menu button

Gómaði íslenskan mann á Snapchat

Jóhannes segir að fyrst hafi þetta byrjað sem samfélagsleg tilraun ...
Jóhannes segir að fyrst hafi þetta byrjað sem samfélagsleg tilraun en nú sé hann tilbúinn að beita sér af fullum þunga í málum sem tengjast barnaníð.

Dómstóll götunnar er eflaust harðasti dómstóllinn og sitt sýnist hverjum um það að snapparar eða aðrir borgarar komi upp um fólk án dóms og laga. Jafnvel án ítarlegrar rannsóknar líkt og tíðkast hjá rannsóknarblaðamönnum, sem hafa jafnvel varið mánuðum og árum í rannsókn á málum áður en uppljóstrunin er gerð opinber. Nú gerast hlutirnir í beinni útsendingu, eða á Snapchatinu líkt og í tilfelli Jóhannesar Eggertssonar, sem er betur þekktur sem „Jóa lífið“ á Snapchat og Facebook. Hann kom upp um 53 ára mann á dögunum og nú þegar hafa 2.600 manns deilt upptökunni og áhorfið er komið í 161.000 skipti. Hann ræddi málið í síðdegisþættinum hjá Hvata og Huldu á K100 á dögunum.

Þóttist vera 14 ára stúlka

Jóhannes, eða Jói, var búinn að vera í sambandi við hann í nokkra daga og ljóst að maðurinn vildi fá að bjóða henni að hitta sig. Stefnumótastaðurinn var bílastæðið við KSÍ í Laugardalnum. Þegar „Jóa lífið“ svo mætti á staðinn með upptöku í gangi neitaði maðurinn í fyrstu. En þegar Jói sagðist vera með sönnun á spjallinu játaði maðurinn að lokum og bað hann afsökunar og reyndi hvað hann gat til að útskýra mál sitt. Hann hafi bara ætlað að bjóða stúlkunni upp á ís.

Misjöfn viðbrögð

Allt í allt er myndbandið um tíu mínútur í heild og sitt sýnist hverjum í ummælunum á Facebook. Langflestir eru ánægðir með framtakið, en inn á milli er fólk sem er mótfallið svona atlögu almennra borgara að grunuðum einstaklingi. Þetta eigi að vera í höndum lögreglunnar alfarið segja sumir en einn telur beina útsendingu ekki réttlætanlega, þetta eigi að rata sínar leiðir innan dómskerfisins áður en gert opinbert.

Erlend fyrirmynd

„Upphaflega byrjaði þetta sem svona samfélagstilraun og smá hobbí. Ég sá myndbönd með mönnum eins og Chris Hansen sem var að gera þetta erlendis. Umræddur Chris er fréttamaður sem á sínum tíma stýrði þáttunum Dateline NBC og dagskrárliðnum „To Catch a Predator“. Þar vann Chris sem tálbeita og fór á staðinn í fylgd lögreglu sem í framhaldinu handsamaði þann seka.

Jói hefur einu sinni áður birt andlit manns, en fram að því hafði hann einungis birt skjáskot af spjallinu. Hann ætli sér að halda áfram, en viðurkennir að hann verði hræddur í aðstæðum sem þessum. Í framhaldi af þessari birtingu segir hann starfsmann Mjölnis einmitt hafa sett sig í samband og boðið honum að læra sjálfsvörn hjá þeim til öryggis.

Persónuleg reynsla

En hvað fær Jóa til að elta uppi aðstæður sem þessar. Hann viðurkennir að þetta sé persónulegt að hluta, hann hafi sjálfur lent í svona manni. Hann útskýrir að hann hafi verið í rugli á sínum unglingsárum og þá hafi maður á vegum Barnaverndarstofu misnotað sig. Maður þessi hafi lofað bót og betrun og þóttist vilja aðstoða, en misnotaði svo traustið gegn honum. Hann var þá 16 ára gamall.

Brotaviljinn augljós

Hann segir manninn sem beið hafa verið mjög ákveðinn í að hitta þessa stúlku. „Hann beið og beið eftir þessari tilbúnu stúlku og var ekkert að bakka með þetta. Ég gaf honum alveg góðan tíma til þess að hætta við, en hann bara beið og beið og var að reka á eftir,“ segir Jói sem var í beinum samskiptum við hann á snapchatspjallinu um leið og hann fylgdist með manninum í bílnum.

