menu button

Arkitekt að eigin lífi

Svava Björk Hjaltalín er farsæl í starfi sínu sem arkitekt. ...
Svava Björk Hjaltalín er farsæl í starfi sínu sem arkitekt. Hún segist hafa ákveðið fyrir nokkru að setja sjálfa sig í fyrsta sætið, rjúfa þögnina og segja frá áföllum og ofbeldi frá unglingsárum. Mynd/k100

„Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í viðtali í Magasíninu á K100 þegar hún lýsir árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Á dögunum birti hún stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti því hvernig hvernig eitt markmið af mörgum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir.  „[...]Staðan i dag 69,95 úr 84 kílóum!!! Húrra fyrir mér, kveðja frá klappliðinu mínu,“ útskýrir Svava Björk á Facebook-síðu sinni. En þar með var ekki öll sagan sögð.  

Farsæll ferill 

Svava á og rekur Jons Arkitektúr og ráðgjöf. Hún hefur verið áberandi á skjánum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum „Gulli byggir“ sem arkitekt og ráðgjafi. Hún segir lífið alltaf hafa snúist um að vera sjálfstæð. Hún hafi átt erfitt með að þiggja aðstoð, en alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Námið og vinnan hefur alltaf leikið í höndunum á Svövu Björk og segir hún það forréttindi að starfa sem arkitekt á Íslandi vegna fjölbreytninnar sem gefst í starfinu. En hún segist skilja núna af hverju hún hefur alltaf gleymt sér í vinnu og námi. Kannski til að gleyma, en kannski til að sanna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún gæti staðið á eigin fótum. Henni finnst það galið í dag, en hún flutti sem einstæð móðir utan í mastersnám, með tvö börn og ólétt af því þriðja. En að lokum fékk hún nóg af því að flýja hugsanir og vanlíðan. 

Þögnin rofin eftir 25 ára ferli

„Árið 2017 tók ég þá ákvörðun að hugsa um sjálfa mig, ekki að vera sjálfselsk, heldur bara að setja mig í fyrsta sætið,“ segir Svava Björk í viðtali við Huldu og Hvata. Hún lýsir því í viðtalinu hvernig áföll frá 15 ára aldri hafa haft áhrif á allan hennar þankagang og hegðun. Að lokum ákvað hún að rjúfa þögnina gagnvar fjölskyldu og vinum og segja frá því að henni hefði verið nauðgað í tvígang, fyrst 15 ára gamalli og svo aftur 25 ára. Samviskubit blossaði upp hjá fjölskyldunni yfir því að hafa ekki verið til staðar, en það segir hún algeng fyrstu viðbrögð. Sjálf vildi hún ekki að fólk vorkenndi henni og því hafi hún falið hlutina allt of lengi. En nú hefur hún snúið blaðinu við og undanfarin sex ár hefur hún stundað jóga og hugleitt auk þess að stunda Alanon-fundi vegna meðvirkninnar. 

Áhrif tveggja nauðgana

Áföllin hafa haft margvísleg áhrif á líf Svövu Bjarkar, henni fannst hún ekki falleg, fannst hún vera óhein, skammaðist sín og tók tímabil þar sem hún leit ekki í spegil og vildi ekki hafa spegil inni á heimilinu því henni fannst hún einskis verð. „Ég málaði mig ekki, ég klæddist rúllukragapeysum, ég rakaði á mér hárið og í raun passaði mig að vera ekki aðlaðandi á neinn hátt.“
Hún segist ekki hafa neytt áfengis til að hafa stjórn á aðstæðum og að sjá til þess að allir vinir kæmust heim heilir á höldnu. Hún var sögð aðaldjammarinn í hópnum því hún var alltaf manna lengst vakandi að skutla vinum heim. Hún var jú alltaf í stuði og elskar að dansa, en helsta ástæðan var sú að hún gat ekki hugsað sér að vita ekki hvort allir hafi komist heim heilir á höldu.

Viðtalið við Svövu Björk má nálgast í heild hér að neðan.

Magasínið er á dagskrá alla virka daga frá kl. 16 til 18 á K100. 

mbl.is
Alda Sigurðardóttir, eigandi Vendum, segir langvarandi álag kalla á betri tímastjórnun og að fólk þurfi að taka ábyrgð á eigin líðan.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Þrjú tímastjórnunarráð

Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Nánar »

Pétur Jóhann Sigfússon mætir aftur á skjáinn í vetur með draugasögur og viðtöl við þekkta Íslendinga, sem tekin verða á eyðibýlum út um allt land.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Leitar að draugalegum tökustöðum

„Ég trúi ekki á drauga,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem leitar nú engu að síður að ábendingum um staði þar sem sagt er reimt, eða draugar á ferli. Tökur hefjast í febrúar á þætti um íslenska drauga, ef þeir þá eru til í alvörunni segir Pétur, sem óskar nú eftir ábendingum um áhugaverða tökustaði. Nánar »

Gott samstarf. Söngkonan Svala Björgvins og athafnamaðurinn Jóhannes Ásbjörnsson.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Svala og Jói ánægð með samstarfið

Hamborgara frumsýningar Hamborgarafabríkkunar vekja gjarnan athygli enda eru nýjustu hamborgararnir skírðir í höfuðið að íslenskum goðsögnum. Í gær fékk söngkonan Svala borgara nefndan í höfuðið á sér og var af því tilefni haldið nokkurs konar útgáfuteiti þar sem söngkonan kom fram. Nánar »

Virpi Jokinen nýtir skipulagshæfileikana til að hjálpa öðrum að ná stjórn á alls kyns óreiðu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Hin íslenska Marie Kondo?

Tiltekt og naumhyggjulífstíll er nokkuð í umræðunni og frægðarsól hinnar japönsku Marie Kondo, tiltektarráðgjafa og höfundar, heldur áfram að rísa enda er hún nýkomin með Netflix-þætti. Fagleg ráðgjöf í skipulagi er einnig í boði hérlendis og er Virpi Jokinen ein þeirra sem býður slíka þjónustu. Nánar »

Óskar Bjarni, yfirþjálfari hjá Val, kemur einnig  að þjálfun japanska liðsins sem spilar á HM2019 í handbolta karla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vonast til að spila um 9. sætið

Heimsmeistaramót karla í handknattleik fer fram Danmörku og Þýskalandi árið 2019 og hefst á morgun. Óskar Bjarni Óskarsson, yfirþjálfari hjá Val í handbolta, þekkir liðið og þjálfarateymið vel. Nánar »

Fréttir

Tannlæknar erlendis - ekki alltaf ávinningur

Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands var í spjalli í Ísland vaknar á þriðjudaginn til að ræða tannlækningar erlendis. Nánar »

Séra Þórhallur Heimisson.
Ísland vaknar

Hvers vegna skilja svona margir?

Séra Þórhallur Heimisson segir að ástæður fyrir því að einn þriðji hluti hjónabanda endi með skilnaði séu mismunandi, en hann var gestur í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. Þórhallur, sem er búsettur í Svíþjóð, heldur reglulega hjónanámskeið hér á landi við miklar vinsældir. Nánar »

Þórunn Erna Clausen og Arna Rún Ómarsdóttir eigendur Vocal-Art
Ísland vaknar

Kristín Sif syngur eins og Janis Joplin

Sá fáheyrði atburður átti sér stað á föstudagsmorgun að þáttastjórnendur Ísland vaknar reyndu að læra að syngja og árangurinn var um margt athyglisverður. Þórunn Erna Clausen og Arna Rún Ómarsdóttir frá Vocal Art-söngkennslunni heimsóttu Ísland vaknar. Nánar »

Ísland vaknar

Gullfiskur lifði af klósettferð

Gullfiskurinn Undri fannst á sínum tíma í skólpkerfi Fráveitna. Íris Þórarinsdóttir tæknistjóri Fráveitna hjá Veitum segir að fólk þurfi að vera meðvitaðra um það sem fer ofan í klósettið á heimilinu, en fjölmörg dæmi eru um að munir stífli síurnar hjá Veitum. Blautklútar eru þar mikið vandamál. Nánar »

Jói Fel, Jóhannes Felixson bakarameistari.
Ísland vaknar

Jói Fel hefur alltaf tíma fyrir sex

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem les blöðin að væntanlegt brúðkaup Gylfa Sigurðssonar fótboltakappa fékk gríðarlega kynningu vegna misritunar á forsíðu Fréttablaðsins sl. þriðjudag. Fyrirsögnin var: „Gylfi Þór og Alexandra Helga. Að undirbúa brauðkaup aldarinnar”. Nánar »