Auðvelt að vera vegan á Íslandi

Vala Árnadóttir, framkvæmdastýra Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Vala Árnadóttir, framkvæmdastýra Samtaka grænmetisæta á Íslandi. K100/Rikka

„Ég varð fyrst grænmetisæta þegar ég var 12 ára. Það er í rauninni bara vegna þess að ég er mikill dýravinur. Ég var á ferðalagi um landið og á tjaldsvæði fyrir austan sem var staðsett við sláturhús vaknaði ég við veinið í grísunum sem var verið að fara að slátra. Þarna tengdi ég við kjötið á disknum og hætti að borða kjöt,“ segir Vala Árnadóttir, framkvæmdastýra Samtaka grænmetisæta á Íslandi, um ástæðu þess að hún gerðist grænmetisæta. Síðan þá hefur hún gerst vegan en Vala segir úrvalið af vegan vörum vera orðið töluvert betra en nokkurn tímann áður. „Ég varð vegan árið 2016 og þá var það strax orðið auðveldara. Í dag er úrvalið miklu meira en þá og hægt að fá vegan í öllum verslunum og veitingastöðum.“

Vegan samtökin og Samtök grænmetisæta á Íslandi bjóða gestum og gangandi að kynnast vegan lífstíl á sunnudaginn en þá verður haldin Vegan Festival á Thorsplani í Hafnarfirði. 

Viðtalið við Völu Árnadóttur má hlusta á hér ásamt fleiri brotum úr dagskrá K100mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist