menu button

Versta hugmynd í heimi?

Opin vinnurými eru ekki skynsamleg, samkvæmt nýrri rannsókn Harvard.
Opin vinnurými eru ekki skynsamleg, samkvæmt nýrri rannsókn Harvard.

Samkvæmt rannsókn við Harvard háskólann er lítil skynsemi í því að láta starfsfólk vinna í opnu rými. Í grein á Inc.com er sagt að þetta geti jafnvel verið versta hugmynd sem hægt er fá þegar kemur að því að skipuleggja vinnustað. Guðríður Sigurðardóttir,  hjá Attentus - mannauður og ráðgjöf, segir að mikið atriði sé að tryggja góða hljóðvist og opið rými kalli á annarskonar stjórnun. „Það eru kostir og gallar og þetta hentar ekki í öllum störfum,“ segir Guðríður.

Það sé til dæmis ekki víst að samstarf aukist með því að láta alla vinna í sama rýminu og rannsóknin segir m.a. að líklegra sé að starfsmenn sendi tölvupósta og skilaboð í stað þess að tala saman, eins og sé hugmyndin á bakvið opin rými. Í greininni er bent á að það geti jafnvel verið betra og hagkvæmara að leyfa fólki að vinna heima hjá sér.

Guðríður segir að opið vinnurými gefi meira frelsi fyrir atvinnurekendur. Auðveldara sé að fjölga og fækka starfsmönnum, án þess að rífa niður veggi og það sé ódýrara. En þessu fylgja ákveðin vandamál. „Það þarf að búa til samskiptareglur. Til dæmis að fólk geti fengið frið á ákveðnum tíma og þessháttar. Ef þú verður fyrir truflun þá tekur það tíma að koma sér aftur af stað.“

Guðríður segir að sér finnist mest spennandi að búa til verkefnamiðaða vinnustaði þar sem fólk getur stjórnað því hvar það vinnur. Unnið til dæmis heima einn daginn, ef það hentar.

Hægt er að hlusta á spjallið við Guðríði hér og á K100.is er hægt að hlusta og horfa á fleiri brot og jafnvel hlusta á allan þáttinn.

 

 

Guðríður Sigurðardóttir
Guðríður Sigurðardóttir
mbl.is
Siggi Gunnars

„Ekki stinga mig af“

Friðrik Dór stendur á tímamótum um þessar mundir. Hann er að fara að gifta sig síðar í mánuðinum, ætlar að halda risa tónleika í tilefni 30 ára afmælis síns í Kaplakrika og hyggur á flutninga til Ítalíu á næstunni. Nánar »

Helgi á námskeiðinu hjá Dominic Chambrone
Siggi Gunnars

Hannar og smíðar eigin strigaskó

Hinn 17 ára gamli Helgi Líndal er heldur betur hæfileikaríkur. Helgi sem er námi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur lært að smíða sína eigin Adidas Stan Smith skó og ætlar nú utan til þess að læra að gera Air Jordan 1 skóna frá Nike. Nánar »

Hrönn Bjarnadóttir í Magasíninu.
Magasínið

Bakar brúðartertuna sjálf

Ofursnapparinn Hrönn Bjarnadóttir mætti í Magasínið og deildi góðum ráðum varðandi brúðkaup og skreytingar. Auk þess sagði Hrönn frá eigin brúðkaupstertu sem hún bakar sjálf. Nánar »

Logi, Þorsteinn og Rikka eldhress í morgunsárið.
Ísland vaknar

Bataskólinn bætir líf fólks

„Bataskóli Íslands er skóli sem er er ætlaður fólki með geðrænar áskoranir. Geðrænar áskoranir er allt sem lýtur að geðrænum veikindum eins og kvíði, ADHD, þunglyndi og svo líka þyngri sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum.“ Nánar »

Siggi Gunnars og Páll Óskar klárir í stúdíói K100 fyrir Pallaball í beinni.
Fréttir

Páll Óskar í beinni á Hinsegin100

Í dag skiptir útvarpsstöðin K100 um nafn og heitir Hinsegin100 í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Hápunktur dagsins verður kl. 15 þegar Páll Óskar mætir á svæðið og slær upp Pallaballi í beinni ásamt Sigga Gunnars. Nánar »

Sesselja Ómarsdóttir og Þóra Tómasdóttir kraftlyftingakonur með meiru.
Ísland vaknar

Hvað tekurðu í bekkpressu?

Vinsældir kraftlyftinga hafa aukist á meðal kvenna og eru sífleiri sem kjósa sér að æfa þær og jafnvel af það miklum móð að þær enda á heimsmeistarmóti á miðjum aldri. Þóra Tómasdóttir og Sesselja Ómarsdóttir Nánar »

Brosmilt þríeyki í morgunsárið.
Ísland vaknar

Peysan sem bætir heiminn

„Okkur langaði að hanna flík með skilaboðum á og höfðum þess vegna samband við UN Women,“ segir Helga Ólafsdóttir, fatahönnuður og eigandi barnafatamerkisins Iglo + Indi um Empwr Women-peysuna sem fer í sölu í dag. Nánar »

Hvati, Silja Mist og Þóra í Magasíninu.
Magasínið

Bleika súkkulaðið kynnt í 600 manna veislu

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að bleika Rúbínsúkkulaðið verði kynnt í 600 manna teiti í Hörpu í næstu viku. Örfáir hafa fengið að smakka nýja súkkulaðið. Nánar »

Manúela Ósk Harðardóttir hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ísland vaknar

Upplifði sig eina í æsku

„Þetta er frekar slæmt þar sem ég er engin hlaupamanneskja, ég ætla bara að taka minn tíma,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn skipuleggjenda Miss Universe Iceland-keppninnar, en hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu.
Magasínið

Ólafur Darri og Ilmur safna áheitum

Þau Darri Ólafs og Ilmur Kristjánsdóttir, andlit auglýsingaherferðar Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka sögðu sína sögu og hvaða góðgerðarmálefni þau ætla að styrkja í gegnum hlaupastyrk.is. Nánar »