Fjölskyldan í fyrsta sætið

John Snorri SIgurjónsson
John Snorri SIgurjónsson K100

Tæpt ár er liðið frá því að fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði fjallið K2, eitt hættulegasta fjall í heimi. Aðspurður hvernig í ósköpunum honum hafi dottið það í hug segir John Snorri að þetta hafi verið langþráður draumur frá því hann var fjórtan ára gamall. „Það er alltaf spurning hvenær maður á að elta drauminn sinn. Mér fannst svo fallegt þegar elsta dóttir mín segir við mig þegar ég var að fara; „Ég er mjög hrædd en ánægð að þú sért að fara að elta drauminn þinn og láta hann verða að veruleika." Þegar John Snorri er spurður að því hvert næsta verkefni sé segir hann að fjölskyldan sé núna númer eitt. 

Þessa dagana er John Snorri í forsvari fyrir ýmis verkefni hjá Ferðafélagi Íslands og kemur meðal annars að undirbúningi Fjölskyldudags félagsins sem haldin verður hátíðlegur á toppi Úlfarsfells á uppstigningardag. „Þarna verður sett upp stærðarinnar svið og munu Stuðmenn stíga á stokk ásamt MC Gauta og Herði Torfa auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með óvæntan gest," segir John Snorri sem hefur í mörgu að snúast um þessar mundir. 

Viðtalið í heild má sjá og hlusta á hér ásamt öðrum brotum úr dagskrá K100

 

mbl.is