menu button

Ekki bara karl í kjól

Gógó Starr hér lengst til hægri í dragi sem fjallkonan. ...
Gógó Starr hér lengst til hægri í dragi sem fjallkonan. Myndin prýðir forsíðu tímarits Hinsegin daga í ár. Mynd/Hinsegin dagar

Sig­urður Heim­ir Guðjóns­son, eða dragdrottn­ing­in Gógó Starr, er einn þriggja einstaklinga sem prýða forsíðu tímarits Hinsegin daga. Hann var á fullu í undirbúningi fyrir gleðigönguna er Magasínið, síðdegisþáttur K100, náði tali af honum daginn eftir vel heppnaða dragsýningu hátíðarinnar kvöldið áður sem bar yfirskriftina „We like it like that.“ Auk Drag-Súgs komu þar fram Honey LaBronx og Heklina.

Fjölhæft fólk með einlæga nálgun á list

„Ég kem fram og geri alls kyns óskunda á sviði,“ segir Siggi Starr. Hann segir það allt frá því að gera líkamlegt grín eða „physical comedy“ yfir í það að taka hlutina úr samhengi, dansa, fara úr fötunum, „mæma“ lög og leika sér með sína kynímynd, kynvitund og alls konar hugmyndir og poppkúltúr sem er í gangi. Hann vill gjarnan að fólk átti sig á að það er miklu meira á bak við drag en bara stöðluð hugmynd um karl í kjól. Hver sýning bjóði í raun upp á fjölhæft fólk sem vill bjóða upp á einlæga nálgun á list sinni.   

„Núna þegar maður er farinn að gera þetta svona hátt í fimm sinnum í viku þá tekur þetta svona einn til tvo tíma,“ segir hann um undirbúninginn við að gera sig kláran fyrir sýningu. En að það sé breytt því í upphafi hafi þetta tekið fleiri klukkustundir. Nú sé þetta orðinn svo mikill vani. 

Drag-sena í blóma 

Hann fór yfir þróun mála í dragsýningum hérlendis en frá árinu 2015 hefur þessi sena vaxið til muna. Nú sé boðið upp á tvær sýningar í mánuði á Gauknum þar sem fram koma um 20 einstaklingar hverju sinni, uppselt sé á sýningarnar trekk í trekk.  

Viðtalið við Gógó Starr má hlusta á hér að neðan. Gógó Starr var krýnd dragdrottning Íslands árið 2015. Í dag ...
Gógó Starr var krýnd dragdrottning Íslands árið 2015. Í dag er hún hluti af fjöllistahópnum Drag-súgi sem býður upp á reglulegar sýningar. mbl.is/Eggert
mbl.is
Hreimur Örn Heimisson verður gestasöngvari á tónleikum Kristínar Stefánsdóttur, en hún endurtekur leikinn á ný og býður upp á Burt Bacarach tónleika nú í annað sinn.
Magasínið

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Nánar »

Göngugarpur. Sirrý gengur nú í annað sinn um Himalaya-fjallgarðinn. Hún segir þetta engu líkt.
Magasínið

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Nánar »

Dominique Gyða Sigrúnardóttir og starfsmenn Sjóvá fara með hlutverk í myndbandi sem framleitt var í tengslum við Jafnvægisvogina.
Fréttir

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Nánar »

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Hér með kók drykk, en það var það eina sem róaði ógleðina í sjónum.
Magasínið

„Shut up and swim!“

Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Nánar »

Björgvin Franz Gíslason.
Siggi Gunnars

„Lærðum að eiga ekki pening“

„Í Bandaríkjunum lærðum við að eiga ekki pening og höfum aldrei verið hamingjusamari,“ segir Björgvin Franz í samtali við Sigga Gunnars í Lögum lífsins á K100. Nánar »

Söngvarinn  Stefán Jakobsson hér sem blóðugi presturinn í Halloween Horror Show.
Magasínið

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Nánar »

Falleg ljósmynd af óléttri konu úti í mosa. Myndin er tekin á setti við tökur á þáttunum Líf kviknar.
Magasínið

Líf kviknar í kvöld

Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur, leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Nánar »

Mjölormar á hafragraut í Ísland vaknar í morgun.
Ísland vaknar

Kom með orma í morgunmat á K100

Það var öðruvísi morgunverður á borðum í Ísland vaknar í morgunsárið þegar Kristín Sif einn þáttarstjórnenda mætti með mjölorma í nestisboxinu. Nánar »

Margeir Ingólfsson stjórnarformaður Hugsmiðjunnar segir styttingu vinnuvikunnar hafa skilað sér margfalt og það sé góð reynsla af þeirri breytingu.
Magasínið

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Nánar »

Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður og Sævar Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður í viðtali á K100.
Ísland vaknar

Hrikalegur veruleiki fíkla

Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist