menu button

Ekki bara karl í kjól

Gógó Starr hér lengst til hægri í dragi sem fjallkonan. ...
Gógó Starr hér lengst til hægri í dragi sem fjallkonan. Myndin prýðir forsíðu tímarits Hinsegin daga í ár. Mynd/Hinsegin dagar

Sig­urður Heim­ir Guðjóns­son, eða dragdrottn­ing­in Gógó Starr, er einn þriggja einstaklinga sem prýða forsíðu tímarits Hinsegin daga. Hann var á fullu í undirbúningi fyrir gleðigönguna er Magasínið, síðdegisþáttur K100, náði tali af honum daginn eftir vel heppnaða dragsýningu hátíðarinnar kvöldið áður sem bar yfirskriftina „We like it like that.“ Auk Drag-Súgs komu þar fram Honey LaBronx og Heklina.

Fjölhæft fólk með einlæga nálgun á list

„Ég kem fram og geri alls kyns óskunda á sviði,“ segir Siggi Starr. Hann segir það allt frá því að gera líkamlegt grín eða „physical comedy“ yfir í það að taka hlutina úr samhengi, dansa, fara úr fötunum, „mæma“ lög og leika sér með sína kynímynd, kynvitund og alls konar hugmyndir og poppkúltúr sem er í gangi. Hann vill gjarnan að fólk átti sig á að það er miklu meira á bak við drag en bara stöðluð hugmynd um karl í kjól. Hver sýning bjóði í raun upp á fjölhæft fólk sem vill bjóða upp á einlæga nálgun á list sinni.   

„Núna þegar maður er farinn að gera þetta svona hátt í fimm sinnum í viku þá tekur þetta svona einn til tvo tíma,“ segir hann um undirbúninginn við að gera sig kláran fyrir sýningu. En að það sé breytt því í upphafi hafi þetta tekið fleiri klukkustundir. Nú sé þetta orðinn svo mikill vani. 

Drag-sena í blóma 

Hann fór yfir þróun mála í dragsýningum hérlendis en frá árinu 2015 hefur þessi sena vaxið til muna. Nú sé boðið upp á tvær sýningar í mánuði á Gauknum þar sem fram koma um 20 einstaklingar hverju sinni, uppselt sé á sýningarnar trekk í trekk.  

Viðtalið við Gógó Starr má hlusta á hér að neðan. Gógó Starr var krýnd dragdrottning Íslands árið 2015. Í dag ...
Gógó Starr var krýnd dragdrottning Íslands árið 2015. Í dag er hún hluti af fjöllistahópnum Drag-súgi sem býður upp á reglulegar sýningar. mbl.is/Eggert
mbl.is
Wannabe og Hatrið mun sigra er einstök blanda!
Fréttir

Hatari og Spice Girls saman í „Hatrið mun sigra“

Þú verður að hlusta á nýja útgáfu af „Hatrið mun sigra“ þar sem einum af áhrifavöldum Hatara, Spice Girls, er blandað inn í málið. Nánar »

Hatari hafa sett BDSM á dagskrá sem er ekki óíkt því sem þátttaka Dana International gerði fyrir transfólk fyrir rúmum 20 árum
Siggi Gunnars

BDSM skyndilega á allra vörum

Það má segja að létt BDSM æði hafi gripið um sig hér á landi í kjölfar þátttöku Hatara í Eurovision. En hvað finnst félaginu BDSM á Íslandi um þetta allt? Nánar »

Fyrri undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Þetta eru aðallögin í kvöld

Svo allir geti farið vel undirbúnir inn í kvöldið hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman hvaða lög skipta máli í fyrri undankeppninni sem fer fram í kvöld. Nánar »

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli segir að umhverfið móti venjur okkar og hegðun.
Ísland vaknar

Mikill áthraði eykur líkur á offitu

Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Nánar »

Ísland vaknar

Hatari stóð sig vel á blaðamannafundinum

Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision hópsins segir að konan sem stýrði blaðamannafundunum í Ísrael hafi alltaf reynt að stöðva spurningar til keppenda sem snerust um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Að hans sögn var það sami blaðamaðurinn sem alltaf spurði út í þetta og í tilfelli Hatara kom spurningin upp undir lok fundarins og tíminn sem skammtaður er fyrir hverja þáttökuþjóð var úti. Nánar »

Seinni undankeppni Eurovision 2019 fer fram í kvöld.
Pistlar

Lögin sem skipta máli í kvöld

Seinni undakeppni Eurovision fer fram í kvöld og hefur Eurovision-sérfræðingurinn Siggi Gunnars tekið saman þau lög sem talin eru líklegt til árangurs í kvöld. Nánar »

Steingrím Ólafsson langaði í sleikipinna þegar ástralska atriðið fór á svið
Ísland vaknar

Ástralska atriðið kveikti löngun í frostpinna

Steingrímur Ólafsson almannatengill fór yfir skemmtilegustu tístin á Twitter á meðan Eurovision-keppnin fór fram í Ísland vaknar. Nánar »

Jón Axel sem alla jafna nýtur þess að láta sér liða vel gekk í gegnum versta sársauka sem til er.
Ísland vaknar

Jón Axel upplifir fæðingasársauka

Jón Axel Ólafsson einn stjórnenda Ísland vaknar prófaði tæki sem líkir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins pínu“; sagði útvarpsmaðurinn að lokinni tilrauninni en myndband af uppákomunni má sjá á meðfylgjandi myndbandi. Nánar »

Siggi Gunnars

Heiðra kvikmyndina A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tónleika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. Nánar »

Marta María Jónasdóttir undirbúr nú átta ára afmæli Smartlandsins. Hún hefur starfað í tæp tuttugu ár við blaðamennsku og ritstjórn.
Viðtöl

Hvers vegna nafnið „Smartland“?

Smartland Mörtu Maríu fagnar átta ára afmæli um helgina og út næstu viku. Lesendum verður boðið upp á óvæntan gjörning og ljóst að fréttastjóri dægurmæla og umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Morgunblaðsins, Marta María Jónasdóttir, er með ýmislegt í bígerð. Hún kíkti í síðdegið á K100 til upprifjunar. Nánar »