menu button

Arkitekt að eigin lífi

Svava Björk Hjaltalín er farsæl í starfi sínu sem arkitekt. ...
Svava Björk Hjaltalín er farsæl í starfi sínu sem arkitekt. Hún segist hafa ákveðið fyrir nokkru að setja sjálfa sig í fyrsta sætið, rjúfa þögnina og segja frá áföllum og ofbeldi frá unglingsárum. Mynd/k100

„Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í viðtali í Magasíninu á K100 þegar hún lýsir árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Á dögunum birti hún stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti því hvernig hvernig eitt markmið af mörgum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir.  „[...]Staðan i dag 69,95 úr 84 kílóum!!! Húrra fyrir mér, kveðja frá klappliðinu mínu,“ útskýrir Svava Björk á Facebook-síðu sinni. En þar með var ekki öll sagan sögð.  

Farsæll ferill 

Svava á og rekur Jons Arkitektúr og ráðgjöf. Hún hefur verið áberandi á skjánum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum „Gulli byggir“ sem arkitekt og ráðgjafi. Hún segir lífið alltaf hafa snúist um að vera sjálfstæð. Hún hafi átt erfitt með að þiggja aðstoð, en alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Námið og vinnan hefur alltaf leikið í höndunum á Svövu Björk og segir hún það forréttindi að starfa sem arkitekt á Íslandi vegna fjölbreytninnar sem gefst í starfinu. En hún segist skilja núna af hverju hún hefur alltaf gleymt sér í vinnu og námi. Kannski til að gleyma, en kannski til að sanna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún gæti staðið á eigin fótum. Henni finnst það galið í dag, en hún flutti sem einstæð móðir utan í mastersnám, með tvö börn og ólétt af því þriðja. En að lokum fékk hún nóg af því að flýja hugsanir og vanlíðan. 

Þögnin rofin eftir 25 ára ferli

„Árið 2017 tók ég þá ákvörðun að hugsa um sjálfa mig, ekki að vera sjálfselsk, heldur bara að setja mig í fyrsta sætið,“ segir Svava Björk í viðtali við Huldu og Hvata. Hún lýsir því í viðtalinu hvernig áföll frá 15 ára aldri hafa haft áhrif á allan hennar þankagang og hegðun. Að lokum ákvað hún að rjúfa þögnina gagnvar fjölskyldu og vinum og segja frá því að henni hefði verið nauðgað í tvígang, fyrst 15 ára gamalli og svo aftur 25 ára. Samviskubit blossaði upp hjá fjölskyldunni yfir því að hafa ekki verið til staðar, en það segir hún algeng fyrstu viðbrögð. Sjálf vildi hún ekki að fólk vorkenndi henni og því hafi hún falið hlutina allt of lengi. En nú hefur hún snúið blaðinu við og undanfarin sex ár hefur hún stundað jóga og hugleitt auk þess að stunda Alanon-fundi vegna meðvirkninnar. 

Áhrif tveggja nauðgana

Áföllin hafa haft margvísleg áhrif á líf Svövu Bjarkar, henni fannst hún ekki falleg, fannst hún vera óhein, skammaðist sín og tók tímabil þar sem hún leit ekki í spegil og vildi ekki hafa spegil inni á heimilinu því henni fannst hún einskis verð. „Ég málaði mig ekki, ég klæddist rúllukragapeysum, ég rakaði á mér hárið og í raun passaði mig að vera ekki aðlaðandi á neinn hátt.“
Hún segist ekki hafa neytt áfengis til að hafa stjórn á aðstæðum og að sjá til þess að allir vinir kæmust heim heilir á höldnu. Hún var sögð aðaldjammarinn í hópnum því hún var alltaf manna lengst vakandi að skutla vinum heim. Hún var jú alltaf í stuði og elskar að dansa, en helsta ástæðan var sú að hún gat ekki hugsað sér að vita ekki hvort allir hafi komist heim heilir á höldu.

Viðtalið við Svövu Björk má nálgast í heild hér að neðan.

Magasínið er á dagskrá alla virka daga frá kl. 16 til 18 á K100. 

mbl.is
Siggi Gunnars

„Ekki stinga mig af“

Friðrik Dór stendur á tímamótum um þessar mundir. Hann er að fara að gifta sig síðar í mánuðinum, ætlar að halda risa tónleika í tilefni 30 ára afmælis síns í Kaplakrika og hyggur á flutninga til Ítalíu á næstunni. Nánar »

Helgi á námskeiðinu hjá Dominic Chambrone
Siggi Gunnars

Hannar og smíðar eigin strigaskó

Hinn 17 ára gamli Helgi Líndal er heldur betur hæfileikaríkur. Helgi sem er námi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur lært að smíða sína eigin Adidas Stan Smith skó og ætlar nú utan til þess að læra að gera Air Jordan 1 skóna frá Nike. Nánar »

Hrönn Bjarnadóttir í Magasíninu.
Magasínið

Bakar brúðartertuna sjálf

Ofursnapparinn Hrönn Bjarnadóttir mætti í Magasínið og deildi góðum ráðum varðandi brúðkaup og skreytingar. Auk þess sagði Hrönn frá eigin brúðkaupstertu sem hún bakar sjálf. Nánar »

Logi, Þorsteinn og Rikka eldhress í morgunsárið.
Ísland vaknar

Bataskólinn bætir líf fólks

„Bataskóli Íslands er skóli sem er er ætlaður fólki með geðrænar áskoranir. Geðrænar áskoranir er allt sem lýtur að geðrænum veikindum eins og kvíði, ADHD, þunglyndi og svo líka þyngri sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum.“ Nánar »

Siggi Gunnars og Páll Óskar klárir í stúdíói K100 fyrir Pallaball í beinni.
Fréttir

Páll Óskar í beinni á Hinsegin100

Í dag skiptir útvarpsstöðin K100 um nafn og heitir Hinsegin100 í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Hápunktur dagsins verður kl. 15 þegar Páll Óskar mætir á svæðið og slær upp Pallaballi í beinni ásamt Sigga Gunnars. Nánar »

Sesselja Ómarsdóttir og Þóra Tómasdóttir kraftlyftingakonur með meiru.
Ísland vaknar

Hvað tekurðu í bekkpressu?

Vinsældir kraftlyftinga hafa aukist á meðal kvenna og eru sífleiri sem kjósa sér að æfa þær og jafnvel af það miklum móð að þær enda á heimsmeistarmóti á miðjum aldri. Þóra Tómasdóttir og Sesselja Ómarsdóttir Nánar »

Brosmilt þríeyki í morgunsárið.
Ísland vaknar

Peysan sem bætir heiminn

„Okkur langaði að hanna flík með skilaboðum á og höfðum þess vegna samband við UN Women,“ segir Helga Ólafsdóttir, fatahönnuður og eigandi barnafatamerkisins Iglo + Indi um Empwr Women-peysuna sem fer í sölu í dag. Nánar »

Hvati, Silja Mist og Þóra í Magasíninu.
Magasínið

Bleika súkkulaðið kynnt í 600 manna veislu

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að bleika Rúbínsúkkulaðið verði kynnt í 600 manna teiti í Hörpu í næstu viku. Örfáir hafa fengið að smakka nýja súkkulaðið. Nánar »

Manúela Ósk Harðardóttir hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ísland vaknar

Upplifði sig eina í æsku

„Þetta er frekar slæmt þar sem ég er engin hlaupamanneskja, ég ætla bara að taka minn tíma,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn skipuleggjenda Miss Universe Iceland-keppninnar, en hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu.
Magasínið

Ólafur Darri og Ilmur safna áheitum

Þau Darri Ólafs og Ilmur Kristjánsdóttir, andlit auglýsingaherferðar Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka sögðu sína sögu og hvaða góðgerðarmálefni þau ætla að styrkja í gegnum hlaupastyrk.is. Nánar »