„Það er hellingur af fólki þarna úti sem veit ekki hvernig þetta er og þetta er rosaleg forvörn,“ útskýrir Jói sem vill að fólk skilji að hætturnar eru oft mjög faldar. „Þessi maður hefði alveg eins getað verið að sækja barnabarnið sitt.“

Vill breyta lögunum

Jói sér þó ekki eftir neinu og segist tilbúinn að vinna í því að lögum um tálbeitur verði breytt. Hann segir þetta vera sér hjartans mál og hann sé tilbúinn að ganga alla leið enda telji hann að þessi leið geti fælt hugsanlega gerendur frá slíku athæfi. Og það sé það sem hann vilji með sinni vinnu. Hann telur sig hafa lagalegan rétt til að klára málið þar sem maðurinn viðurkennir brot sitt, en hann segist átta sig á að það þurfi að vanda til verka og sumt sé á gráu svæði. Í þessu tilfelli hafi lögreglan kallað manninn til yfirheyrslu, einnig hafi hann gefið lögreglu skýrslu um framkvæmd málsins og afhent sönnunargögn í málinu.

Hér situr Jói í eigin bíl rétt áður en hann ...
Hér situr Jói í eigin bíl rétt áður en hann kom upp um manninn sem vildi gefa 14 ára stúlku ís, að hann sagði.
mbl.is
Gunnar Sigurðarson hefur ráðið sig til Samtaka iðnaðarins. Hér er hann sem knattspyrnurýnirinn Gunnar á Völlum.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Nánar »

Þórunn Antónía var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Missti kærastann og plötusamninginn í sömu vikunni

Þórunn Antónía var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins og sagði sögur af mögnuðum ævintýrum sínum í gegnum tíðina. Hún sagði meðal annars frá því þegar hún skrifaði undir stóran plötusamning í Bretlandi rétt rúmlega tvítug. Nánar »

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir félagsfræðingur hjá Þitt virði
Ísland vaknar

Skjánotkun barna er að verða vandamál

Skjánotkun barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf með síma eða tölvur við hendina. Fólk horfir frekar á heiminn í gegnum skjái heldur en að eiga bein samskipti þar sem það horfist í augu og nú er svo komið að mörg börn geta ekki sest að matarborðinu án þess að hafa síma eða tölvu við hendina. Nánar »

Það er nóg að gera hjá rithöfundunum Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Lilju Sigurðardóttur enda eru þær á fullu að kynna nýútkomnar bækur sínar.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Nánar »

Hér er hópurinn Ísbirnir samankominn í grunnbúðum Evererst í 5.364 metra hæð en þá eru eftir tæpir 3.500 metrar á topp fjallsins.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Nýkomin frá Nepal

„Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Nánar »

Ásgeir Orri sagði frá ævintýrum sínum í Lögum lífsins.
Siggi Gunnars

Skrifuðu undir skelfilegan samning

Ásgeir Orri var gestur Sigga Gunnars í Lögum lífsins og sagði m.a. frá því þegar hann og félagar hans í StopWaitGo skrifuðu undir samning í Los Angeles sem átti eftir að hafa afleiðingar. Nánar »

Mánudags-Margeir liggur ekki á skoðunum sínum
Ísland vaknar

Mánudags-Margeir gagnrýnir samfélagið

„Nú fyrir helgi var gefin út viðvörun til íslenskra foreldra í jólabókaflóðinu að þar leyndist stórhættulegur áróðurspési. Hann er skrifaður af konu sem áður var sveitaballadrottning. Í bókinni „Lára fer til læknis” er reynt að telja börnum undir grunnskólaaldri trú um að karlar séu læknar og konur séu hjúkrunarfræðingar.“ Nánar »

Falleg fjölskylda. Birgir Örn Birgisson og Svanhildur Karen Júlíusdóttir hér með Söndru Lind.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Nánar »

Tómasz Þór Veruson ákvað að hann skyldi ganga 1.000 km á árinu. Þegar hann var farin að sjá það sem raunhæft markmið lét hann prenta bolinn sem hann klæðist hér.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Nánar »

Lífið er ekki bara dans á rósum þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar og virðist sem auðveldara sé að skrá aðgang, eða stofna nýjan reikning, en að fá hann afskráðan eða lokaðan vegna misnotkunar annarra sem þykjast vera aðrar manneskjur en þær eru.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Falsreikningur á Tinder og víðar

Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið fyrir því ítrekað frá í haust að búið er að búa til falsreikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Nánar »