menu button

Jordan Peterson er indæll maður

Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með fréttum að kanadíski sálfræðingurinn Jordan B. Peterson er hér á landi en hann flutti tvo fyrirlestra fyrir fullu húsi í Hörpu í gær- og fyrrakvöld.

Gunnlaugur Jónsson heimsótti Ísland vaknar í morgun en hann er einn af þeim sem stóðu fyrir komu Jordans til landsins „Í stuttu máli er hann sálfræðingur sem er að hjálpa fólki að bæta líf sitt, hann bendir á strategíur en á sama tíma tengir hann það við heildarhugsun um lífið þannig að maður skilur strategíurnar og verður mótiveraður,“ segir Gunnlaugur aðspurður út á hvað hugmyndir Jordans ganga í stuttu máli.

Margir hafa viljað spyrða Jordan við pólitík og í augum sumra, aðallega vinstri manna, er hann ekki hátt skrifaður.  En ganga hans fyrirlestrar út á pólitík?  „Ekki eins og hann vill nota orðið.  Orð hans verða kannski pólitísk því hann verður frægur fyrir að mótmæla lögum um að þvinga fram ákveðna tjáningu í Bandaríkjunum í notkun persónufornafna og segir að það sé brot á tjáningarfrelsi,“ segir Gunnlaugur og vísar þá í að hugmyndir um að skylda fólk til að nota nýuppfundin persónufornöfn eins og t.d. hán en Jordan hefur mótmælt því að verði gert refsivert að nota þessi orð ekki.  „En þessir hlutir eru kannski bara 1% af því sem hann er að segja.  Hann er almennt að tala um hvernig við getum bætt líf okkar og er með þessi praktísku ráð um það og það kann að vera að það sé pólitískt í augum þeirra sem vilja gera allar lausnir pólitískar, vilja alltaf horfa alltaf til ríkisins til að leysa öll vandamál,“ segir Gunnlaugur.

Gunnlaugur hefur umgengist Jordan Peterson talsvert síðustu daga og fór yfir það hvernig persóna hann væri "utan sviðs".  „Eins og svo oft þegar maður kynnist einhverjum frægum, þá er þetta bara venjulegur maður,“ segir Gunnlaugur og brosir.  „Hann er mjög indæll,“ bætir hann við en Jordan er hér á landi með fjölskyldu sinni og ætlar að skoða landið áður en hann fer aftur heim.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.

Ísland vaknar er á dagskrá alla virka daga frá kl. 6.45 til kl. 9.00 á K100 og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu hátíðlegum athöfnum sínum til haga á leikdegi Íslands, öfugt við landsmenn sem flestir aflýstu eða frestuðu vígslum.
Magasínið

Viðarsdætur skírðu á HM leikdegi

Athöfnum og vígslum var víða aflýst eða frestað vegna leiks Íslands og Argentínu á HM, en því var öfugt farið hjá systrunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum sem héldu sínum hátíðlegu athöfnum til haga. Nánar »

Vinningshafinn Björn Daníel Daníelsson var að sjálfsögðu ánægður með vinninginn.
Fréttir

Tippaði á rétt úrslit og vann síma

Björn Daníel Daníelsson bar sigur úr býtum í HM-leik útvarpsstöðvarinnar K100, Morgunblaðsins og mbl.is með því að tippa á rétt úrslit í leik Íslands og Argentínu. Nánar »

Elva, Katla og Ólafía tóku lagið í morgun
Fréttir

Allir í kjóla

Heimilistónar tóku lagið í morgunþættinum Ísland vaknar. Það stendur mikið til hjá hljómsveitinni sem heldur kjólaball í Gamla Bíói á morgun, laugardag. Nánar »

Fréttir

Þú getur unnið utanlandsferð á K100

K100 og Heimsferðir ætla á morgun að gefa heppnum hlustanda K100 ferð fyrir þrjá eitthvað út í heim. Það eina sem þú þarft að gera til þess að næla í vinninginn er að hlusta á K100 á morgun. Nánar »

Ísland vaknar

Ennþá vinir eftir erfitt ferðalag

Nýr íslenskur sjónvarpsþáttur, Flökkulíf, var frumsýndur í Sjónvarpi Símans á dögunum en þættirnir fjalla um tvo æskuvini sem ferðast um landið á Land Rover og reyna að lifa á landsins gæðum. Nánar »

Siggi Gunnars

Vasilij Utkin datt af stól í beinni

Vasilij Utkin er ekki í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni eftir að hafa kallað okkur „víkingaaula“ og líkt landsliðinu við ójöfnu í vegi. Nánar »

Oddný Helga Óðinsdóttir  fagnaði með börnum sínum á K100 þegar hún vann ferð til Króatíu með Heimsferðum.
Magasínið

Vann ferð til Króatíu á K100

Oddný Helga Óðinsdóttir vann ferð til Króatíu fyrir tvo fullorðna og eitt barn með Heimsferðum á ferðadegi K100. Næsta sólarferð verður gefin 6. júlí næstkomandi. Nánar »

Sigtryggur Magnason og Júlía Margrét Alexandersdóttir
Fréttir

Öskubuska með 2900 sokkapör

Eins og við var að búast var mest talað um HM þegar Júlía Margrét Alexandersdóttir og Sigtryggur Magnason gerðu upp vikuna i hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Nánar »

Baltasar Kormákur var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar
Fréttir

Áskorun að setja sig í spor kvenna

Baltasar Kormákur segir að það hafi verið áskorun að segja sögu konu í myndinni Adrift. Hún hefur fengið góða dóma og mikla aðsókn. Baltasar ræddi myndina, kynskipta gagnrýni og fleira í morgunþættinum Ísland vaknar Nánar »

Hallgrímur Ólafsson, hér í hvítum kirtli, með félögunum sem buðu öllum frítt á heiðurstónleika í Bíóhöllinni á Akranesi  í kvöld í tilefni af steggjun Hallgríms, eða Halla Melló, líkt og hann er stundum kallaður.
Magasínið

Magnús Magnús Magnússon steggjaður

Jóhannes Haukur leikari sagði frá steggjun Halla Melló félaga síns en hún fólst meðal annars í því að haldnir voru óvæntir tónleikar til heiðurs Halla í Bíóhöllinni á Akranesi í dag. Nánar »