menu button

Gómaði íslenskan mann á Snapchat

Jóhannes segir að fyrst hafi þetta byrjað sem samfélagsleg tilraun ...
Jóhannes segir að fyrst hafi þetta byrjað sem samfélagsleg tilraun en nú sé hann tilbúinn að beita sér af fullum þunga í málum sem tengjast barnaníð.

Dómstóll götunnar er eflaust harðasti dómstóllinn og sitt sýnist hverjum um það að snapparar eða aðrir borgarar komi upp um fólk án dóms og laga. Jafnvel án ítarlegrar rannsóknar líkt og tíðkast hjá rannsóknarblaðamönnum, sem hafa jafnvel varið mánuðum og árum í rannsókn á málum áður en uppljóstrunin er gerð opinber. Nú gerast hlutirnir í beinni útsendingu, eða á Snapchatinu líkt og í tilfelli Jóhannesar Eggertssonar, sem er betur þekktur sem „Jóa lífið“ á Snapchat og Facebook. Hann kom upp um 53 ára mann á dögunum og nú þegar hafa 2.600 manns deilt upptökunni og áhorfið er komið í 161.000 skipti. Hann ræddi málið í síðdegisþættinum hjá Hvata og Huldu á K100 á dögunum.

Þóttist vera 14 ára stúlka

Jóhannes, eða Jói, var búinn að vera í sambandi við hann í nokkra daga og ljóst að maðurinn vildi fá að bjóða henni að hitta sig. Stefnumótastaðurinn var bílastæðið við KSÍ í Laugardalnum. Þegar „Jóa lífið“ svo mætti á staðinn með upptöku í gangi neitaði maðurinn í fyrstu. En þegar Jói sagðist vera með sönnun á spjallinu játaði maðurinn að lokum og bað hann afsökunar og reyndi hvað hann gat til að útskýra mál sitt. Hann hafi bara ætlað að bjóða stúlkunni upp á ís.

Misjöfn viðbrögð

Allt í allt er myndbandið um tíu mínútur í heild og sitt sýnist hverjum í ummælunum á Facebook. Langflestir eru ánægðir með framtakið, en inn á milli er fólk sem er mótfallið svona atlögu almennra borgara að grunuðum einstaklingi. Þetta eigi að vera í höndum lögreglunnar alfarið segja sumir en einn telur beina útsendingu ekki réttlætanlega, þetta eigi að rata sínar leiðir innan dómskerfisins áður en gert opinbert.

Erlend fyrirmynd

„Upphaflega byrjaði þetta sem svona samfélagstilraun og smá hobbí. Ég sá myndbönd með mönnum eins og Chris Hansen sem var að gera þetta erlendis. Umræddur Chris er fréttamaður sem á sínum tíma stýrði þáttunum Dateline NBC og dagskrárliðnum „To Catch a Predator“. Þar vann Chris sem tálbeita og fór á staðinn í fylgd lögreglu sem í framhaldinu handsamaði þann seka.

Jói hefur einu sinni áður birt andlit manns, en fram að því hafði hann einungis birt skjáskot af spjallinu. Hann ætli sér að halda áfram, en viðurkennir að hann verði hræddur í aðstæðum sem þessum. Í framhaldi af þessari birtingu segir hann starfsmann Mjölnis einmitt hafa sett sig í samband og boðið honum að læra sjálfsvörn hjá þeim til öryggis.

Persónuleg reynsla

En hvað fær Jóa til að elta uppi aðstæður sem þessar. Hann viðurkennir að þetta sé persónulegt að hluta, hann hafi sjálfur lent í svona manni. Hann útskýrir að hann hafi verið í rugli á sínum unglingsárum og þá hafi maður á vegum Barnaverndarstofu misnotað sig. Maður þessi hafi lofað bót og betrun og þóttist vilja aðstoða, en misnotaði svo traustið gegn honum. Hann var þá 16 ára gamall.

Brotaviljinn augljós

Hann segir manninn sem beið hafa verið mjög ákveðinn í að hitta þessa stúlku. „Hann beið og beið eftir þessari tilbúnu stúlku og var ekkert að bakka með þetta. Ég gaf honum alveg góðan tíma til þess að hætta við, en hann bara beið og beið og var að reka á eftir,“ segir Jói sem var í beinum samskiptum við hann á snapchatspjallinu um leið og hann fylgdist með manninum í bílnum.

