FIFA fjallar um ferð íslensku HM Lödunnar

Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 …
Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 á rúntinn á Lödunni. Kristbjörn Hilmir Kjartansson

Það muna margir eftir Lödu Sport, rússnesku jeppunum sem voru vinsælir hér á Landi fyrir allnokkrum árum.  Þeir Kristbjörn Hilmar Kjartansson og Grétar Jónsson unnu 10 ára gamla Lödu Sport bifreið hjá Gamanferðum og hafa ákveðið að keyra hana í gegnum Evrópu og til Rússlands á HM.  Eftir umtalsvert viðhald á bílnum ákváðu þeir félagar að fara með bílinn til bílamálara sem aðstoðaði þá við að heilsprauta bílinn sem í dag er klæddur í íslenskan landsliðsbúning. 

Bíllinn gæti bilað á leiðinni

Ljóst er að þetta verður mikið ævintýri og ekki má mikið út af bregða til að valda vandræðum.  „Þegar við sóttum bílinn til Gamanferða bilaði hann á heimleiðinni“; segir Kristbjörn og brosir út í annað.  Þeir létu yfirfara bílinn fyrir sig og fengu upplýsingar um ýmislegt sem þurfti að gera við og eins var skipt um ýmsa varahluti sem líklegt er að gætu gefið sig á næstunni.  Það er ekki auðvelt að fá varahluti í þessa bíla og því er óljóst hvað gerist ef eitthvað gefur sig til að mynda í Danmörku eða Þýskalandi.  Bíllinn er keyrður rúmlega hundrað þúsund kílómetra og því var kominn tími á viðhald á hinu og þessu á þessum bíl.

Ferðalagið ríflega fimmtán þúsund kílómetrar

„Við tökum Norrænu til Danmerkur og keyrum þaðan niður til Þýskalands, yfir til Póllands og til Rússlands“; segir Grétar, en ljóst er að kílómetrafjöldinn sem þeir munu ferðast á bílnum mun hlaupa á þúsundum.  „Við keyrum líklega yfir 15þúsund kílómetra á leiðinni“; segir Kristbjörn, en þeir ætla að fylgja landsliðinu á alla leiki Íslands án tillits til hversu margir þeir verða.

FIFA hefur áhuga á verkefninu

Verkefnið hefur vakið gríðarmikla athygli og meðal annars hafa aðilar á vegum FIFA haft samband við þá.  „FIFA ætlar að gera heimildarmynd um fólk sem fer óvenjulegar leiðir á HM í Rússlandi og þeir vilja fjalla um okkur í þeirri mynd.“

Munu sýna frá ferðalaginu

Almenningur getur fylgst með þeim félögum í gegnum samfélagsmiðlana, en Grétar, sem er kvikmyndagerðamaður hefur komið upp myndavélabúnaði í bílnum og munu þeir félagar vera virkir á Instagram á meðan ferðinni undir nafninu „hmladan“.  Myndavélabúnaðurinn var prufukeyrður í meðfylgjandi innslagi en þar má sjá þegar þeir buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli Ágústssyni á K100 í prufuakstur á Lödunni.  Ljóst er á upptökunni að bíllinn býður ekki upp á öll þau þægindi sem við eigum að venjast af nýrri bílum nútímans, en sjón er sögu ríkari.

HM Ladan í landsliðsbúningnum.
HM Ladan í landsliðsbúningnum. Kristbjörn Hilmir Kjartansson
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir