Matarhátíð á laugardaginn

Reykjavík Food Festival verður haldin á Skólavörðustígnum laugardaginn 11. ágúst. Hátíðin, sem gengið hefur undir nafninu Reykjavík Bacon festival, hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og mun nú ekki aðeins beikon vera á boðstólnum heldur munu gestir og gangandi geta notið alls þess besta sem íslenskir bændur hafa upp á að bjóða.

Þeir Þorbjörn Sigurbjörnsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, Prophet John Whiteside, æðsti spámaður the United Church of Bacon, og Marshall Porter, einn af skipuleggjendum Blue Ribbon Bacon Festival í Ameríku, voru gestir í Ísland vaknar í morgun þar sem þeir fóru yfir það helsta sem verður á dagskrá matarhátíðarinnar.

„Við ætlum að gera allri matarflóru Íslands hátt undir höfði,“ segir Þorbjörn en matarmiðar verða seldir í miðasölutjöldum sem staðsett verða á nokkrum stöðum á Skólavörðustígnum. Boðið verður upp á fjölda skemmtiatriða, lifandi tónlist og ýmislegt fleira, sem mun gera hátíðina að veislu fyrir augu og eyru, sem og auðvitað bragðlaukana.

Skipulagning hátíðarinnar hefur öll verið unnin í sjálboðavinnu og ágóði af hátíðinni hefur runnið til góðgerðarmála, en undanfarin ár hafa Barnaspítali Hringsins, hjartadeild LSH, Umhyggja og æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra styrkt til tækjakaupa. 

Hægt er að hlusta á viðtalið við þá félaga hér að neðan.

Ísland vaknar er á dagskrá alla virka morgna frá kl. 6.45 til kl. 9.00 á K100 og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans.


 

mbl.is
Hljómsveitin Leisure og Auður.
Fréttir

Leisure ánægðir með Auði

Í síðustu viku var töluvert rætt um líkindi laganna On My Mind sem Leisure sendi frá sér í apríl í fyrra og Enginn eins og þú sem Auður gaf út í júní í fyrra. Nánar

Stúdentagarðar við Sæmundargötu í Reykjavík.
Síðdegisþátturinn

Húsnæði sem vinnur gegn einsemd ungs fólks

Andleg vanlíðan ungs fólks er orðin risavandamál en í lok árs 2018 sögust 32% háskólanema upplifia andlega vanlíðan í könnun sem gerð var um málið. Nánar

Jökull með gítarinn á Hawaii.
Síðdegisþátturinn

„Hef ekki kallað neitt heimili í mörg ár“

Gamla húsbandið á Hressó hefur aldeilis slegið í gegn en hljómsveitin Kaleo, með söngvarann Jökul Júlíusson í forsvari, hefur lagt heiminn að fótum sér undanfarin ár. Jökull var í skemmtilegu viðtali við þá Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á K100 á föstudaginn. Nánar

Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu veganistur.is
Síðdegisþátturinn

Vegan-útgáfur af réttunum sem við elskum öll

Veganúar hefur verið haldinn hátíðlegur í janúar sl. ár þar sem kastljósinu er beint að vegan-mataræði og -lífsstíl. Sumir stíga sín fyrstu skref í þessum lífsstíl í þessum mánuði og vex það mörgum í augum að prófa vegan-mat því menn telja svo flókið að búa hann til. Nánar

Gísli Örn Garðarsson er í stóru hlutverki í norsku þáttunum Ragnarök sem sýndir eru á Netflix.
Ísland vaknar

Hvað á ég að horfa á? Nýtt á Netflix og í bíó

Björn Þórir Sigurðsson fór yfir nýjasta nýtt á streymisveitum í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Nú kennir ýmissa grasa á Netflix og HBO. Nánar

Sigmar Guðmundsson.
Síðdegisþátturinn

Skaphundur sem er hættur að móðga fólk

Sigmar Guðmundsson spjallar við fólk á rólegu nótunum í þáttunum Okkar á milli í Ríkissjónvarpinu. Nánar

Síðdegisþátturinn

„Við erum öll Bubbi Morthens“

„Við erum ekki að fara að herma eftir Bubba heldur að finna hann í okkur sjálfum og sýna áhorfendum hversu litríkur hann er,“ segir Aron Már Ólafsson sem leikur Bubba í einu tímaskeiða sýningarinnar. Nánar

Fréttir

Hvaða öpp eru málið?

Í stað þess að leita að sífellt nýjum smáforritum er hægt að uppgötva nýja og skemmtilega virkni í þeim forritum sem flestir eru að nota nú þegar. Nánar