menu button

Hlaupa maraþon í kjólum

Kvennalið Boss skipa þær Elín Gísladóttir, Alma María Rögnvaldsdóttir, Guðrún ...
Kvennalið Boss skipa þær Elín Gísladóttir, Alma María Rögnvaldsdóttir, Guðrún Bergsteinsdóttir og Margrét Elíasdóttir. Allar eru reyndir hlauparar og ætla þær að safna áheitum fyrir Umhyggju, félagi langveikra barna í Reykjavíkur Maraþoni Íslandsbanka. Mynd/aðsend

„Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið, síðdegisþátt K100, ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögum sínum og rifjuðu þeir upp spaugilegar hliðar hlaupsins. Bjarki segir það hafa komið sér á óvart að það var þægilegra en hann hélt að hlaupa í jakkafötum. 

Kári Steinn spjallaði við fólk í maraþoninu

Þeir ákváðu strax að þetta yrði gert til gamans og að þeir myndu hlaupa saman. Aldrei hraðar en síðasti maður. Pétur segist hafa verið dragbíturinn í hlaupinu í fyrra og spurður út í ástæðuna segist hann telja svona eftir á að hann hafi verið í hálfgerðu spennufalli eða orkuleysi í hlaupinu sjálfu. Bjarki segir mikið hafa verið á Péturs könnu, þeir hinir hafi í raun bara mætt á æfingarnar og hlaupið sjálft, meðan Pétur var í fullu ati í kringum söfnunina sjálfa. Kári Steinn, margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum, var í liðinu og eðli málsins samkvæmt fór hann hægar yfir en hann á að venjast. Þeir félagar segja frá því í viðtalinu hvernig Kári Steinn var á spjalli inn á milli við mann og annan á hliðarlínunni meðan hann beið síðasta manns. 

Íslenskar maraþon konur sterkar

Karlaliðið í fyrra safnaði að lokum yfir tveimur millljónum króna, til styrktar SKB. Pétur segir það liggja beint við að nú mæti kvennalið til keppni enda hafi hugmyndin verið nefnd við hann fyrir nokkru. Hann segir líka gaman að draga fram hversu sterkar íslensku kvenmaraþon hlaupararnir eru í öllum alþjóðlegum samanburði. Liðið hefur verið tillkynnt og sem fyrr er tilgangurinn að safna áheitum fyrir gott málefni og hafa þau valið Umhyggju, félag langveikra barna í ár. 

Hægt er að fylgjast með keppendum og áheitum á síðunni hlaupastyrkur.is. Viðtalið við þá félaga má nálgast hér að neðan.  

Pétur Ívarsson með kjólinn sem konurnar munu hlaupa í ásamt ...
Pétur Ívarsson með kjólinn sem konurnar munu hlaupa í ásamt Bjarka Diego, sem klæðist hér sömu jakkafötum og hann hljóp í þegar þeir hlaupafélagarnir söfnuðu yfir tveimur milljónum króna. Mynd/K100
Liðið sem hljóp og styrkti Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) um ...
Liðið sem hljóp og styrkti Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) um tvær milljónir króna í fyrra, frá vinstri Pétur Ívarsson, Bjarki Diego, Guðmundur Guðnason, Kári Steinn Karlsson, Brynjar Viggosson, Óskar Jakobsson og Friðleifur Friðleifsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Katrín Júlíusdóttir og Margeir Vilhjálmsson, pistlahöfundur Ísland vaknar voru síðdegis gestir hjá Loga og Huldu á K100.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Katrín Júl og Margeir gestir

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Nánar »

Alda Sigurðardóttir, eigandi Vendum, segir langvarandi álag kalla á betri tímastjórnun og að fólk þurfi að taka ábyrgð á eigin líðan.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Þrjú tímastjórnunarráð

Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Nánar »

Pétur Jóhann Sigfússon mætir aftur á skjáinn í vetur með draugasögur og viðtöl við þekkta Íslendinga, sem tekin verða á eyðibýlum út um allt land.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leitar að draugalegum tökustöðum

„Ég trúi ekki á drauga,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem leitar nú engu að síður að ábendingum um staði þar sem sagt er reimt, eða draugar á ferli. Tökur hefjast í febrúar á þætti um íslenska drauga, ef þeir þá eru til í alvörunni segir Pétur, sem óskar nú eftir ábendingum um áhugaverða tökustaði. Nánar »

Gott samstarf. Söngkonan Svala Björgvins og athafnamaðurinn Jóhannes Ásbjörnsson.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Svala og Jói ánægð með samstarfið

Hamborgara frumsýningar Hamborgarafabríkkunar vekja gjarnan athygli enda eru nýjustu hamborgararnir skírðir í höfuðið að íslenskum goðsögnum. Í gær fékk söngkonan Svala borgara nefndan í höfuðið á sér og var af því tilefni haldið nokkurs konar útgáfuteiti þar sem söngkonan kom fram. Nánar »

Virpi Jokinen nýtir skipulagshæfileikana til að hjálpa öðrum að ná stjórn á alls kyns óreiðu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Hin íslenska Marie Kondo?

Tiltekt og naumhyggjulífstíll er nokkuð í umræðunni og frægðarsól hinnar japönsku Marie Kondo, tiltektarráðgjafa og höfundar, heldur áfram að rísa enda er hún nýkomin með Netflix-þætti. Fagleg ráðgjöf í skipulagi er einnig í boði hérlendis og er Virpi Jokinen ein þeirra sem býður slíka þjónustu. Nánar »

Mæðgin. Þorgerður Katrín og Gísli Þorgeir uppi í stúku eftir leik liðsins við Spán.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Munurinn er móðurtilfinningin“

„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Nánar »

Fréttir

Tannlæknar erlendis - ekki alltaf ávinningur

Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands var í spjalli í Ísland vaknar á þriðjudaginn til að ræða tannlækningar erlendis. Nánar »

Séra Þórhallur Heimisson.
Ísland vaknar

Hvers vegna skilja svona margir?

Séra Þórhallur Heimisson segir að ástæður fyrir því að einn þriðji hluti hjónabanda endi með skilnaði séu mismunandi, en hann var gestur í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. Þórhallur, sem er búsettur í Svíþjóð, heldur reglulega hjónanámskeið hér á landi við miklar vinsældir. Nánar »

Þórunn Erna Clausen og Arna Rún Ómarsdóttir eigendur Vocal-Art
Ísland vaknar

Kristín Sif syngur eins og Janis Joplin

Sá fáheyrði atburður átti sér stað á föstudagsmorgun að þáttastjórnendur Ísland vaknar reyndu að læra að syngja og árangurinn var um margt athyglisverður. Þórunn Erna Clausen og Arna Rún Ómarsdóttir frá Vocal Art-söngkennslunni heimsóttu Ísland vaknar. Nánar »

Ísland vaknar

Gullfiskur lifði af klósettferð

Gullfiskurinn Undri fannst á sínum tíma í skólpkerfi Fráveitna. Íris Þórarinsdóttir tæknistjóri Fráveitna hjá Veitum segir að fólk þurfi að vera meðvitaðra um það sem fer ofan í klósettið á heimilinu, en fjölmörg dæmi eru um að munir stífli síurnar hjá Veitum. Blautklútar eru þar mikið vandamál. Nánar »