menu button

Ofurvöxturinn ekki kominn til að vera

Þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar voru á línunni í Ísland vaknar í morgun til að ræða stöðu ferðamannaiðnaðarins hér á landi en í samantekt Ferðamálastofu sem birt var á dögunum kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra.

Helga segir að það sé varasamt að draga ályktanir út frá þessum eina mánuði og sérstaklega aprílmánuði.  „Það skiptir máli hvernig Páskarnir komi inn í aprílmánuð, því ferðamönnum fækkar alltaf vikurnar eftir Páska,“ segir Helga.  „En við teljum þetta staðfesta það sem við höfum fundið fyrir að þessi ofurvöxtur er ekki kominn til að vera, sem betur fer.  Við erum sennilega að fara niður í alþjóðlegt meðaltal með fjölgun ferðamanna.  Þessi breyting hefur orðið skarpari og hraðari en við gerðum ráð fyrir.“

Helga segir að samkeppnisstaða okkar hafi farið versnandi því önnur lönd geti boðið upp á það sem við höfum að bjóða.  „Það er fyrst og fremst gengið og svo eru það innviðirnir sem eru ábótavant.  Fjármagnskostnaður hefur aukist og launakostnaður líka,“ segir Helga og hún vill að stjórnvöld bregðist við með greininni.  „Stjórnvöld þurfa að taka þessa stöðu alvarlega og rýna hana vel og bregðast við.  Þau þurfa að koma með okkur í að tryggja ákveðna framtíðarsýn og veðja á greinina og fjárfesta í innviðum svo hægt sé að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi.  Við erum soldið að bregðast við að mínu mati.  Greinin er búinn að fjárfesta gríðarlega en það hefur verið mun minna um fjárfestingar ríkis og sveitarfélaga.  Innviðum er sannarlega ábótavant,“ segir Helga.

Aðspurð um hvort verið sé að okra um of á ferðamönnum segir Helga ekki svo vera.  „Launakostnaðurinn hefur hækkað mikið og fjármagnskostnaður vaxið svakalega og ef að afkoma fyrirtækjanna væri að batna mikið þá gæti ég tekið undir það en því miður þá er ekki línulegt samband á milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni.  Afkoman fer versnandi þrátt fyrir þessa fjölgun og því miður hefur bara þurft að verðleggja vörurnar í þessum mæli.“ segir Helga.

Þórdís Kolbrún, ráðherra málaflokksins, segir að hún hafi heyrt þessa gagnrýni og það séu ákveðnir vaxtaverkir í greininni.  „En við erum að setja fullt af peningum í landvörslu, framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu á ferðamannastöðum.  Við erum að setja töluvert meira framlag í samgönguáætlun og við höfum verið að afla ótrúlega mikilla gagna og að efla rannsóknir, þannig að allt sem að þarf að gera erum við að vinna í.  Flest af þessu tekur langan tíma og það kallar á þolinmæði,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að hún hafi ekki áhyggjur af þessari fækkun ferðamanna í apríl.  „Við þurfum að sjá tölur fyrir fleiri mánuði svo við sjáum betur hvað er að gerast.“

Hægt er að hlusta á viðtölin við þær stöllur í heild hér að neðan.

Ísland vaknar er á dagskrá alla virka daga kl. 6.45 til kl. 9.00 á K100 og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans.

mbl.is
Hrönn Bjarnadóttir í Magasíninu.
Magasínið

Bakar brúðartertuna sjálf

Ofursnapparinn Hrönn Bjarnadóttir mætti í Magasínið og deildi góðum ráðum varðandi brúðkaup og skreytingar. Auk þess sagði Hrönn frá eigin brúðkaupstertu sem hún bakar sjálf. Nánar »

Logi, Þorsteinn og Rikka eldhress í morgunsárið.
Ísland vaknar

Bataskólinn bætir líf fólks

„Bataskóli Íslands er skóli sem er er ætlaður fólki með geðrænar áskoranir. Geðrænar áskoranir er allt sem lýtur að geðrænum veikindum eins og kvíði, ADHD, þunglyndi og svo líka þyngri sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum.“ Nánar »

Siggi Gunnars og Páll Óskar klárir í stúdíói K100 fyrir Pallaball í beinni.
Fréttir

Páll Óskar í beinni á Hinsegin100

Í dag skiptir útvarpsstöðin K100 um nafn og heitir Hinsegin100 í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Hápunktur dagsins verður kl. 15 þegar Páll Óskar mætir á svæðið og slær upp Pallaballi í beinni ásamt Sigga Gunnars. Nánar »

Vala Árnadóttir, framkvæmdastýra Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Ísland vaknar

Auðvelt að vera vegan á Íslandi

„Ég varð vegan árið 2016 og þá var það strax orðið auðveldara. Í dag er úrvalið miklu meira en þá og hægt að fá vegan í öllum verslunum og veitingastöðum.“ Nánar »

Ísland vaknar

Forseti Kína pappakassi vikunnar

Felix Bergsson fór yfir vikuna sem er að líða í Ísland vaknar þar sem hann valdi m.a. snilling, gleði og pappakassa vikunnar. Nánar »

Hvati, Silja Mist og Þóra í Magasíninu.
Magasínið

Bleika súkkulaðið kynnt í 600 manna veislu

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að bleika Rúbínsúkkulaðið verði kynnt í 600 manna teiti í Hörpu í næstu viku. Örfáir hafa fengið að smakka nýja súkkulaðið. Nánar »

Manúela Ósk Harðardóttir hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu
Ísland vaknar

Upplifði sig eina í æsku

„Þetta er frekar slæmt þar sem ég er engin hlaupamanneskja, ég ætla bara að taka minn tíma,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn skipuleggjandi Miss Universe Iceland keppninnar en hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Nánar »

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson ætla að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu.
Magasínið

Ólafur Darri og Ilmur safna áheitum

Þau Darri Ólafs og Ilmur Kristjánsdóttir, andlit auglýsingaherferðar Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka sögðu sína sögu og hvaða góðgerðarmálefni þau ætla að styrkja í gegnum hlaupastyrk.is. Nánar »

Hljómsveitin Albatross, þeir Sverrir Bergman og Halldór Gunnar Pálsson, hér með Herbert Guðmundssyni, höfundi lagsins Can´t Walk Away, sem þeir félagar hafa nú endurgert.
Magasínið

Samdi lagið í fangaklefanum

Hljómsveitin Albatross, sem þeir Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergman skipa, kíktu í Magasínið til að ræða nýja útgáfu af laginu Can´t Walk Away sem Herbert Guðmundsson samdi og söng upphaflega. Nánar »

Ísland vaknar

Kynjajafnrétti í íþróttum

Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir ráðstefnu um kynjajafnrétti í íþróttum sem fer fram á Íslandi, á vegum HR og ÍSÍ, dagana 15. - 17. ágúst. Hún var gestur í Ísland vaknar í morgun. Nánar »