menu button

Ekki bara karl í kjól

Gógó Starr hér lengst til hægri í dragi sem fjallkonan. ...
Gógó Starr hér lengst til hægri í dragi sem fjallkonan. Myndin prýðir forsíðu tímarits Hinsegin daga í ár. Mynd/Hinsegin dagar

Sig­urður Heim­ir Guðjóns­son, eða dragdrottn­ing­in Gógó Starr, er einn þriggja einstaklinga sem prýða forsíðu tímarits Hinsegin daga. Hann var á fullu í undirbúningi fyrir gleðigönguna er Magasínið, síðdegisþáttur K100, náði tali af honum daginn eftir vel heppnaða dragsýningu hátíðarinnar kvöldið áður sem bar yfirskriftina „We like it like that.“ Auk Drag-Súgs komu þar fram Honey LaBronx og Heklina.

Fjölhæft fólk með einlæga nálgun á list

„Ég kem fram og geri alls kyns óskunda á sviði,“ segir Siggi Starr. Hann segir það allt frá því að gera líkamlegt grín eða „physical comedy“ yfir í það að taka hlutina úr samhengi, dansa, fara úr fötunum, „mæma“ lög og leika sér með sína kynímynd, kynvitund og alls konar hugmyndir og poppkúltúr sem er í gangi. Hann vill gjarnan að fólk átti sig á að það er miklu meira á bak við drag en bara stöðluð hugmynd um karl í kjól. Hver sýning bjóði í raun upp á fjölhæft fólk sem vill bjóða upp á einlæga nálgun á list sinni.   

„Núna þegar maður er farinn að gera þetta svona hátt í fimm sinnum í viku þá tekur þetta svona einn til tvo tíma,“ segir hann um undirbúninginn við að gera sig kláran fyrir sýningu. En að það sé breytt því í upphafi hafi þetta tekið fleiri klukkustundir. Nú sé þetta orðinn svo mikill vani. 

Drag-sena í blóma 

Hann fór yfir þróun mála í dragsýningum hérlendis en frá árinu 2015 hefur þessi sena vaxið til muna. Nú sé boðið upp á tvær sýningar í mánuði á Gauknum þar sem fram koma um 20 einstaklingar hverju sinni, uppselt sé á sýningarnar trekk í trekk.  

Viðtalið við Gógó Starr má hlusta á hér að neðan. Gógó Starr var krýnd dragdrottning Íslands árið 2015. Í dag ...
Gógó Starr var krýnd dragdrottning Íslands árið 2015. Í dag er hún hluti af fjöllistahópnum Drag-súgi sem býður upp á reglulegar sýningar. mbl.is/Eggert
mbl.is
Brosmilt þríeyki í morgunsárið.
Ísland vaknar

Peysan sem bætir heiminn

„Okkur langaði að hanna flík með skilaboðum á og höfðum þess vegna samband við UN Women,“ segir Helga Ólafsdóttir, fatahönnuður og eigandi barnafatamerkisins Iglo + Indi um Empwr Women-peysuna sem fer í sölu í dag. Nánar »

Hvati, Silja Mist og Þóra í Magasíninu.
Magasínið

Bleika súkkulaðið kynnt í 600 manna veislu

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að bleika Rúbínsúkkulaðið verði kynnt í 600 manna teiti í Hörpu í næstu viku. Örfáir hafa fengið að smakka nýja súkkulaðið. Nánar »

Manúela Ósk Harðardóttir hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ísland vaknar

Upplifði sig eina í æsku

„Þetta er frekar slæmt þar sem ég er engin hlaupamanneskja, ég ætla bara að taka minn tíma,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn skipuleggjenda Miss Universe Iceland-keppninnar, en hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu.
Magasínið

Ólafur Darri og Ilmur safna áheitum

Þau Darri Ólafs og Ilmur Kristjánsdóttir, andlit auglýsingaherferðar Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka sögðu sína sögu og hvaða góðgerðarmálefni þau ætla að styrkja í gegnum hlaupastyrk.is. Nánar »

Hljómsveitin Albatross, þeir Sverrir Bergman og Halldór Gunnar Pálsson, hér með Herbert Guðmundssyni, höfundi lagsins Can´t Walk Away, sem þeir félagar hafa nú endurgert.
Magasínið

Samdi lagið í fangaklefanum

Hljómsveitin Albatross, sem þeir Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergman skipa, kíktu í Magasínið til að ræða nýja útgáfu af laginu Can´t Walk Away sem Herbert Guðmundsson samdi og söng upphaflega. Nánar »

Hrönn Bjarnadóttir í Magasíninu.
Magasínið

Bakar brúðartertuna sjálf

Ofursnapparinn Hrönn Bjarnadóttir mætti í Magasínið og deildi góðum ráðum varðandi brúðkaup og skreytingar. Auk þess sagði Hrönn frá eigin brúðkaupstertu sem hún bakar sjálf. Nánar »

Logi, Þorsteinn og Rikka eldhress í morgunsárið.
Ísland vaknar

Bataskólinn bætir líf fólks

„Bataskóli Íslands er skóli sem er er ætlaður fólki með geðrænar áskoranir. Geðrænar áskoranir er allt sem lýtur að geðrænum veikindum eins og kvíði, ADHD, þunglyndi og svo líka þyngri sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum.“ Nánar »

Siggi Gunnars og Páll Óskar klárir í stúdíói K100 fyrir Pallaball í beinni.
Fréttir

Páll Óskar í beinni á Hinsegin100

Í dag skiptir útvarpsstöðin K100 um nafn og heitir Hinsegin100 í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Hápunktur dagsins verður kl. 15 þegar Páll Óskar mætir á svæðið og slær upp Pallaballi í beinni ásamt Sigga Gunnars. Nánar »

Vala Árnadóttir, framkvæmdastýra Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Ísland vaknar

Auðvelt að vera vegan á Íslandi

„Ég varð vegan árið 2016 og þá var það strax orðið auðveldara. Í dag er úrvalið miklu meira en þá og hægt að fá vegan í öllum verslunum og veitingastöðum.“ Nánar »

Ísland vaknar

Forseti Kína pappakassi vikunnar

Felix Bergsson fór yfir vikuna sem er að líða í Ísland vaknar þar sem hann valdi m.a. snilling, gleði og pappakassa vikunnar. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist