menu button

Gómaði íslenskan mann á Snapchat

Jóhannes segir að fyrst hafi þetta byrjað sem samfélagsleg tilraun ...
Jóhannes segir að fyrst hafi þetta byrjað sem samfélagsleg tilraun en nú sé hann tilbúinn að beita sér af fullum þunga í málum sem tengjast barnaníð.

Dómstóll götunnar er eflaust harðasti dómstóllinn og sitt sýnist hverjum um það að snapparar eða aðrir borgarar komi upp um fólk án dóms og laga. Jafnvel án ítarlegrar rannsóknar líkt og tíðkast hjá rannsóknarblaðamönnum, sem hafa jafnvel varið mánuðum og árum í rannsókn á málum áður en uppljóstrunin er gerð opinber. Nú gerast hlutirnir í beinni útsendingu, eða á Snapchatinu líkt og í tilfelli Jóhannesar Eggertssonar, sem er betur þekktur sem „Jóa lífið“ á Snapchat og Facebook. Hann kom upp um 53 ára mann á dögunum og nú þegar hafa 2.600 manns deilt upptökunni og áhorfið er komið í 161.000 skipti. Hann ræddi málið í síðdegisþættinum hjá Hvata og Huldu á K100 á dögunum.

Þóttist vera 14 ára stúlka

Jóhannes, eða Jói, var búinn að vera í sambandi við hann í nokkra daga og ljóst að maðurinn vildi fá að bjóða henni að hitta sig. Stefnumótastaðurinn var bílastæðið við KSÍ í Laugardalnum. Þegar „Jóa lífið“ svo mætti á staðinn með upptöku í gangi neitaði maðurinn í fyrstu. En þegar Jói sagðist vera með sönnun á spjallinu játaði maðurinn að lokum og bað hann afsökunar og reyndi hvað hann gat til að útskýra mál sitt. Hann hafi bara ætlað að bjóða stúlkunni upp á ís.

Misjöfn viðbrögð

Allt í allt er myndbandið um tíu mínútur í heild og sitt sýnist hverjum í ummælunum á Facebook. Langflestir eru ánægðir með framtakið, en inn á milli er fólk sem er mótfallið svona atlögu almennra borgara að grunuðum einstaklingi. Þetta eigi að vera í höndum lögreglunnar alfarið segja sumir en einn telur beina útsendingu ekki réttlætanlega, þetta eigi að rata sínar leiðir innan dómskerfisins áður en gert opinbert.

Erlend fyrirmynd

„Upphaflega byrjaði þetta sem svona samfélagstilraun og smá hobbí. Ég sá myndbönd með mönnum eins og Chris Hansen sem var að gera þetta erlendis. Umræddur Chris er fréttamaður sem á sínum tíma stýrði þáttunum Dateline NBC og dagskrárliðnum „To Catch a Predator“. Þar vann Chris sem tálbeita og fór á staðinn í fylgd lögreglu sem í framhaldinu handsamaði þann seka.

Jói hefur einu sinni áður birt andlit manns, en fram að því hafði hann einungis birt skjáskot af spjallinu. Hann ætli sér að halda áfram, en viðurkennir að hann verði hræddur í aðstæðum sem þessum. Í framhaldi af þessari birtingu segir hann starfsmann Mjölnis einmitt hafa sett sig í samband og boðið honum að læra sjálfsvörn hjá þeim til öryggis.

Persónuleg reynsla

En hvað fær Jóa til að elta uppi aðstæður sem þessar. Hann viðurkennir að þetta sé persónulegt að hluta, hann hafi sjálfur lent í svona manni. Hann útskýrir að hann hafi verið í rugli á sínum unglingsárum og þá hafi maður á vegum Barnaverndarstofu misnotað sig. Maður þessi hafi lofað bót og betrun og þóttist vilja aðstoða, en misnotaði svo traustið gegn honum. Hann var þá 16 ára gamall.

Brotaviljinn augljós

Hann segir manninn sem beið hafa verið mjög ákveðinn í að hitta þessa stúlku. „Hann beið og beið eftir þessari tilbúnu stúlku og var ekkert að bakka með þetta. Ég gaf honum alveg góðan tíma til þess að hætta við, en hann bara beið og beið og var að reka á eftir,“ segir Jói sem var í beinum samskiptum við hann á snapchatspjallinu um leið og hann fylgdist með manninum í bílnum.

