menu button

K100 og Hinsegin dagar í samstarf

Karen Ósk Magnúsdóttir gjaldkeri Hinsegin daga og Sigurður Þorri Gunnarsson ...
Karen Ósk Magnúsdóttir gjaldkeri Hinsegin daga og Sigurður Þorri Gunnarsson dagskrár- og tónlistarstjóri K100 við undirritun samningsins. mbl.is/Valli

Samkomulag milli útvarpsstöðvarinnar K100 og Hinsegin daga var undirritað í vikunni. Er þetta annað árið í röð þar sem K100 og Hinsegin dagar gera með sér formlegan samstarfssamning.

Dagskrá K100 vikuna sem hátíðin fer fram í Reykjavík mun taka mið af því sem er að gerast þar sem viðburðir hátíðarinnar verða kynntir á hverjum degi auk þess sem skemmtilegir gestir líta við til þess að ræða eitt og annað sem tengist Hinsegin dögum og hinsegin samfélaginu. Föstudaginn 10. ágúst verður dagskrá stöðvarinnar snúið á hvolf og mun stöðin taka upp nafnið Hinsegin100.

Þetta er fjórða árið í röð sem stöðin fagnar Hinsegin dögum með þessum hætti. Á laugardeginum verður svo bein útsending frá Gleðigöngunni og dagskrá henni tengdri í Hljómskálagarðinum þar sem alls konar fólk verður tekið tali þannig að hlustendur fái stemninguna úr miðborg Reykjavíkur beint í æð hvar sem þeir eru staddir.

„Það er mjög ánægjulegt að hafa K100 og Árvakur í stórum hópi samstarfsaðila Hinsegin daga, annað árið í röð og við hlökkum til að leyfa hlustendum K100 að skyggnast á bakvið tjöldin á næstu dögum,“ segir Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, sem skrifaði undir samkomulagið fyrir þeirra hönd í gær.

„Hátíðin verður stærri og glæsilegri með hverju árinu, stendur nú í sex daga og á dagskránni eru yfir 30 viðburðir. Hinsegin dagar eru ein stærsta hátíð landsins og líklega sú eina sem ekki er með neitt starfsfólk heldur algjörlega undirbúin og framkvæmd af sjálfboðaliðum. Gott samstarf og stuðningur öflugra fyrirtækja er okkur því afar mikilvægt,“ segir Karen enn fremur.

Stolt að geta tekið þátt

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem útvarpsstöðin K100 gerir eitthvað í tilefni Hinsegin daga og er þetta annað árið í röð þar sem formlegu samstarfi á milli K100 og hátíðarinnar er komið á.

„Það gleður okkur mjög að taka þátt í þessari frábæru hátíð með formlegum hætti,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri K100.

„Við á stöðinni viljum öll sem eitt fagna fjölbreytileikanum, stuðla að jafnara samfélagi og styðja við réttindabaráttu hinsegin fólks með því að auka sýnileika,“ segir Sigurður.

Eins og fram kom að ofan mun stöðin snúast á hvolf föstudaginn 10. ágúst og skipta um nafn og mun hún þá heita Hinsegin100. „Við ætlum að bregða á leik og breyta út frá venjulegri dagskrá og lagalista þennan eina dag. Við sláum upp heljarinnar veislu og hitum upp fyrir Gleðigönguna sem fram fer daginn eftir. Það mun ekki fara framhjá hlustendum okkar að Hinsegin dagar eru í gangi,“ segir Sigurður brosandi.

Dagskrá Hinsegin daga má finna á heimasíðu þeirra, hinsegindagar.is

mbl.is
Fréttir

Sjálfvirkur reiðhjólahjálmur

Þetta er Hövding 3, glæný útgáfa af hjólahjálmi sem á sjálfvirkan hátt fer yfir höfuðið á broti úr sekúndu ef slys verður. Nánar »

Birkir Steinn Erlingsson.
Ísland vaknar

„Vísindin lofa vegan-mataræði“

Þekktir háskólar eru búnir að taka lamba- og nautakjöt af matseðlum skólanna. Á að bjóða upp á vegan í skólum? Nánar »

Hugleikur Dagsson segir það sjaldan koma fyrir að hann fái kvartanir þegar hann fer yfir strikið með gríni sínu.
Ísland vaknar

Hugleikur: „Draumur hvers listamanns að vera umdeildur“

Síðasta uppistand Hugleiks verður í kvöld. Boðið verður upp á dansatriði og erótískan upplestur. Nánar »

Þúsaldakynslóðinni svonefndu er stundum kennt um að hafa slátrað iðngreinum. Það kemur á óvart að það er einmitt hjá henni þar sem hið prentaða orð nýtur mestra vinsælda.
Fréttir

„Hefðbundnar“ bækur seljast ennþá meira en rafbækur

63% af bókum sem seldar eru í Bretlandi eru til fólks sem er yngra en 44 ára. Nánar »

Jóna Þórey Pétursdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Ísland vaknar

„Unga kynslóðin er að kalla á þær eldri“

Boðað hefur verið til séstaklega stórs viðburðar á morgun, föstudag, í loftslagsverkfalli nemenda. Nánar »

Leonard Cohen í París árið 2012.
Fréttir

Fæðingardagur Leonard Cohen í dag

Í dag er fæðingardagur Leonard Cohen, sem fæddist árið 1934 í Kanada. Cohen samdi m.a hið gríðarlega vinsæla lag „Hallelujah“ sem var gert ódauðlegt af Jeff Buckley. Nánar »

Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum út um allan heim.
Fréttir

Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum úti um allan heim

„Í hvaða dúr er lagið Robbie?“ spyr Ringo Starr áður en hann telur í lagið The Weight. Nánar »

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og Kolbrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lífs ræddu um kynheilbrigði kvenna í Ísland vaknar.
Ísland vaknar

„Þurrkur í leggöngum er rosalegt feimnismál“

Sveppasýkingar, leggangaþurrkur og áverkar eftir fæðingar geta skert lífsgæðin verulega. Nánar »

Hver vill ekki eiga tól sem er bæði kartöfluflögumatari og snjallsímapenni?
Fréttir

Gagnslaus uppfinning frá Japan

Orkulausir sófaletingjar, sem nenna ekki einu sinni að nota puttana til að mata sig á snakki, geta glaðst því nú er búið að finna upp tól sem auðveldar þeim lífið. Nánar »

Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur.
Ísland vaknar

Næringafræðingur: „Keto-þráhyggja er ekki holl“

„Þetta mataræði hentar mjög þröngum hópi,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist