menu button

Stjörnurnar ekki keyptar hingað

Ari Hermóður framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur hitt stjörnurnar við veiðar ...
Ari Hermóður framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur hitt stjörnurnar við veiðar hérlendis. Hann segir stjörnurnar ekki keyptar hingað til lands til að segja þessa hluti. Mynd/Instagram gordongram og davidbeckham

Af hverju velja Gordon Ramsey og allar hinar stjörnurnar að koma til Íslands umfram alla hina lúxus veiðistaðina sem bjóðast í veröldinni? Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, fór yfir það í síðdegisþættinum Magasíninu á K100. Hann segir landið okkar einfaldlega einna best í heiminum er kemur að laxveiðinni, Ísland sé að minnsta kosti í einu af þremur efstu sætunum.

„Kaupa sín veiðileyfi eins og aðrir“

„The best salmon in the world,“ segir Gordon Ramsey í einni færslu sinna á Instagram miðlinum og fótboltastjarnan David Beckham tók í svipaðan streng í sinni færslu. David nefnir auk þess fallega náttúru og gestrisni. Hann segir stjörnurnar ekki keyptar hingað til lands til að segja þessa hluti. „Hvort þeim sé boðið af einhverjum vinum sínum veit ég ekki, en þeir kaupa sín veiðileyfi eins og aðrir.“ 

Ari segir okkur á heimsmælikvarða og að við höfum forskot á aðra vinsæla staði af ýmsum ástæðum. Rússland sé til dæmis ekki eins aðgengilegt, Írland, Skotland og Noregur hafi meðal annars orðið undir vegna laxeldis og hér séu ekki moskítóflugur. Einnig sé þessi ósnerta náttúra demanturinn okkar auk þess sem árnar eru nokkuð öruggar í veiði og gæði matar og aðstöðunnar í veiðikofunum hérlendis á heimsmælikvarða.

Tískustraumar ná út á árbakkann

Það er ljóst að stjörnurnar gefa ekkert eftir hvað tísku varðar þegar komið er í veiði hérlendis þrátt fyrir afslappað andrúmsloft og frið frá ljósmyndurum. „Það þarf að „looka“ á bakkanum eins og uppi í veiðihúsi,“ segir Ari í gamansömum tón og staðfestir að stjörnurnar taki stílinn út á bakkann. „Það verður þó seint talið eggjandi að vera í vöðlum við að veiða og svo kannski í regngalla yfir líkt og hafi tíðkast í sumar,“ segir Ari á léttum nótum í viðtalinu við þáttastjórnendur. 

Hann segir Viktoríu Beckham frægustu stjörnuna af þeim sem hann hefur unnið með og liðsinnt. Hann deilir því að hann hafi fengið eina sjálfu með manninum hennar David til að stríða pabba sínum sem er United maður.

Hér má sjá færslu Gordon Ramsey og David Beckham af Instagram þar sem þeir mæra Ísland og íslenska lax veiði. Viðtalið við Ara Hermóð má hlusta í heild í spilaranum fyrir neðan. 

Catch of the day ! The best salmon in the world #iceland

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram) on Jul 6, 2018 at 9:25pm PDT

What a trip is all I have to say... Beautiful Country , beautiful people , hospitality was possibly the best we have all had thanks to @thorbjorgolfsson ... PERFECT 👌 @guyritchie

A post shared by David Beckham (@davidbeckham) on Jun 30, 2018 at 1:43am PDT

mbl.is
Hinn nýbakaði faðir, Ásgeir Erlendsson, var að sjálfsögðu í hátíðarskapi er hann mætti í föstudagsspjallið ásamt söngkonunni Regínu Ósk, sem er jafnframt ný rödd K100.
Fréttir

Í hátíðarskapi í vikulokin

Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Nánar »

Auður Jónsdóttir, rithöfundur og Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikar voru eldhress í morgunþættinum Ísland vaknar
Fréttir

Sólin gleði vikunnar

Það þarf ekki mikið til að gleðja Þorvald Davíð Kristjánsson og Auði Jónsdóttur, sem fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Tveir sólardagar voru gleði vikunnar. Nánar »

Það eru liðin 24 ár frá því að Fanney Sigurðardóttir tók þátt í dagskrárlið hjá Hemma Gunn sem heillaði þjóðina alla. Hún segir Hemma hafa gefið sér tíma og verið með einstaklega mikla útgeislun.
Magasínið

Börnin hans Hemma Gunn í Magasínið

Börnin hans Hemma Gunn slógu í gegn á sínum tíma. Þau mæta Í Magasínið, síðdegisþátt K100 á næstu dögum. Fanney Sigurðardóttir reið á vaðið. Hún segist muna þetta líkt og gerst hefði í gær. Nánar »

Kynlífsfræðingurinn Áslaug Kristjáns segir mikið undir ef fyrirliðinn er ekki „inni á vellinum“. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.
Magasínið

Fyrirliði er mikilvægur í sambandi

Áslaug Kristjáns kynfræðingur ræddi fótbolta og kynlíf í síðdeginu á K100. Líkt og í fótbolta þarf gott lið að hafa liðstjóra og fyrirliða að sögn Áslaugar, sem segir fyrirliðahlutverkið mikilvægt í sambandinu svo parið verði ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn. Nánar »

Halla Tómasdótti í morgunþættinum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Við munum sakna Íslands

„Ég er að fara að leiða samtök leiðtoga sem kalla sig The B team, sem sumir myndu halda í fyrstu atrennu að sé síðri hópurinn en þetta eru svona að mínu mati hugrökkustu leiðtogar heimsins í dag. Nánar »

Kvennalið Boss skipa þær Elín Gísladóttir, Alma María Rögnvaldsdóttir, Guðrún Bergsteinsdóttir og Margrét Elíasdóttir. Allar eru reyndir hlauparar og ætla þær að safna áheitum fyrir Umhyggju, félagi langveikra barna í Reykjavíkur Maraþoni Íslandsbanka.
Fréttir

Hlaupa maraþon í kjólum

„Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögunum. Nánar »

Þátttakendur leggjast til sunds í Urriðavatni á Héraði í blíðskaparveðri.
Magasínið

Vatnasund nýtur vaxandi vinsælda

Við Hafravatn var hópur fólks að synda í blíðviðrinu í dag. Þau sögðust vera að æfa fyrir Urriðavatnsþrautina sem fram fer á Egilstöðum laugardaginn 28. júlí. Sundið er þriðja þrautin af fjórum, í Landvætta áskorun sem þau taka þátt í á vegum Ferðafélags Íslands. Nánar »

Mikil stemmning í morgun þegar Lukka Pálsdóttir kíkti í heimsókn í Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Fita gerir okkur ekki feit

„Ég mælist með hátt kólesteról núna í janúar og hef borðað mjög fituríka fæðu síðan þá, samt hefur það lækkað. Bólguþættir í mínu blóði eru líka lægri,“ segir Lukka sem einnig hefur misst hátt í tíu kíló. Nánar »

Svava Björk Hjaltalín er farsæl í starfi sínu sem arkitekt. Hún segist hafa ákveðið fyrir nokkru að setja sjálfa sig í fyrsta sætið, rjúfa þögnina og segja frá áföllum og ofbeldi frá unglingsárum.
Magasínið

Arkitekt að eigin lífi

„Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár eftir ofbeldi. Á dögunum birti hún færslu þar sem hún lýsti því hvernig eitt takmark af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Nánar »

Heimir Hallgrímsson hér á góðri stundu í síðdegisþættinum Magasíninu á K100 er Karlakórinn Esja kom honum óvart með söngnum „Ég er kominn heim“ í tilefni af 50 ára afmæli landsliðsþjálfarans.
Fréttir

#Takk Heimir

Heimir Hallgrimsson hefur sagt skilið við karlalandsliðið í knattspyrnu. Við á K100 þökkum Heimi fyrir allt og rifjum upp þegar Karlakórinn Esja kom honum á óvart í Magasíninu í fyrra stuttu eftir að Heimir varð fimmtugur og ítarlegt viðtal sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Þingvöllum. Nánar »