„Það er hellingur af fólki þarna úti sem veit ekki hvernig þetta er og þetta er rosaleg forvörn,“ útskýrir Jói sem vill að fólk skilji að hætturnar eru oft mjög faldar. „Þessi maður hefði alveg eins getað verið að sækja barnabarnið sitt.“

Vill breyta lögunum

Jói sér þó ekki eftir neinu og segist tilbúinn að vinna í því að lögum um tálbeitur verði breytt. Hann segir þetta vera sér hjartans mál og hann sé tilbúinn að ganga alla leið enda telji hann að þessi leið geti fælt hugsanlega gerendur frá slíku athæfi. Og það sé það sem hann vilji með sinni vinnu. Hann telur sig hafa lagalegan rétt til að klára málið þar sem maðurinn viðurkennir brot sitt, en hann segist átta sig á að það þurfi að vanda til verka og sumt sé á gráu svæði. Í þessu tilfelli hafi lögreglan kallað manninn til yfirheyrslu, einnig hafi hann gefið lögreglu skýrslu um framkvæmd málsins og afhent sönnunargögn í málinu.

Hér situr Jói í eigin bíl rétt áður en hann ...
Hér situr Jói í eigin bíl rétt áður en hann kom upp um manninn sem vildi gefa 14 ára stúlku ís, að hann sagði.
mbl.is
Eyþór hvetur ósátta borgarbúa til að mótmæla áformum borgarinnar í skipulagsmálum.
Ísland vaknar

Hvetur til mótmæla

Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Nánar »

Góður svefn er lífsnauðsynlegur
Ísland vaknar

Hvernig sofum við betur?

Það verður ekki undirstrikað nóg hversu mikilvægur góður svefn er fyrir heilsuna. Um þetta eru allir helstu sérfræðingar sammála og sumir ganga svo langt að segja að stóran hluta heilsufarsvandamála megi rekja til lélegs svefns. Nánar »

Ísland vaknar

Við erum að ganga af göflunum

Um verslunarmannahelgina ætla slökkviliðsmenn af öllu landinu að ganga af göflunum. Þetta er í þriðja sinn sem þeir gera það. Ganga af göflunum er átaksverkefni slökkviliðsmanna, en þá taka þeir upp á ýmsu og óvanalegu. Nánar »

Ísland vaknar

Bréfdúfuþjálfun er stunduð hér á landi

Bréfdúfur eru merkilegt fyrirbæri og hér á landi er þónokkur hópur fólks sem heldur dúfurnar og þjálfar þær upp. Ragnar Sigurjónsson er blaðafulltrúi bréfdúfufélagsins og upplýsti hann hlustendur morgunþáttarins Ísland vaknar um hvernig bréfdúfuþjálfun fer fram. Nánar »

Steinunn Ósk er orðinn sérfræðingur í vörnum gegn lúsmýi.
Siggi Gunnars

Ekkert bit eftir þrjár útilegur

Hárgreiðslukonan Steinunn Ósk hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að verða einn helsti sérfræðingur landsins í vörnum gegn lúsmýi. Nánar »

Landnámshænur eru vinsælar í útleigu.
Ísland vaknar

Viltu leigja hænu?

Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Nánar »

Fréttir

Hvað gerist eftir fullnægingu?

Kristín Sif varpaði enn einni sprengjunni í lok vinnuvikunnar þegar hún spurði strákana hvað gerðist hjá þeim eftir fullnægingu. Það var nokkuð ljóst að spurningin kom á óvart og varð til mikilla vandræða fyrir drengina. Hún á það til að verða býsna nærgöngul í málefnum sem Jax og Ásgeiri þykir ekki eðlilegt að ræða á kaffistofum, hvað þá heldur í útvarpsþætti. Nánar »

Ísland vaknar

Ekki þvo fötin þín of oft

Margir þvo fötin sín eftir eins dags notkun. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans segir það í flestum tilfellum óþarfa. Að hennar sögn slitna fötin mun hraðar en þörf er á ef þau eru þvegin daglega og styttir þetta endingatíma flíkanna til muna að hennar sögn. Nánar »

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Ísland vaknar

Nægt rafmagn fyrir rafbílaflotann?

Skv. skýrslu Landsnets verður ekki nóg framboð af rafmagni á Íslandi til að knýja rafbílaflotann. Ísland vaknar lét sig málið varða í vikunni og fékk Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju til að ræða þennan mögulega vanda. Nánar »

Ilmur Eir Sæmundsdóttir stofnandi maur.is.
Ísland vaknar

Viltu ná þér í iðnaðarmann?

Nýja vefsíðan maur.is býður iðnaðarmönnum, verktökum og öðrum sem taka að sér þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki upp á að skrá sig í gagnagrunni síðunnar. Notendur síðunnar geta svo leitað á vefsíðunni að þeirri þjónustu sem þeim hentar og gefið þeim ummæli eftir frammistöðu. Ilmur Eir Sæmundsdóttir fékk þessa hugmynd þar sem oft væri erfitt að finna iðnaðarmenn og fleiri sem tækju að sér verkefni. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Ásgeir kom með einn góðan í morgunsárið (15.7.2019) — 00:00:59
1507 Klæddi sig í múffu (15.7.2019) — 00:01:22
Hver er kynþollafyllsti aldurinn (15.7.2019) — 00:02:42
Landnámshænur til leigu (15.7.2019) — 00:08:06