Þráhyggja og árátturöskun er vandamál hjá býsna mörgum. Hún getur lýst sér á vægan hátt, til dæmis á þann hátt að viðkomandi þurfi alltaf að fara í gegnum íbúðina áður en hann fer út og athuga með alla glugga og dyr. En hún getur líka tekið á sig alvarlegri myndir með skaðlegum hugsunum. Allt hefur þetta áhrif á fólk, skapar vanlíðan og einangrar fólk jafnvel.
Kvíðameðferðarstöðin hefur náð athyglisverðum árangri með fjögurra daga meðferð og náð árangri í allt að 70% tilvika. Tómas Páll Þorvaldsson, sálfræðingur, var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar og sagði frá meðferðinni. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því hve mikil vanlíðan fylgir þessu og hversu mikil áhrif þetta hefur á líf fólks. Það eru stanslausar hugsanir allan daginn,“ segir Tómas.
Meðferðin hefur vakið mikla athygli og Tómas segir að lengi hafi verið erfitt að ná árangri. Lykillinn í meðferð þeirra sé svo kölluð berskjöldunaraðferð, að láta fólk nálgast vandann í stað þess að forðast hann. Þannig reyna þau að koma í veg fyrir áráttuna og stað þess að leyfa henni að taka stjórnina.
„Við látum fólk horfast í augu við óttann og það hefur skilað góðum árangri,“ segir Tómas. Lykilatriði sé að fá fólk til að mæta vandanum og yfirstíga óttann og skömmina yfir þessum hugsunum.
Hægt er að sjá viðtalið við Tómas hér og svo er hægt að hlusta á allan þáttinn og sjá fleiri brot á K100.is.
Verkfallið | Ögmundur J. (22.2.2019) — 00:12:13 | |
Eddan |Sigrún Ósk og Sigyn Blöndal (22.2.2019) — 00:18:53 | |
Ófærð l Ilmur Kristjánsdóttir (22.2.2019) — 00:05:45 | |
Logi Bergmann & Hulda Bjarna 16:00-18:00 (22.2.2019) — 01:56:01 |