menu button

FIFA fjallar um ferð íslensku HM Lödunnar

Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 ...
Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 á rúntinn á Lödunni. Kristbjörn Hilmir Kjartansson

Það muna margir eftir Lödu Sport, rússnesku jeppunum sem voru vinsælir hér á Landi fyrir allnokkrum árum.  Þeir Kristbjörn Hilmar Kjartansson og Grétar Jónsson unnu 10 ára gamla Lödu Sport bifreið hjá Gamanferðum og hafa ákveðið að keyra hana í gegnum Evrópu og til Rússlands á HM.  Eftir umtalsvert viðhald á bílnum ákváðu þeir félagar að fara með bílinn til bílamálara sem aðstoðaði þá við að heilsprauta bílinn sem í dag er klæddur í íslenskan landsliðsbúning. 

Bíllinn gæti bilað á leiðinni

Ljóst er að þetta verður mikið ævintýri og ekki má mikið út af bregða til að valda vandræðum.  „Þegar við sóttum bílinn til Gamanferða bilaði hann á heimleiðinni“; segir Kristbjörn og brosir út í annað.  Þeir létu yfirfara bílinn fyrir sig og fengu upplýsingar um ýmislegt sem þurfti að gera við og eins var skipt um ýmsa varahluti sem líklegt er að gætu gefið sig á næstunni.  Það er ekki auðvelt að fá varahluti í þessa bíla og því er óljóst hvað gerist ef eitthvað gefur sig til að mynda í Danmörku eða Þýskalandi.  Bíllinn er keyrður rúmlega hundrað þúsund kílómetra og því var kominn tími á viðhald á hinu og þessu á þessum bíl.

Ferðalagið ríflega fimmtán þúsund kílómetrar

„Við tökum Norrænu til Danmerkur og keyrum þaðan niður til Þýskalands, yfir til Póllands og til Rússlands“; segir Grétar, en ljóst er að kílómetrafjöldinn sem þeir munu ferðast á bílnum mun hlaupa á þúsundum.  „Við keyrum líklega yfir 15þúsund kílómetra á leiðinni“; segir Kristbjörn, en þeir ætla að fylgja landsliðinu á alla leiki Íslands án tillits til hversu margir þeir verða.

FIFA hefur áhuga á verkefninu

Verkefnið hefur vakið gríðarmikla athygli og meðal annars hafa aðilar á vegum FIFA haft samband við þá.  „FIFA ætlar að gera heimildarmynd um fólk sem fer óvenjulegar leiðir á HM í Rússlandi og þeir vilja fjalla um okkur í þeirri mynd.“

Munu sýna frá ferðalaginu

Almenningur getur fylgst með þeim félögum í gegnum samfélagsmiðlana, en Grétar, sem er kvikmyndagerðamaður hefur komið upp myndavélabúnaði í bílnum og munu þeir félagar vera virkir á Instagram á meðan ferðinni undir nafninu „hmladan“.  Myndavélabúnaðurinn var prufukeyrður í meðfylgjandi innslagi en þar má sjá þegar þeir buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli Ágústssyni á K100 í prufuakstur á Lödunni.  Ljóst er á upptökunni að bíllinn býður ekki upp á öll þau þægindi sem við eigum að venjast af nýrri bílum nútímans, en sjón er sögu ríkari.

HM Ladan í landsliðsbúningnum.
HM Ladan í landsliðsbúningnum. Kristbjörn Hilmir Kjartansson
mbl.is
Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu hátíðlegum athöfnum sínum til haga á leikdegi Íslands, öfugt við landsmenn sem flestir aflýstu eða frestuðu vígslum.
Magasínið

Viðarsdætur skírðu á HM leikdegi

Athöfnum og vígslum var víða aflýst eða frestað vegna leiks Íslands og Argentínu á HM, en því var öfugt farið hjá systrunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum sem héldu sínum hátíðlegu athöfnum til haga. Nánar »

Vinningshafinn Björn Daníel Daníelsson var að sjálfsögðu ánægður með vinninginn.
Fréttir

Tippaði á rétt úrslit og vann síma

Björn Daníel Daníelsson bar sigur úr býtum í HM-leik útvarpsstöðvarinnar K100, Morgunblaðsins og mbl.is með því að tippa á rétt úrslit í leik Íslands og Argentínu. Nánar »

Elva, Katla og Ólafía tóku lagið í morgun
Fréttir

Allir í kjóla

Heimilistónar tóku lagið í morgunþættinum Ísland vaknar. Það stendur mikið til hjá hljómsveitinni sem heldur kjólaball í Gamla Bíói á morgun, laugardag. Nánar »

Fréttir

Þú getur unnið utanlandsferð á K100

K100 og Heimsferðir ætla á morgun að gefa heppnum hlustanda K100 ferð fyrir þrjá eitthvað út í heim. Það eina sem þú þarft að gera til þess að næla í vinninginn er að hlusta á K100 á morgun. Nánar »

Ísland vaknar

Ennþá vinir eftir erfitt ferðalag

Nýr íslenskur sjónvarpsþáttur, Flökkulíf, var frumsýndur í Sjónvarpi Símans á dögunum en þættirnir fjalla um tvo æskuvini sem ferðast um landið á Land Rover og reyna að lifa á landsins gæðum. Nánar »

Siggi Gunnars

Vasilij Utkin datt af stól í beinni

Vasilij Utkin er ekki í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni eftir að hafa kallað okkur „víkingaaula“ og líkt landsliðinu við ójöfnu í vegi. Nánar »

Oddný Helga Óðinsdóttir  fagnaði með börnum sínum á K100 þegar hún vann ferð til Króatíu með Heimsferðum.
Magasínið

Vann ferð til Króatíu á K100

Oddný Helga Óðinsdóttir vann ferð til Króatíu fyrir tvo fullorðna og eitt barn með Heimsferðum á ferðadegi K100. Næsta sólarferð verður gefin 6. júlí næstkomandi. Nánar »

Sigtryggur Magnason og Júlía Margrét Alexandersdóttir
Fréttir

Öskubuska með 2900 sokkapör

Eins og við var að búast var mest talað um HM þegar Júlía Margrét Alexandersdóttir og Sigtryggur Magnason gerðu upp vikuna i hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Nánar »

Baltasar Kormákur var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar
Fréttir

Áskorun að setja sig í spor kvenna

Baltasar Kormákur segir að það hafi verið áskorun að segja sögu konu í myndinni Adrift. Hún hefur fengið góða dóma og mikla aðsókn. Baltasar ræddi myndina, kynskipta gagnrýni og fleira í morgunþættinum Ísland vaknar Nánar »

Hallgrímur Ólafsson, hér í hvítum kirtli, með félögunum sem buðu öllum frítt á heiðurstónleika í Bíóhöllinni á Akranesi  í kvöld í tilefni af steggjun Hallgríms, eða Halla Melló, líkt og hann er stundum kallaður.
Magasínið

Magnús Magnús Magnússon steggjaður

Jóhannes Haukur leikari sagði frá steggjun Halla Melló félaga síns en hún fólst meðal annars í því að haldnir voru óvæntir tónleikar til heiðurs Halla í Bíóhöllinni á Akranesi í dag. Nánar »