menu button

„Röddin“ fékk einkaskilaboð yfir þjóðsöngnum

Páll Sævar Guðjónsson, jafnan kallaður „röddin“ hefur verið vallarþulur á ...
Páll Sævar Guðjónsson, jafnan kallaður „röddin“ hefur verið vallarþulur á íslenskum landsleikjum í knattspyrnu frá árinu 2000. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur verið í eldlínunni undanfarna daga og nú er ljóst að við töpuðum fyrir Þjóðverjum í undankeppni á HM 2019 á Laugardalsvellinum um helgina. Það sem þó vakti hvað mesta kátínu á vellinum um helgina voru einkaskilaboð sem bárust vallarþulnum um leið og þjóðsöngurinn var leikinn, en þar var um hljóð frá Messenger að ræða. 

Ný uppfærsla í spjallkerfi Facebook

„Þetta kennir manni það að maður hefur þetta lokað á morgun,“ segir Páll Sævar með glettnislegum tón og á þar við leik liðsins á Laugardalsvellinum þegar landsliðið leikur gegn Tékklandi í síðasta leik sínum í undankeppni HM. Páll Sæv­ar hefur verið vall­arþulur á knattspyrnu­lands­leikjum á Laug­ar­dals­velli í tæp tuttugu ár, eða frá árinu 2000 og hefur hann fengið viðurnefnið „röddin“ á þeim tíma.
Hann segist ekki hafa áttað sig á hvernig hljóðið lak úr tölvu hans fyrr en eftir á. Hér hafi þó ekki verið um Windows-hljóð að ræða líkt og flestir töldu og gáfu sér á samfélagsmiðlunum er þetta kom upp, heldur ný uppfærsla í spjallkerfi Facebook.

Skildi ekki af hverju allir hlógu

Í síðdegisþætti K100 útskýrir hann þetta sem svo að hann hafi verið að fá falleg skilaboð frá syni og maka og hafi ekki skilið af hverju þessi kliður heyrðist frá áhorfendastúkunni þegar þjóðsöngurinn hljómaði, en áhorfendaskarinn hló þegar tölvuhljóðin heyrðust í hátalarakerfinu. Einnig má gera ráð fyrir að þýskum sjónvarpsáhorfendum hafi verið skemmt þar sem þýska sjónvarpið sýndi einnig beint frá leiknum.

Viðtalið við „röddina“ má nálgast hér að neðan. 

mbl.is
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Magni Ásgeirsson voru voru gestir síðdegisþáttarins á K100 í föstudagsspjallinu þar sem sláturtíð, kartöfluuppskera, borgarlína og vegir úti á landi bar á góma.
Magasínið

Magni og Þórdís Lóa í föstudagsspjallinu

Magni Ásgeirsson, rokkstjarnan sem er kominn í bæinn til að troða upp á Hard Rock um helgina og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs fóru yfir áhugaverðar fréttir. Nánar »

Ísleifur hjá Sena Live, sem flytur Ed Sheeran til landsins, segir það hafa verið kostulegt að sjá Ed Sheeran í íslensku landsliðstreyjunni í miðjum samningaviðræðum.
Magasínið

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Nánar »

Sigga Dögg kynfræðingur.
Ísland vaknar

Leitin að limnum

„Typpi óskast! Ég leita að typpi sem er til í að vera með í gerð fræðslumyndbands um smokkanotkun. Ekki mun sjást í andlit viðkomandi, einungis svæði líkamans frá cirka nafla að lærum og svo hendurnar.“ Nánar »

Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið samtals átta maraþonhlaup, nú síðast kláraði hann Berlínarmaraþonið.
Magasínið

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Nánar »

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi undirbýr nú 24. haustráðstefnu fyrirtækisins. Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri og munu 42 fyrirlesara fjalla um tækni og þær samfélagslegu áskoranir sem menn standa frammi fyrir.
Magasínið

Mengun breytt í blek

Ægir Már Þórisson forstjóri Advania undirbýr nú af krafti einn stærsta upplýsingatækni viðburð ársins. Haustráðstefna Advania verður haldin n.k. föstudag en þetta er í 24. sinn sem ráðstefnan er haldin og að þessu sinni koma fram 42 fyrirlesarar sem nálgast tækni úr ólíkum áttum. Nánar »

Steindi Jr. var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Hækkaði líftrygginguna

Steindi jr. hækkaði líftrygginguna áður en hann fór út að taka upp Suður-Ameríska drauminn og segist hafa verið hræddur allan tímann. Hann var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar. Nánar »

Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BioEffect.
Magasínið

Samið við risann í bransanum

Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Nánar »

Margrét Gústavsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson
Ísland vaknar

Breiðholtsgrínið dugði ekki til sigurs

Íslandsmótið í fimmaurabröndurum sneri aftur í morgunþættinum Ísland vaknar eftir sumarfrí. Margrét Gústavsdóttir er ríkjandi meistari og hefur farið um allan bæ með bikarinn. Reyndar var hún svo sigurviss að hún hafði ekki einu sinni fyrir því að mæta með gripinn. Nánar »

Baltasar Kormákur leikstjóri hér á toppi Kirkjufells í tengslum við upptökur á ferðaþættinum Úti, sem er í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall.
Magasínið

Kirkjufellið varasamt

Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormáki upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnanlegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Nánar »

Pálmar Ragnarsson hvetur fólk til jákvæðra samskipta.
Viðtöl

Jákvæð samskipti eru smitandi

Pálmar segir fyrirlestrana að mestu snúast um að beita jákvæðum samskiptum og hvetur fólk til þess að hafa eins góð áhrif á fólkið í kringum sig og það getur. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist