menu button

Sjálfstyrkjandi sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur

Þau Jón Viðar Arnþórsson og Sóllilja Baltasarsdóttir komu í heimsókn í Ísland vaknar í morgun en þau standa nú fyrir sjálfsvarnarnámskeiðum fyrir konur á æfingastöðinni ISR Matrix.  Námskeiðin eru mjög vinsæl að þeirra sögn en þau ganga út á að kenna konum grunninn í neyðarvörn í daglegu lífi.  

„Það er svolítið annað en að slást inni í einhverju búri eða boxhring,“ segir Jón Viðar.  „Það er mikið af öðrum hlutum sem þarf að hugsa um ef þú ert inni í þröngu rými, t.d. inni á klósetti, heima hjá þér, inni á skemmtistað eða úti á götu. Þar eru engar reglur, það er enginn að fara að stoppa þig ef einhver gerir ólöglegt bragð eða högg.“

Sóllilja, unnusta Jóns Viðars, hefur stundað þessi námskeið og ber þeim vel söguna.  „Þetta er mjög sjálfstyrkjandi og maður finnur það þegar stelpurnar eru að æfa saman að það verður til einhver orka sem þú finnur ekki neins staðar annars staðar. Við höfum fengið til okkar stelpur sem hafa lent í alls konar ótrúlegum hlutum og þær finna það þegar þær byrja að æfa að þær fara að takast á við kvíðavandamál sem gerir það að verkum að þeim finnst þær geta labbað einar úti á götu aftur,“ segir Sólilja og Jón bætir við að þeim finnist þær vera frjálsari.  „Þær hafa kannski ekki þorað niður í bæ í langan tíma en nú er það ekki vandamál lengur.“

Tækni er styrkur

Á námskeiðunum læra stelpurnar mikla tækni.  „Tækni er styrkur.  Stelpur eru oft ekki eins sterkar og strákar og þær þurfa því oft að beita grófari neyðarvörn,“ segir Jón Viðar og lýsir því nánar:  „Ef þú kemst t.d. í klofið á karlmanni, þá grípurðu í allt draslið og þú togar og rífur. Og sama ef þú kemst í augun á manneskjunni þá potarðu ekki, heldur treðurðu puttanum inn og klórar þannig að hornhimnan rifnar svo manneskjan sjái ekkert í smá tíma.“

Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.

Ísland vaknar er á dagskrá alla virka daga frá kl. 6.45 til kl. 9.00 á K100 og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans.

mbl.is
Þátttakendur leggjast til sunds í Urriðavatni á Héraði í blíðskaparveðri.
Magasínið

Vatnasund nýtur vaxandi vinsælda

Við Hafravatn var hópur fólks að synda í blíðviðrinu í dag. Þau sögðust vera að æfa fyrir Urriðavatnsþrautina sem fram fer á Egilstöðum laugardaginn 28. júlí. Sundið er þriðja þrautin af fjórum, í Landvætta áskorun sem þau taka þátt í á vegum Ferðafélags Íslands. Nánar »

Mikil stemmning í morgun þegar Lukka Pálsdóttir kíkti í heimsókn í Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Fita gerir okkur ekki feit

„Ég mælist með hátt kólesteról núna í janúar og hef borðað mjög fituríka fæðu síðan þá, samt hefur það lækkað. Bólguþættir í mínu blóði eru líka lægri,“ segir Lukka sem einnig hefur misst hátt í tíu kíló. Nánar »

Svava Björk Hjaltalín er farsæl í starfi sínu sem arkitekt. Hún segist hafa ákveðið fyrir nokkru að setja sjálfa sig í fyrsta sætið, rjúfa þögnina og segja frá áföllum og ofbeldi frá unglingsárum.
Magasínið

Arkitekt að eigin lífi

„Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár eftir ofbeldi. Á dögunum birti hún færslu þar sem hún lýsti því hvernig eitt takmark af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Nánar »

Bergsveinn Arelíusson, oft kenndur við Sóldögg, var forsprakki hljómsveitarinnar Ðí Kommitments sem var vinsæl skólahljómsveit úr FB og stofnuð í kringum árshátíð skólans.
Magasínið

Ðí Kommitments saman á ný

„Ég man að það var röð af Gauknum og alveg yfir á Dubliners,“ segir Ragnar Þór, betur þekktur sem formaður VR en í hlutverki trommarans í Ðí Kommitments að þessu sinni. Tilefni endurkomunnar eru minningar- og söfnunartónleikar þar sem safnað verður fyrir Hammond í Hörpu. Nánar »

„Líkamann sem gekk með og fæddi son minn. Ég vildi ná myndum af slitunum, húðinni sem fellur saman þegar maður situr og svo framvegis,“ útskýrir Karitas Harpa.
Fréttir

Þróaði með sér átröskun

Karitas Harpa Davíðsdóttir ætti að vera orðin einhverjum kunnug eftir að hún sigraði í The Voice Ísland síðasta vor. Hún var í einlægu viðtali um ferilinn og átröskun sem hún þróaði með sér, en hún segist alla tíð hafa verið með skekkta líkams- og sjálfsímynd. Nánar »

Það eru liðin 24 ár frá því að Fanney Sigurðardóttir tók þátt í dagskrárlið hjá Hemma Gunn sem heillaði þjóðina alla. Hún segir Hemma hafa gefið sér tíma og verið með einstaklega mikla útgeislun.
Magasínið

Börnin hans Hemma Gunn í Magasínið

Börnin hans Hemma Gunn slógu í gegn á sínum tíma. Þau mæta Í Magasínið, síðdegisþátt K100 á næstu dögum. Fanney Sigurðardóttir reið á vaðið. Hún segist muna þetta líkt og gerst hefði í gær. Nánar »

Kynlífsfræðingurinn Áslaug Kristjáns segir mikið undir ef fyrirliðinn er ekki „inni á vellinum“. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.
Magasínið

Fyrirliði er mikilvægur í sambandi

Áslaug Kristjáns kynfræðingur ræddi fótbolta og kynlíf í síðdeginu á K100. Líkt og í fótbolta þarf gott lið að hafa liðstjóra og fyrirliða að sögn Áslaugar, sem segir fyrirliðahlutverkið mikilvægt í sambandinu svo parið verði ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn. Nánar »

Halla Tómasdótti í morgunþættinum Ísland vaknar.
Ísland vaknar

Við munum sakna Íslands

„Ég er að fara að leiða samtök leiðtoga sem kalla sig The B team, sem sumir myndu halda í fyrstu atrennu að sé síðri hópurinn en þetta eru svona að mínu mati hugrökkustu leiðtogar heimsins í dag. Nánar »

Heimir Hallgrímsson hér á góðri stundu í síðdegisþættinum Magasíninu á K100 er Karlakórinn Esja kom honum óvart með söngnum „Ég er kominn heim“ í tilefni af 50 ára afmæli landsliðsþjálfarans.
Fréttir

#Takk Heimir

Heimir Hallgrimsson hefur sagt skilið við karlalandsliðið í knattspyrnu. Við á K100 þökkum Heimi fyrir allt og rifjum upp þegar Karlakórinn Esja kom honum á óvart í Magasíninu í fyrra stuttu eftir að Heimir varð fimmtugur og ítarlegt viðtal sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Þingvöllum. Nánar »

Ísland vaknar

Hugsaðu jákvætt

Bjartur Guðmundsson leikari stendur nú fyrir námskeiðum þar sem fólk lærir að líða betur í lífinu. Hann gaf þáttastjórnendum í Ísland vaknar góð ráð í morgun. Nánar »