„Það er hellingur af fólki þarna úti sem veit ekki hvernig þetta er og þetta er rosaleg forvörn,“ útskýrir Jói sem vill að fólk skilji að hætturnar eru oft mjög faldar. „Þessi maður hefði alveg eins getað verið að sækja barnabarnið sitt.“

Vill breyta lögunum

Jói sér þó ekki eftir neinu og segist tilbúinn að vinna í því að lögum um tálbeitur verði breytt. Hann segir þetta vera sér hjartans mál og hann sé tilbúinn að ganga alla leið enda telji hann að þessi leið geti fælt hugsanlega gerendur frá slíku athæfi. Og það sé það sem hann vilji með sinni vinnu. Hann telur sig hafa lagalegan rétt til að klára málið þar sem maðurinn viðurkennir brot sitt, en hann segist átta sig á að það þurfi að vanda til verka og sumt sé á gráu svæði. Í þessu tilfelli hafi lögreglan kallað manninn til yfirheyrslu, einnig hafi hann gefið lögreglu skýrslu um framkvæmd málsins og afhent sönnunargögn í málinu.

Hér situr Jói í eigin bíl rétt áður en hann ...
Hér situr Jói í eigin bíl rétt áður en hann kom upp um manninn sem vildi gefa 14 ára stúlku ís, að hann sagði.
mbl.is
Ísland vaknar

Ljúga að börnum sínum?

Á Facebook-síðu K100 er umræða um það sem foreldrar ljúga að börnum sínum. Margar áhugaverðar sögur koma fram þar sem fólk viðurkennir lygar til barnanna sinna. Dæmi um slíkar sögur eru „Ef þú borðar kertavax þá hættirðu að stækka og verður dvergur!“ og „Ég segi stundum börnunum mínum að það sé ekki hægt að skipta um batterí í leikföngum sem eru með óþolandi hljóð.“ Nánar »

Glaðbeittur hópur úr matarboði hjá Sigrúnu.
Ísland vaknar

Matarboð fyrir einhleypa

Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Nánar »

Þorsteinn Guðmundsson leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar voru gestir í Föstudagskaffinu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Nánar »

Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna og er það engin tilviljun því lagið er 100 slög á mínútu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Fyrstu hjálpar (s)lögin  

Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálparmann ársins og er tilgangurinn að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar. Í síðdegisþættinum voru ræddar hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu, en þau henta vel til að muna heppilegan hraða í hjartahnoði, ef beita þarf skyndihjálp. Nánar »

Garðar hér við þorrahlaðborðið sem boðið var upp á í lávarðadeild breska þingsins þar sem hann starfar sem matreiðslumaður.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Pylsu- og þorrapartý í Westminster

Um 130 Íslendingar blótuðu þorrann um síðustu helgi í lávarðadeild breska þingsins í Westminster. Kvöldinu lauk svo með góðu pylsupartýi. Garðar Agnars Hall matreiðslumeistari fór yfir það hvernig honum tókst að koma hákarli og illa lyktandi þorramat inn í veislusalinn í Westminster. Nánar »

Jóns Þrastar Jónssonar er enn saknað.
Fréttir

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Nánar »

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fer fram um helgina þegar þessir flytjendur stíga á svið.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Nánar »

Kristín Sif hermir eftir Jax þegar hann dansar.
Fréttir

Dansa eins og á síðustu öld

Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsútsendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undanfarið hæðst að danshæfileikum Jax og Ásgeirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Nánar »

Eva María var gestur Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Viltu fá kúlurass? Hér er ný aðferð

„Brazilian Butt Lift“ er ný aðferð við að byggja upp kúlurass. Aðferðin er margs konar og útheimtir fjögurra vikna meðferð á snyrtistofu. Nánar »

Fréttir

Laufey Steindórsdóttir kennir fólki að slaka á

Laufey Steindórsdóttir kennir fólki að slaka á. Hún heimsótti Ísland vaknar á K100 sl. mánudag. Laufey heldur námskeið fyrir konur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins, þar sem álag er mikið og notar til þess ýmis ráð eins og t.d. forláta meðferðarhörpu sem hljómar eins og englasöngur af himnum. Nánar »