menu button

FIFA fjallar um ferð íslensku HM Lödunnar

Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 ...
Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 á rúntinn á Lödunni. Kristbjörn Hilmir Kjartansson

Það muna margir eftir Lödu Sport, rússnesku jeppunum sem voru vinsælir hér á Landi fyrir allnokkrum árum.  Þeir Kristbjörn Hilmar Kjartansson og Grétar Jónsson unnu 10 ára gamla Lödu Sport bifreið hjá Gamanferðum og hafa ákveðið að keyra hana í gegnum Evrópu og til Rússlands á HM.  Eftir umtalsvert viðhald á bílnum ákváðu þeir félagar að fara með bílinn til bílamálara sem aðstoðaði þá við að heilsprauta bílinn sem í dag er klæddur í íslenskan landsliðsbúning. 

Bíllinn gæti bilað á leiðinni

Ljóst er að þetta verður mikið ævintýri og ekki má mikið út af bregða til að valda vandræðum.  „Þegar við sóttum bílinn til Gamanferða bilaði hann á heimleiðinni“; segir Kristbjörn og brosir út í annað.  Þeir létu yfirfara bílinn fyrir sig og fengu upplýsingar um ýmislegt sem þurfti að gera við og eins var skipt um ýmsa varahluti sem líklegt er að gætu gefið sig á næstunni.  Það er ekki auðvelt að fá varahluti í þessa bíla og því er óljóst hvað gerist ef eitthvað gefur sig til að mynda í Danmörku eða Þýskalandi.  Bíllinn er keyrður rúmlega hundrað þúsund kílómetra og því var kominn tími á viðhald á hinu og þessu á þessum bíl.

Ferðalagið ríflega fimmtán þúsund kílómetrar

„Við tökum Norrænu til Danmerkur og keyrum þaðan niður til Þýskalands, yfir til Póllands og til Rússlands“; segir Grétar, en ljóst er að kílómetrafjöldinn sem þeir munu ferðast á bílnum mun hlaupa á þúsundum.  „Við keyrum líklega yfir 15þúsund kílómetra á leiðinni“; segir Kristbjörn, en þeir ætla að fylgja landsliðinu á alla leiki Íslands án tillits til hversu margir þeir verða.

FIFA hefur áhuga á verkefninu

Verkefnið hefur vakið gríðarmikla athygli og meðal annars hafa aðilar á vegum FIFA haft samband við þá.  „FIFA ætlar að gera heimildarmynd um fólk sem fer óvenjulegar leiðir á HM í Rússlandi og þeir vilja fjalla um okkur í þeirri mynd.“

Munu sýna frá ferðalaginu

Almenningur getur fylgst með þeim félögum í gegnum samfélagsmiðlana, en Grétar, sem er kvikmyndagerðamaður hefur komið upp myndavélabúnaði í bílnum og munu þeir félagar vera virkir á Instagram á meðan ferðinni undir nafninu „hmladan“.  Myndavélabúnaðurinn var prufukeyrður í meðfylgjandi innslagi en þar má sjá þegar þeir buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli Ágústssyni á K100 í prufuakstur á Lödunni.  Ljóst er á upptökunni að bíllinn býður ekki upp á öll þau þægindi sem við eigum að venjast af nýrri bílum nútímans, en sjón er sögu ríkari.

HM Ladan í landsliðsbúningnum.
HM Ladan í landsliðsbúningnum. Kristbjörn Hilmir Kjartansson
mbl.is
Það er nóg að gera hjá rithöfundunum Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Lilju Sigurðardóttur enda eru þær á fullu að kynna nýútkomnar bækur sínar.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Nánar »

Hér er hópurinn Ísbirnir samankominn í grunnbúðum Evererst í 5.364 metra hæð en þá eru eftir tæpir 3.500 metrar á topp fjallsins.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Nýkomin frá Nepal

„Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Nánar »

Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og einkaþjálfari hér með unnustu sinni Dagnýju Dögg Bæringsdóttur á góðri stundu áður en þvottavélin bilaði.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Henti þvottavélinni með fötunum í

„Nærfötin mín bara virðast ekki ætla að hætta að enda með einhverju móti á enduvinnslustöðvum sorpu um alla borg,“ segir í stöðuuppfærslu Dagnýjar Daggar Bæringsdóttur unnustu Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Facebook. Sönn saga hér um einkaþjálfara sem henti nærfötunum hennar með þvottavélinni. Nánar »

Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar hér með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

„Vinnan er í raun aldrei búin“

Þann 19. nóvember næstkomandi verða Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent og er markmiðið með þeim að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna vébanda og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Nánar »

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, stýra þættinum Þingvellir á K100.
Fréttir

Björt tekur Sigmund og Brynjar tali

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verða gestir Bjartar Ólafsdóttur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í dag, en þátturinn hefst kl. 10. Nánar »

Tómasz Þór Veruson ákvað að hann skyldi ganga 1.000 km á árinu. Þegar hann var farin að sjá það sem raunhæft markmið lét hann prenta bolinn sem hann klæðist hér.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Nánar »

Lífið er ekki bara dans á rósum þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar og virðist sem auðveldara sé að skrá aðgang, eða stofna nýjan reikning, en að fá hann afskráðan eða lokaðan vegna misnotkunar annarra sem þykjast vera aðrar manneskjur en þær eru.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Falsreikningur á Tinder og víðar

Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið fyrir því ítrekað frá í haust að búið er að búa til falsreikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Nánar »

Dagur einhleypra á rætur sínar að rekja til Kína, nánar tiltekið til verslunarrisans Alibaba.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Alibaba slær áður þekkt netsölumet

„Single´s Day“ hefur tekið við af Valentínusardeginum og gott betur ef marka má sölutölur kínversku netverslunarinnar Alibaba. Sölumet var slegið þegar verslað var fyrir um einn milljarð dollara, eða um 120 milljarða króna. Og það á 85 sekúndum. Nánar »

Gömul mynd af Einari Bárðarsyni á skrifstofu útgáfufyrirtækisins Concert sem hann rak á tímabili. Hér heldur hann um plaggat með titli fyrsta lagsins eftir hann sem var gefið út.
Siggi Gunnars

Á stöðugum flótta frá tónlistinni

Einar Bárðarson fagnar um þessar mundir 20 ára höfundaræfmæli og í tilefni var hann gestur Sigga Gunnars í „Lögum lífsins“ á K100. Nánar »

Þau Vala Kristín, Júlíana Sara, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst fara með aðalhlutverk í þáttunum Venjulegt fólk, sem fjallar um dramað í kringum lífsgæðakapphlaup tveggja vinkvenna.
Logi Bergmann og Hulda Bjarna

Venjulegt fólk í föstudagskaffi

Þær Vala Kristín og Júlíana Sara, sem léku áður saman í þáttunum Þær Tvær, mætti í föstudagskaffi síðdegis til Loga Bergmann og Huldu Bjarna á K100. Nýja sjónvarpsserían var frumsýnd í vikunni og náðist metspilun í Sjónvarpi Símans Premium. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist