menu button

Hlaupa maraþon í kjólum

Kvennalið Boss skipa þær Elín Gísladóttir, Alma María Rögnvaldsdóttir, Guðrún ...
Kvennalið Boss skipa þær Elín Gísladóttir, Alma María Rögnvaldsdóttir, Guðrún Bergsteinsdóttir og Margrét Elíasdóttir. Allar eru reyndir hlauparar og ætla þær að safna áheitum fyrir Umhyggju, félagi langveikra barna í Reykjavíkur Maraþoni Íslandsbanka. Mynd/aðsend

„Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið, síðdegisþátt K100, ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögum sínum og rifjuðu þeir upp spaugilegar hliðar hlaupsins. Bjarki segir það hafa komið sér á óvart að það var þægilegra en hann hélt að hlaupa í jakkafötum. 

Kári Steinn spjallaði við fólk í maraþoninu

Þeir ákváðu strax að þetta yrði gert til gamans og að þeir myndu hlaupa saman. Aldrei hraðar en síðasti maður. Pétur segist hafa verið dragbíturinn í hlaupinu í fyrra og spurður út í ástæðuna segist hann telja svona eftir á að hann hafi verið í hálfgerðu spennufalli eða orkuleysi í hlaupinu sjálfu. Bjarki segir mikið hafa verið á Péturs könnu, þeir hinir hafi í raun bara mætt á æfingarnar og hlaupið sjálft, meðan Pétur var í fullu ati í kringum söfnunina sjálfa. Kári Steinn, margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum, var í liðinu og eðli málsins samkvæmt fór hann hægar yfir en hann á að venjast. Þeir félagar segja frá því í viðtalinu hvernig Kári Steinn var á spjalli inn á milli við mann og annan á hliðarlínunni meðan hann beið síðasta manns. 

Íslenskar maraþon konur sterkar

Karlaliðið í fyrra safnaði að lokum yfir tveimur millljónum króna, til styrktar SKB. Pétur segir það liggja beint við að nú mæti kvennalið til keppni enda hafi hugmyndin verið nefnd við hann fyrir nokkru. Hann segir líka gaman að draga fram hversu sterkar íslensku kvenmaraþon hlaupararnir eru í öllum alþjóðlegum samanburði. Liðið hefur verið tillkynnt og sem fyrr er tilgangurinn að safna áheitum fyrir gott málefni og hafa þau valið Umhyggju, félag langveikra barna í ár. 

Hægt er að fylgjast með keppendum og áheitum á síðunni hlaupastyrkur.is. Viðtalið við þá félaga má nálgast hér að neðan.  

Pétur Ívarsson með kjólinn sem konurnar munu hlaupa í ásamt ...
Pétur Ívarsson með kjólinn sem konurnar munu hlaupa í ásamt Bjarka Diego, sem klæðist hér sömu jakkafötum og hann hljóp í þegar þeir hlaupafélagarnir söfnuðu yfir tveimur milljónum króna. Mynd/K100
Liðið sem hljóp og styrkti Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) um ...
Liðið sem hljóp og styrkti Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) um tvær milljónir króna í fyrra, frá vinstri Pétur Ívarsson, Bjarki Diego, Guðmundur Guðnason, Kári Steinn Karlsson, Brynjar Viggosson, Óskar Jakobsson og Friðleifur Friðleifsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Starfsfólk Kjöríss hér að undirbúa gerð Surströmming-íssins sem gestum verður boðið að smakka á Blómstrandi dögum í Hveragerði um helgina.
Magasínið

Formaður hrifinn af furðubrögðum

Á milli þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir starfar sem formaður Samtaka iðnaðarins og gegnir formennsku í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða, situr hún og smakkar til ís í raspi og kæstan síldarís svo fátt eitt sé nefnt. Nánar »

Kjaftstopp. Bubbi Morthens segir það forréttindi að syngja fyrir fjórðu kynslóð Íslendinga.
Magasínið

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Nánar »

Bræðurnir Konráð og Gunnlaugur Jónssynir.
Fréttir

Afi gleði og snillingur vikunnar

Bræðurnir Gunnlaugur og Konráð Jónssynir fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Páll Bergþórsson, afi þeirra, kom þar nokkuð við sögu eftir að hafa farið í fallhlífarstökk 95 ára. Nánar »

Sesselja Ómarsdóttir og Þóra Tómasdóttir kraftlyftingakonur með meiru.
Ísland vaknar

Hvað tekurðu í bekkpressu?

Vinsældir kraftlyftinga hafa aukist á meðal kvenna og eru sífleiri sem kjósa sér að æfa þær og jafnvel af það miklum móð að þær enda á heimsmeistarmóti á miðjum aldri. Þóra Tómasdóttir og Sesselja Ómarsdóttir Nánar »

Brosmilt þríeyki í morgunsárið.
Ísland vaknar

Peysan sem bætir heiminn

„Okkur langaði að hanna flík með skilaboðum á og höfðum þess vegna samband við UN Women,“ segir Helga Ólafsdóttir, fatahönnuður og eigandi barnafatamerkisins Iglo + Indi um Empwr Women-peysuna sem fer í sölu í dag. Nánar »

Baldur Einarsson lék eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Hjartasteini. Hann hefur nú gefið út sitt fyrsta lag ásamt föður sínum.
Magasínið

Fyrsta lag Baldurs úr Hjartasteini

Baldur Einarsson, ungur leikari og tónlistarmaður sem lék í myndinni Hjartasteini, spjallaði um myndina og næstu tónlistarverkefni sín á K100 í vikunni. Þar var lagið hans, On my Mind, frumflutt, en Einar Örn Jónsson, faðir hans og tónlistarmaður, samdi. Feðgarnir unnu lagið og myndbandið saman. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónstunnar.
Ísland vaknar

Þurfum ekki að fara á taugum

Síðustu daga hefur fjöldi frétta verið sagður um samdrátt í ferðaþjónustu og stöðu flugfélaganna. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, var í morgunþættinum Ísland vaknar. Hann segir ekki ástæðu til að fara á taugum en fram undan séu líklega verulegar breytingar í greininni. Nánar »

Siggi Gunnars

„Ekki stinga mig af“

Friðrik Dór stendur á tímamótum um þessar mundir. Hann er að fara að gifta sig síðar í mánuðinum, ætlar að halda risa tónleika í tilefni 30 ára afmælis síns í Kaplakrika og hyggur á flutninga til Ítalíu á næstunni. Nánar »

Helgi á námskeiðinu hjá Dominic Chambrone
Siggi Gunnars

Hannar og smíðar eigin strigaskó

Hinn 17 ára gamli Helgi Líndal er heldur betur hæfileikaríkur. Helgi sem er námi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur lært að smíða sína eigin Adidas Stan Smith skó og ætlar nú utan til þess að læra að gera Air Jordan 1 skóna frá Nike. Nánar »

Hrönn Bjarnadóttir í Magasíninu.
Magasínið

Bakar brúðartertuna sjálf

Ofursnapparinn Hrönn Bjarnadóttir mætti í Magasínið og deildi góðum ráðum varðandi brúðkaup og skreytingar. Auk þess sagði Hrönn frá eigin brúðkaupstertu sem hún bakar sjálf. Nánar »