menu button

Ekki hægt að græða á HM

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka.
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka.

Það er innan við mánuður í heimsmeistarakeppnina í fótbolta og heimurinn bíður spenntur. Gríðarlegar tekjur eru í húfi fyrir alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og einnig ríkið sem heldur mótið. 

Íslandsbanki heldur í dag, þriðjudag, fræðslufund um viðskiptahliðina á HM og Björg Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar. Hann segir að saga FIFA sé mörkuð af spillingu og mörg spillingarmál komu upp í kringum síðustu keppni í Brasilíu. Bandaríkjamenn telja að mútugreiðslur hafi numið sem svarar um 15 milljörðum króna. „Nú er búið að hreinsa til í stjórninni. Nú er fyrsta mótið undir nýrri stjórn og það merkilega er að nú er erfiðara að nálgast upplýsingar en áður,“ segir Björn.

Hann segir að það sé nánast ómögulegt fyrir ríki á að hagnast á að halda svona keppni. Rússar sitji uppi með risastóra leikvanga sem taka 40-80 þúsund manns í sæti, í landi þar sem að meðaltali 13 þúsund mæta á leiki. „Í mjög einfaldri mynd eru það Rússar sem borga. Þeir borga nánast allt og FIFA fær allar tekjurnar, miðasölu og markaðssetningu og öllu. Tekjur FIFA verða um 340 milljarðar af þessu móti.

Eftir situr að óbeinar tekjur skila sér til landsins sem heldur keppnina. Það hjálpar svo ekki að Rússar eru komnir um 150 prósent framúr áætlun við leikvanga en hafa á móti reynt að skera niður í öðru. Óvíst hvað verður um leikvangana og Björn bendir á til dæmis að nú eigi að fara að rífa Ólympíuleikvanginn í Sydney, 18 árum eftir að leikarnir voru haldnir þar.

Nánar er hægt að fræðast um viðskiptahlið HM á fundi Íslandsbanka í Norðurturninum í dag en hér er hægt að sjá spjallið. Á K100.is er svo hægt að sjá fleiri brot og jafnvel hlusta á allan þáttinn.

mbl.is
Ísland vaknar

Loksins sól!

Rúnar og Rikka fögnuðu komu sólarinnar í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Þau spiluðu búta úr svokölluðum sólarlögum, hvöttu yfirmenn til að gefa frí og margt margt fleira. Nánar »

Edda Björgvinsdóttir, borgarlistamaður
Fréttir

Hélt að þetta væri grín

Edda Björgvinsdóttir segir að margt hafi breyst á þeim 40 árum sem liðið hafa síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum. Hún var útnefnd borgarlistarmaður Reykjavíkur og fékk fálkaorðuna 17. júní og fór yfir það í morgunþættinum Ísland vaknar. Nánar »

Siggi Gunnars

Vasilij Utkin datt af stól í beinni

Vasilij Utkin er ekki í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni eftir að hafa kallað okkur „víkingaaula“ og líkt landsliðinu við ójöfnu í vegi. Nánar »

Oddný Helga Óðinsdóttir  fagnaði með börnum sínum á K100 þegar hún vann ferð til Króatíu með Heimsferðum.
Magasínið

Vann ferð til Króatíu á K100

Oddný Helga Óðinsdóttir vann ferð til Króatíu fyrir tvo fullorðna og eitt barn með Heimsferðum á ferðadegi K100. Næsta sólarferð verður gefin 6. júlí næstkomandi. Nánar »

Sigtryggur Magnason og Júlía Margrét Alexandersdóttir
Fréttir

Öskubuska með 2900 sokkapör

Eins og við var að búast var mest talað um HM þegar Júlía Margrét Alexandersdóttir og Sigtryggur Magnason gerðu upp vikuna i hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Nánar »

Ísland vaknar

„Þetta er ekkert persónulegt“

Hildur Björnsdóttir sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í gær en hún var kjörinn borgarfulltrúi Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í lok maí. Hildur kom í Ísland vaknar á K100 í morgun og sagði frá þvi hvernig henni fyndist nýi vinnustaðurinn. Nánar »

Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu hátíðlegum athöfnum sínum til haga á leikdegi Íslands, öfugt við landsmenn sem flestir aflýstu eða frestuðu vígslum.
Magasínið

Viðarsdætur skírðu á HM leikdegi

Athöfnum og vígslum var víða aflýst eða frestað vegna leiks Íslands og Argentínu á HM, en því var öfugt farið hjá systrunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum sem héldu sínum hátíðlegu athöfnum til haga. Nánar »

Vinningshafinn Björn Daníel Daníelsson var að sjálfsögðu ánægður með vinninginn.
Fréttir

Tippaði á rétt úrslit og vann síma

Björn Daníel Daníelsson bar sigur úr býtum í HM-leik útvarpsstöðvarinnar K100, Morgunblaðsins og mbl.is með því að tippa á rétt úrslit í leik Íslands og Argentínu. Nánar »

Elva, Katla og Ólafía tóku lagið í morgun
Fréttir

Allir í kjóla

Heimilistónar tóku lagið í morgunþættinum Ísland vaknar. Það stendur mikið til hjá hljómsveitinni sem heldur kjólaball í Gamla Bíói á morgun, laugardag. Nánar »

Fréttir

Þú getur unnið utanlandsferð á K100

K100 og Heimsferðir ætla á morgun að gefa heppnum hlustanda K100 ferð fyrir þrjá eitthvað út í heim. Það eina sem þú þarft að gera til þess að næla í vinninginn er að hlusta á K100 á morgun. Nánar »