menu button

Rangt að þakka rafsígarettum fyrir árangur í tóbaksvörnum

Jónína Sigurgeirsdóttir formaður fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga var á línunni í Ísland vaknar í morgun þar sem hún svaraði gagnrýni Gígju Skúladóttur hjúkurnarfræðings á umsögn félags hjúkrunarfræðinga til Alþingis um frumvarp um rafrettur sem samþykkt var í gær.

Gígja sagði í þættinum í gær að sér fyndist rangt af formanni félagsins, Guðbjörgu Pálsdóttur, að tala á þennan hátt og nota félagið fyrir „sínar persónulegu skoðanir“.  Gígja sagði m.a.: „Þetta er að bjarga mannslífum.  Á milli 2-400 manns deyja árlega vegna reykinga og það er mjög alvarlegt þegar hjúkrunarfélagið kemur með svona yfirlýsingu sem verður kannski til þess að fólk hættir við að veipa.  Veip bjargar lífum, það er alveg öruggt mál.“  

Jónína gerir athugasemdir við þetta.  „Ég vil benda á að það hafði náðst mjög góður árangur í tóbaksvörnum fyrir tíma rafsígarettanna, þannig að það er rangt að þakka það rafsígarettum að það hafi náðst góður árangur í tóbaksvörnum á Íslandi,“ segir Jónína og bætir við að það sé ekki svaravert að ætla formanni hjúkrunarfélagsins að vera að nýta aðstöðu sína til að vera með sleggjudóma.  "það má segja að þá sé gert lítið úr faglegri þekkingu sérfræðinga í hjúkrun lungasjúkdóma sem voru með í þessari umsögn.“

Jónína segist ekki leggja að jöfnu sígarettu og rafsígarettur, en „verknaðurinn er sá sami, það er verið að soga að sér reyk og blása honum frá sér.  Tóbaksiðnaðurinn fattar þetta alveg og markaðssetning á rafsígarettum er algjörlega sambærileg við auglýsingar tóbaksframleiðenda á árunum eftir stríð.  Þær auglýsingar beindust að konum, sem voru ekki farnar að reykja mikið þá, en nú beinast auglýsingar að ungu fólki með því að gera búnaðinn flottan og spennandi og láta eins og þetta sé bara ekki neitt.  Og tóbaksframleiðendur hika ekki við að koma með falskar fullyrðingar um skaðleysið og við í fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga óttumst að það sama muni sýna sig með rafsígarettur,“ segir Jónína og bætir við að rannsóknir á þessu taki áratugi.  „Í rauninni finnst mér dapurlegt að sjá heilbrigðisfólk ganga í þessa gildru, eins og sumir gera.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.

Ísland vaknar er á dagskrá alla virka morgna frá kl. 6.45 til kl. 9.00 á K100 og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans.mbl.is
Jón Steinar Gunnlaugsson var gestur Páls Magnússonar á Þingvöllum í morgun.
Fréttir

Dómarinn ætti að anda með nefinu

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að Benedikt Bogason hæstaréttardómari beri sýnilega „mjög kaldan hug“ til sín og að hann telji að dómarinn ætti að „anda pínulítið með nefinu“ og átta sig á því að hann geri sjálfum sér ekki greiða með málarekstri gegn sér. Nánar »

Hressir og sprækir krakkar í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í vel með förnum skópörum frá Íslendingum, degi fyrir leikinn gegn Íslandi á HM2018.
Fréttir

Skór frá Íslandi komnir til Nígeríu

Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu í gær afhenta að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, daginn áður en þjóðirnar mætast á HM í fótbolta. Nánar »

Helga Arnardóttir og Guðný Helga Herbertsdóttir
Ísland vaknar

Hannes er snillingur vikunnar

Fótbolti, veður og Trump var það sem helst var rætt í vikunni í hnotskurn þar sem Guðný Helga Herbertsdóttir og Helga Arnardóttir fóru yfir það helsta í þessari viku. Nánar »

Birna Anna Björnsdóttir
Fréttir

Trump fer eins langt og hann kemst

Donald Trump hefur undirritað tilskipum sem á að koma í veg fyrir að börn verði aðskilin frá foreldrum við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Birna Anna Björnsdóttir, íbúi í New York, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi um breytingar í Bandarikjunum og Trump. Nánar »

Ísland vaknar

Loksins sól!

Rúnar og Rikka fögnuðu komu sólarinnar í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Þau spiluðu búta úr svokölluðum sólarlögum, hvöttu yfirmenn til að gefa frí og margt margt fleira. Nánar »

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason sögðust svekkt eftir leikinn gegn Nígeríu en að það væri engu að síður gaman að taka þátt í ævintýri landsliðsins í Rússlandi.
Magasínið

„Við sitjum ekki í Rostov!“

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason eru stödd í Volgograd en þau hafa fylgt landsliðinu eftir í fyrstu tveimur leikjunum og ætla sér nú til Rostov í síðasta leik landsliðsins í riðlakeppninni. Þau segja gaman í Rússlandi þrátt fyrir tap. Nánar »

Þórarinn Þór og Hróði mættu eldhressi í Ísland vaknar
Ísland vaknar

Hroði spáir Nígeríu sigri

Getspaki páfagaukurinn Hroði mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar með valhnetur og útprentaða miða sem á stóð; Ísland, jafntefli og Nígera. Nánar »

Hjördís Perla Rafnsdóttir, unnusta Kára Árnasonar, sagði frá því að makahópur landsliðsmannanna væri samheldinn, en sem dæmi æfðu nokkrar saman fyrir mótið í Mjölni. Hér er mynd af þeim fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu en sendiherra Íslands, Berglind Ásgeirsdóttir, bauð þeim þangað í móttöku á kvenréttindadaginn 19. júní.
Magasínið

Andleg næring að hitta maka og börn

Hjördís Perla Rafnsdóttir, unnusta Kára Árnasonar segir góðan anda í leikmönnum en í dag fengu þau að hittast. Hún er bjartsýn á að landsliðið fari upp úr riðlinum og komist áfram. Nánar »

Sjötíu konur alls staðar að mættu í ReykjadalsRide Tinds í gær í tilefni af  kvenréttindadeginum 19. júní.
Magasínið

Reykjadalurinn var "stelpaður" 19. júní

Kvenréttindadagurinn var víða haldinn hátíðlegur og margar samkomur haldnar í tilefni dagsins. Samkomurnar voru fjölbreyttar, en sem dæmi „stelpuðu“ hjólakonur frá hjólreiðafélaginu Tind Reykjadalinn. Nánar »

Ísland vaknar

„Þetta er ekkert persónulegt“

Hildur Björnsdóttir sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í gær en hún var kjörinn borgarfulltrúi Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í lok maí. Hildur kom í Ísland vaknar á K100 í morgun og sagði frá þvi hvernig henni fyndist nýi vinnustaðurinn. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist