KSÍ í Laugardalnum. Þegar „Jóa lífið“ svo mætti á staðinn með upptöku í gangi neitaði maðurinn í fyrstu. En þegar Jói sagðist vera með sönnun á spjallinu játaði maðurinn að lokum og bað hann afsökunar og reyndi hvað hann gat til að útskýra mál sitt. Hann hafi bara ætlað að bjóða stúlkunni upp á ís.

Misjöfn viðbrögð

Allt í allt er myndbandið um tíu mínútur í heild og sitt sýnist hverjum í ummælunum á Facebook. Langflestir eru ánægðir með framtakið, en inn á milli er fólk sem er mótfallið svona atlögu almennra borgara að grunuðum einstaklingi. Þetta eigi að vera í höndum lögreglunnar alfarið segja sumir en einn telur beina útsendingu ekki réttlætanlega, þetta eigi að rata sínar leiðir innan dómskerfisins áður en gert opinbert.

Erlend fyrirmynd

„Upphaflega byrjaði þetta sem svona samfélagstilraun og smá hobbí. Ég sá myndbönd með mönnum eins og Chris Hansen sem var að gera þetta erlendis. Umræddur Chris er fréttamaður sem á sínum tíma stýrði þáttunum Dateline NBC og dagskrárliðnum „To Catch a Predator“. Þar vann Chris sem tálbeita og fór á staðinn í fylgd lögreglu sem í framhaldinu handsamaði þann seka.

Jói hefur einu sinni áður birt andlit manns, en fram að því hafði hann einungis birt skjáskot af spjallinu. Hann ætli sér að halda áfram, en viðurkennir að hann verði hræddur í aðstæðum sem þessum. Í framhaldi af þessari birtingu segir hann starfsmann Mjölnis einmitt hafa sett sig í samband og boðið honum að læra sjálfsvörn hjá þeim til öryggis.

Persónuleg reynsla

En hvað fær Jóa til að elta uppi aðstæður sem þessar. Hann viðurkennir að þetta sé persónulegt að hluta, hann hafi sjálfur lent í svona manni. Hann útskýrir að hann hafi verið í rugli á sínum unglingsárum og þá hafi maður á vegum Barnaverndarstofu misnotað sig. Maður þessi hafi lofað bót og betrun og þóttist vilja aðstoða, en misnotaði svo traustið gegn honum. Hann var þá 16 ára gamall.

Brotaviljinn augljós

Hann segir manninn sem beið hafa verið mjög ákveðinn í að hitta þessa stúlku. „Hann beið og beið eftir þessari tilbúnu stúlku og var ekkert að bakka með þetta. Ég gaf honum alveg góðan tíma til þess að hætta við, en hann bara beið og beið og var að reka á eftir,“ segir Jói sem var í beinum samskiptum við hann á snapchatspjallinu um leið og hann fylgdist með manninum í bílnum.

„Það er hellingur af fólki þarna úti sem veit ekki hvernig þetta er og þetta er rosaleg forvörn,“ útskýrir Jói sem vill að fólk skilji að hætturnar eru oft mjög faldar. „Þessi maður hefði alveg eins getað verið að sækja barnabarnið sitt.“

Vill breyta lögunum

Jói sér þó ekki eftir neinu og segist tilbúinn að vinna í því að lögum um tálbeitur verði breytt. Hann segir þetta vera sér hjartans mál og hann sé tilbúinn að ganga alla leið enda telji hann að þessi leið geti fælt hugsanlega gerendur frá slíku athæfi. Og það sé það sem hann vilji með sinni vinnu. Hann telur sig hafa lagalegan rétt til að klára málið þar sem maðurinn viðurkennir brot sitt, en hann segist átta sig á að það þurfi að vanda til verka og sumt sé á gráu svæði. Í þessu tilfelli hafi lögreglan kallað manninn til yfirheyrslu, einnig hafi hann gefið lögreglu skýrslu um framkvæmd málsins og afhent sönnunargögn í málinu.

Hér situr Jói í eigin bíl rétt áður en hann ...
Hér situr Jói í eigin bíl rétt áður en hann kom upp um manninn sem vildi gefa 14 ára stúlku ís, að hann sagði.
mbl.is
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Magni Ásgeirsson voru voru gestir síðdegisþáttarins á K100 í föstudagsspjallinu þar sem sláturtíð, kartöfluuppskera, borgarlína og vegir úti á landi bar á góma.
Magasínið

Magni og Þórdís Lóa í föstudagsspjallinu

Magni Ásgeirsson, rokkstjarnan sem er kominn í bæinn til að troða upp á Hard Rock um helgina og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs fóru yfir áhugaverðar fréttir. Nánar »

Ísleifur hjá Sena Live, sem flytur Ed Sheeran til landsins, segir það hafa verið kostulegt að sjá Ed Sheeran í íslensku landsliðstreyjunni í miðjum samningaviðræðum.
Magasínið

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Nánar »

Sigga Dögg kynfræðingur.
Ísland vaknar

Leitin að limnum

„Typpi óskast! Ég leita að typpi sem er til í að vera með í gerð fræðslumyndbands um smokkanotkun. Ekki mun sjást í andlit viðkomandi, einungis svæði líkamans frá cirka nafla að lærum og svo hendurnar.“ Nánar »

Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið samtals átta maraþonhlaup, nú síðast kláraði hann Berlínarmaraþonið.
Magasínið

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Nánar »

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi undirbýr nú 24. haustráðstefnu fyrirtækisins. Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri og munu 42 fyrirlesara fjalla um tækni og þær samfélagslegu áskoranir sem menn standa frammi fyrir.
Magasínið

Mengun breytt í blek

Ægir Már Þórisson forstjóri Advania undirbýr nú af krafti einn stærsta upplýsingatækni viðburð ársins. Haustráðstefna Advania verður haldin n.k. föstudag en þetta er í 24. sinn sem ráðstefnan er haldin og að þessu sinni koma fram 42 fyrirlesarar sem nálgast tækni úr ólíkum áttum. Nánar »

Steindi Jr. var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hækkaði líftrygginguna

Steindi jr. hækkaði líftrygginguna áður en hann fór út að taka upp Suður-Ameríska drauminn og segist hafa verið hræddur allan tímann. Hann var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar. Nánar »

Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BioEffect.
Magasínið

Samið við risann í bransanum

Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Nánar »

Margrét Gústavsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson
Ísland vaknar

Breiðholtsgrínið dugði ekki til sigurs

Íslandsmótið í fimmaurabröndurum sneri aftur í morgunþættinum Ísland vaknar eftir sumarfrí. Margrét Gústavsdóttir er ríkjandi meistari og hefur farið um allan bæ með bikarinn. Reyndar var hún svo sigurviss að hún hafði ekki einu sinni fyrir því að mæta með gripinn. Nánar »

Baltasar Kormákur leikstjóri hér á toppi Kirkjufells í tengslum við upptökur á ferðaþættinum Úti, sem er í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall.
Magasínið

Kirkjufellið varasamt

Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormáki upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnanlegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Nánar »

Pálmar Ragnarsson hvetur fólk til jákvæðra samskipta.
Viðtöl

Jákvæð samskipti eru smitandi

Pálmar segir fyrirlestrana að mestu snúast um að beita jákvæðum samskiptum og hvetur fólk til þess að hafa eins góð áhrif á fólkið í kringum sig og það getur. Nánar »