menu button

FIFA fjallar um ferð íslensku HM Lödunnar

Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 ...
Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 á rúntinn á Lödunni. Kristbjörn Hilmir Kjartansson

Það muna margir eftir Lödu Sport, rússnesku jeppunum sem voru vinsælir hér á Landi fyrir allnokkrum árum.  Þeir Kristbjörn Hilmar Kjartansson og Grétar Jónsson unnu 10 ára gamla Lödu Sport bifreið hjá Gamanferðum og hafa ákveðið að keyra hana í gegnum Evrópu og til Rússlands á HM.  Eftir umtalsvert viðhald á bílnum ákváðu þeir félagar að fara með bílinn til bílamálara sem aðstoðaði þá við að heilsprauta bílinn sem í dag er klæddur í íslenskan landsliðsbúning. 

Bíllinn gæti bilað á leiðinni

Ljóst er að þetta verður mikið ævintýri og ekki má mikið út af bregða til að valda vandræðum.  „Þegar við sóttum bílinn til Gamanferða bilaði hann á heimleiðinni“; segir Kristbjörn og brosir út í annað.  Þeir létu yfirfara bílinn fyrir sig og fengu upplýsingar um ýmislegt sem þurfti að gera við og eins var skipt um ýmsa varahluti sem líklegt er að gætu gefið sig á næstunni.  Það er ekki auðvelt að fá varahluti í þessa bíla og því er óljóst hvað gerist ef eitthvað gefur sig til að mynda í Danmörku eða Þýskalandi.  Bíllinn er keyrður rúmlega hundrað þúsund kílómetra og því var kominn tími á viðhald á hinu og þessu á þessum bíl.

Ferðalagið ríflega fimmtán þúsund kílómetrar

„Við tökum Norrænu til Danmerkur og keyrum þaðan niður til Þýskalands, yfir til Póllands og til Rússlands“; segir Grétar, en ljóst er að kílómetrafjöldinn sem þeir munu ferðast á bílnum mun hlaupa á þúsundum.  „Við keyrum líklega yfir 15þúsund kílómetra á leiðinni“; segir Kristbjörn, en þeir ætla að fylgja landsliðinu á alla leiki Íslands án tillits til hversu margir þeir verða.

FIFA hefur áhuga á verkefninu

Verkefnið hefur vakið gríðarmikla athygli og meðal annars hafa aðilar á vegum FIFA haft samband við þá.  „FIFA ætlar að gera heimildarmynd um fólk sem fer óvenjulegar leiðir á HM í Rússlandi og þeir vilja fjalla um okkur í þeirri mynd.“

Munu sýna frá ferðalaginu

Almenningur getur fylgst með þeim félögum í gegnum samfélagsmiðlana, en Grétar, sem er kvikmyndagerðamaður hefur komið upp myndavélabúnaði í bílnum og munu þeir félagar vera virkir á Instagram á meðan ferðinni undir nafninu „hmladan“.  Myndavélabúnaðurinn var prufukeyrður í meðfylgjandi innslagi en þar má sjá þegar þeir buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli Ágústssyni á K100 í prufuakstur á Lödunni.  Ljóst er á upptökunni að bíllinn býður ekki upp á öll þau þægindi sem við eigum að venjast af nýrri bílum nútímans, en sjón er sögu ríkari.

HM Ladan í landsliðsbúningnum.
HM Ladan í landsliðsbúningnum. Kristbjörn Hilmir Kjartansson
mbl.is
Leikhópurinn Lotta hitaði börn, foreldra og forráðamenn upp fyrir páskaeggjaleitina.
Fréttir

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Nánar »

Þór Breiðfjörð, Eyþór Ingi og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra sem koma fram á sýningunni.
Siggi Gunnars

Jesús og Júdas á K100

Það var glatt á hjalla í stúdíói K100 þegar þeir Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi, sem syngja hlutverk Júdasar og Jesú í tónleikasýningu Jesus Christ Superstar, litu við í morgun. Nánar »

Indversk stemning. Hluti áhafnarinnar áður en lagt var af stað frá Jaipur á Indlandi.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Draumavinnuferðir

„Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina,“ segir Guðmundur Gíslason flugmaður í flugi FI-1901 og einn úr áhöfninni sem flaug á dögunum með viðskiptavini Loftleiða Icelandic til nokkurra landa í Asíu á 14 dögum. Nánar »

Halldór Benjamín fagnar 40 ára afmæli sínu í London með konunni sem kom honum á óvart eftir langa og stranga samningalotu.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Nú slekk ég á símanum"

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fertugur í dag. Eftir langar og strangar kjaraviðræður var hann gabbaður af eiginkonu sinni, lækninum Guðrúnu Ásu Björnsdóttur, sem hafði verið búin að undirbúa óvænta afmælisferð til London. Nánar »

Melónur bæta kynhvötina
Ísland vaknar

Vatnsmelónur auka getu karla

Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormónsins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar. Nánar »

Fréttir

Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum

Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Nánar »

Sirrý Arnardóttir vildi kanna hvort hún yrði hamingjusamara ef hún sleppti því að taka þátt í samfélaginu á Facebook.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sirrý Arnar sprakk vegna Guðna

Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Sirrý Arnardóttir segir frá skemmtilegu Facebook-bindindi á veggnum hjá sér. Hún spjallaði við Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100 og sagði frá líðan sinni í kringum þá ákvörðun að hætta og snúa svo aftur og kunna að meta miðilinn betur en áður. Nánar »

Emmsjé Gauta var bannað að auglýsa Audi með þeim hætti sem hann gerði á Instagram.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Sleppur líklega við sektargreiðslu

Þórdís Valsdóttir lögfræðingur skrifaði meistararitgerð um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og gildandi rétt í þeim málum. Hún segir Neytendastofu mega gefa út skýrari og auðlesanlegri reglur, líkt og hin Norðurlöndin hafa gert. Nánar »

Um 7000 ráðstefnugestir voru mættir til San Diego til að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í notkun samfélagsmiðla.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir

Ein stærsta samfélagsmiðla ráðstefna heims, Social Media Marketing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sigurði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á ráðstefnunni sem um 7000 manns sóttu í ár. Nánar »

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fréttir

Verkalýðshreyfingin með „ranghugmyndir“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir óskynsamlegt að setja ferðaþjónustufyrirtæki í þá stöðu að starfsmenn þeirra fari í verkfall nú í upphafi nýrrar viku ofan á allt annað sem ferðaþjónustan hefur mátt þola undanfarið. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist