Meðferð við þunglyndi og kvíða á netinu

Mín líðan býður upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum þunglyndis og félagskvíða.  Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og er fyrsta íslenska fjargeðheilbrigðisþjónustan sem fær leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.  Þau Tanja Dögg Björnsdóttir sálfræðingur og Sveinn Óskar Hafliðason hagfræðingur starfa hjá þjónustunni en þau voru viðmælendur í Ísland vaknar í morgun.

„Meðferð á netinu er ekki þekkt fyrirbæri hér á Íslandi,“ segir Tanja Dögg.  "Meðferðin er 10 tímar og samanstendur af fræðslu, spurningalistum, æfingum og verkefnum.  Þannig að þetta er tiltölulega stöðluð meðferð.“

Fólki er boðið að taka próf á minlidan.is og í kjölfarið ráðlagt hvort það á að fara í meðferð eða ekki.  Boðið er upp á prufutíma, án endurgjalds.

Meðferðin eru skrifuð samskipti á milli sálfræðings og skjólstæðings að sögn Tönju Daggar.  „Þetta er þægileg leið fyrir fólk sérstaklega þá sem eiga erfitt með að komast til sálfræðings.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Tönju Dögg og Svein Óskar hér að neðan.

Ísland vaknar er á dagskrá alla virka daga frá kl. 6.45 - 9.00 á K100 og á rás 9 í Sjónvarpi Símans.mbl.is

#taktubetrimyndir