menu button

Ofurvöxturinn ekki kominn til að vera

Þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar voru á línunni í Ísland vaknar í morgun til að ræða stöðu ferðamannaiðnaðarins hér á landi en í samantekt Ferðamálastofu sem birt var á dögunum kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra.

Helga segir að það sé varasamt að draga ályktanir út frá þessum eina mánuði og sérstaklega aprílmánuði.  „Það skiptir máli hvernig Páskarnir komi inn í aprílmánuð, því ferðamönnum fækkar alltaf vikurnar eftir Páska,“ segir Helga.  „En við teljum þetta staðfesta það sem við höfum fundið fyrir að þessi ofurvöxtur er ekki kominn til að vera, sem betur fer.  Við erum sennilega að fara niður í alþjóðlegt meðaltal með fjölgun ferðamanna.  Þessi breyting hefur orðið skarpari og hraðari en við gerðum ráð fyrir.“

Helga segir að samkeppnisstaða okkar hafi farið versnandi því önnur lönd geti boðið upp á það sem við höfum að bjóða.  „Það er fyrst og fremst gengið og svo eru það innviðirnir sem eru ábótavant.  Fjármagnskostnaður hefur aukist og launakostnaður líka,“ segir Helga og hún vill að stjórnvöld bregðist við með greininni.  „Stjórnvöld þurfa að taka þessa stöðu alvarlega og rýna hana vel og bregðast við.  Þau þurfa að koma með okkur í að tryggja ákveðna framtíðarsýn og veðja á greinina og fjárfesta í innviðum svo hægt sé að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi.  Við erum soldið að bregðast við að mínu mati.  Greinin er búinn að fjárfesta gríðarlega en það hefur verið mun minna um fjárfestingar ríkis og sveitarfélaga.  Innviðum er sannarlega ábótavant,“ segir Helga.

Aðspurð um hvort verið sé að okra um of á ferðamönnum segir Helga ekki svo vera.  „Launakostnaðurinn hefur hækkað mikið og fjármagnskostnaður vaxið svakalega og ef að afkoma fyrirtækjanna væri að batna mikið þá gæti ég tekið undir það en því miður þá er ekki línulegt samband á milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni.  Afkoman fer versnandi þrátt fyrir þessa fjölgun og því miður hefur bara þurft að verðleggja vörurnar í þessum mæli.“ segir Helga.

Þórdís Kolbrún, ráðherra málaflokksins, segir að hún hafi heyrt þessa gagnrýni og það séu ákveðnir vaxtaverkir í greininni.  „En við erum að setja fullt af peningum í landvörslu, framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu á ferðamannastöðum.  Við erum að setja töluvert meira framlag í samgönguáætlun og við höfum verið að afla ótrúlega mikilla gagna og að efla rannsóknir, þannig að allt sem að þarf að gera erum við að vinna í.  Flest af þessu tekur langan tíma og það kallar á þolinmæði,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að hún hafi ekki áhyggjur af þessari fækkun ferðamanna í apríl.  „Við þurfum að sjá tölur fyrir fleiri mánuði svo við sjáum betur hvað er að gerast.“

Hægt er að hlusta á viðtölin við þær stöllur í heild hér að neðan.

Ísland vaknar er á dagskrá alla virka daga kl. 6.45 til kl. 9.00 á K100 og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans.

mbl.is
Opið um helgar

Lausaleikskróinn olli skilnaði - Spunaviðtalið

„Spunaviðtalið“ er óvenjulegur dagskrárliður þar sem ótrúlegustu sögur verða til. Vinnufélagar viðurkenndu að hafa verið í hjónabandi sem endaði í mjög dramatískum skilnaði. Það var mikið hlegið í hljóðveri K100 í þessum dagskrárlið. Nánar »

Hildur Karen og Inga Hrefna fóru yfir konunglega brúðkaupið í Ísland vaknar
Fréttir

Ætluðu báðar að giftast Harry

Mikil spenna er fyrir konunglega breska brúðkaupinu um helgina þegar Harry og Meghan ganga í það heilaga. Systurnar og sérfræðingarnir, Inga Hrefna og Hildur Karen Sveinbjarnardætur, fóru yfir það helsta í morgunþættinum Ísland vaknar. Nánar »

Sissel Kyrkjebø
Pistlar

Jólatónleikasala 2018 er hafin

Eflaust hefur einhverjum brugðið í brún þegar þeir ráku augun í að sjá jólatónleika auglýsta. En það er víst svo. Tvennir tónleikar með Sissel Kyrkjebø eru komnir í sölu á vegum Senu. Margir Íslendingar kunna að gleðjast yfir þeim fréttum enda þykir hún með einstaklega töfrandi sviðsframkomu. Nánar »

Það stóð ekki á forsetafrúnni Eliza Reid að gefa skó til barnaþorps í Nígeríu. Elíza er velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Fréttir

Íþróttaskór Íslendinga til ungmenna í Nígeríu á HM-ári

Laug­ar­dag­inn 2. júní fer fram nokkuð skemmti­legt fjöl­skyldu­hlaup við Rauðavatn með margþætt­an til­gang. Þátt­töku­gjaldið er vel með farið íþrótta­skóp­ar. Nánar »

Anna Lilja Þórisdóttir aðstoðarfréttastjóri Morgunbaðsins mun fylgjast með brúðkaupi Harry og Meghan Markle í Windsor um næstu helgi. Einnig mun hún taka þátt í hinu konunglega hlaupi í Kaupmannahöfn sem er haldið til heiðurs Friðriki Danaprins sem verður fimmtugur á árinu.  (AFP PHOTO / POOL / Eddie MULHOLLAND)
Magasínið

Fréttastjóri á hælum kóngafólks

Konungssinnaði aðstoðarfréttastjóri Morgunblaðsins, Anna Lilja Þórisdóttir, er sennilega sá royallisti sem hefur gengið hvað lengst hérlendis að fá mynd af konungbornum einstaklingi. Það tókst og var myndin seld hæstbjóðandi. Framundan er ferð til Windsor kastala og þátttaka í konunglegu hlaupi. Nánar »

Kristbjörn Hilmir og Grétar buðu útvarpsmanninum Ásgeiri Páli á K100 á rúntinn á Lödunni.
Fréttir

FIFA fjallar um ferð íslensku HM Lödunnar

Þeir Kristbjörn Hilmar Kjartansson og Grétar Jónsson ætla að keyra þúsundir kílómetra á HM í Rússlandi á 10 ára gamalli Lödu Sport bifreið sem er máluð í íslensku fánalitunum og FIFA ætlar að fjalla um verkefnið í heimildarmynd. Þeir félagar buðu Ásgeiri Páli útvarpsmanni á K100 á rúntinn. Nánar »

Aðalheiður Ámundadóttir og Atli Fannar Bjarkason fóru yfir vikuna í hnotskurn.
Fréttir

Sigmundur Davíð er gleði vikunnar

Atli Fannar Bjarkason og Aðalheiður Ámundadóttir fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Nánar »

Sara Hrund Helgadóttir knattspyrnukona.
Ísland vaknar

Höfuðverkurinn var daglegt brauð

Ég byrjaði á því árið 2009 að fá mitt fyrsta högg, ég rotast í leik við það að fá hné aftan í hnakka í tæklingu,“ segir Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í Pepsídeildinni, um fyrsta heilahristinginn sem hún fékk í knattspyrnukeppni. Nánar »

Uppskriftin "Bræðrabylta" var ein þeirra uppskrifta sem slóg í gegn hjá dómnefnd. Hér má sjá mynd af slíkri uppskrift.
Magasínið

Plokkfiskspylsa og chili blóðmör á meðal hugmynda

Verkefninu Matarauði er ætla að draga Íslendinga og erlenda gesti að hlaðborði íslenskra krása og tefla fram sögu Íslendinga, sem birtist í matarmenningu og hefðum. Nánar »

Rakel Garðarsdóttir.
Ísland vaknar

Við hendum enn of miklu

Rakel Garðarsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana en á föstudaginn verður heimildamyndin UseLess, sem Rakel framleiðir, frumsýnd á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda. Myndin fjallar að sögn Rakelar um matar- og tískusóun. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist
Annar í hvatasunnu - Hvati kl. 09 - 12 (21.5.2018) — 02:59:09
Leikarar í spunaleik (20.5.2018) — 00:12:19
Davíð Oddsson á Þingvöllum (20.5.2018) — 00:44:17
Þingvellir - 20.maí 2018 (20.5.2018) — 01:00:01