menu button

Samdi lagið í fangaklefanum

Hljómsveitin Albatross, þeir Sverrir Bergman og Halldór Gunnar Pálsson, hér ...
Hljómsveitin Albatross, þeir Sverrir Bergman og Halldór Gunnar Pálsson, hér með Herbert Guðmundssyni, höfundi lagsins Can´t Walk Away, sem þeir félagar hafa nú endurgert. Mynd/K100

Hljómsveitin Albatross, sem þeir Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergman skipa, kíktu í Magasínið til að ræða nýja útgáfu af laginu Can´t Walk Away sem Herbert Guðmundsson samdi og söng upphaflega. Herbert, eða Hebbi eins og hann er oftast kallaður, mætti einnig til að fara yfir lagið og nýja nálgun. Og já, mögulega ný verkefni og „tribute“ tónleika sem gætu orðið að veruleika miðað við hvernig viðtalið þróaðist. 

Hvarf aftur í tímann

Herbert segist vera svakalega hrifinn af nýju útgáfunni enda sé innlifun Sverris í söngnum slík að hann hafi upplifað sem hann væri kominn í fangaklefann á Skólavörðustíg 9 á nýjan leik, en þar samdi hann lagið. Hann starfaði á þeim tíma sem kokkur á millilandaskipi og hafði tekið pakka til landsins sem hann var tekinn með. Hann sat inni í einn mánuð og á þeim tíma samdi hann lagið Can´t Walk Away.  „Ég vissi að Sverrir væri góður söngvari, en mikið rosalega er hann góður söngvari!“ segir Herbert, sem þykir mikill heiður að söngvari með hæfileika á borð við Sverri vilji taka lögin sín og gefa þeim nýtt líf.  

Sverrir vildi svara kallinu

En hvernig kom þetta til? Það má segja að Sverrir hafi svarað kallinu sem kom er hann skrapp í verslunarkjarna á höfuðborgarsvæðinu. „Ástæðan fyrir því að við tókum þetta lag var að ég skellti mér í Kringluna og hitti þar meistarann sjálfan, Herbert Guðmundsson, fyrir tilviljun. Svo fór ég á Kaffitár í Smáralind daginn eftir og þar hitti ég Herbert aftur! Það bara var eitthvað þarna,“ segir Sverrir sem lýsir Herbert sem mjög gefandi einstaklingi og því hafi hann fundið löngun til að gera eitthvað efni tengt honum.

„Tribute“-plata mögulega í bígerð

Herbert segist vera að fá mikil viðbrögð og vinir hans séu að stinga upp á því að taka upp „tribute“-plötu þar sem hann fær aðra söngvara til að syngja lögin sín. „Þegar við tókum þetta lag þá vorum við svo sem ekkert farnir að bóka Háskólabíó fyrir tribute-tónleika,“ segir Halldór Gunnar á léttum nótum þegar hann er spurður hvort þeir Albatross-bræður hafi íhugað fleiri Hebbalög. „En ég er nú svolítið svag fyrir Hollywood.“ 

Lagið og viðtalið í heild má hlusta á hér að neðan.mbl.is
Hreimur Örn Heimisson verður gestasöngvari á tónleikum Kristínar Stefánsdóttur, en hún endurtekur leikinn á ný og býður upp á Burt Bacarach tónleika nú í annað sinn.
Magasínið

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Nánar »

Göngugarpur. Sirrý gengur nú í annað sinn um Himalaya-fjallgarðinn. Hún segir þetta engu líkt.
Magasínið

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Nánar »

Dominique Gyða Sigrúnardóttir og starfsmenn Sjóvá fara með hlutverk í myndbandi sem framleitt var í tengslum við Jafnvægisvogina.
Fréttir

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Nánar »

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Hér með kók drykk, en það var það eina sem róaði ógleðina í sjónum.
Magasínið

„Shut up and swim!“

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Nánar »

Björgvin Franz Gíslason.
Siggi Gunnars

„Lærðum að eiga ekki pening“

„Í Bandaríkjunum lærðum við að eiga ekki pening og höfum aldrei verið hamingjusamari,“ segir Björgvin Franz í samtali við Sigga Gunnars í Lögum lífsins á K100. Nánar »

Söngvarinn  Stefán Jakobsson hér sem blóðugi presturinn í Halloween Horror Show.
Magasínið

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Nánar »

Falleg ljósmynd af óléttri konu úti í mosa. Myndin er tekin á setti við tökur á þáttunum Líf kviknar.
Magasínið

Líf kviknar í kvöld

Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur, leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Nánar »

Mjölormar á hafragraut í Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Kom með orma í morgunmat á K100

Það var öðruvísi morgunverður á borðum í Ísland vaknar í morgunsárið þegar Kristín Sif einn þáttarstjórnenda mætti með mjölorma í nestisboxinu. Nánar »

Margeir Ingólfsson stjórnarformaður Hugsmiðjunnar segir styttingu vinnuvikunnar hafa skilað sér margfalt og það sé góð reynsla af þeirri breytingu.
Magasínið

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Nánar »

Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður og Sævar Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður í viðtali á K100.
Ísland vaknar

Hrikalegur veruleiki fíkla

Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist