Fjölskyldan í fyrsta sætið

John Snorri SIgurjónsson
John Snorri SIgurjónsson K100

Tæpt ár er liðið frá því að fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði fjallið K2, eitt hættulegasta fjall í heimi. Aðspurður hvernig í ósköpunum honum hafi dottið það í hug segir John Snorri að þetta hafi verið langþráður draumur frá því hann var fjórtan ára gamall. „Það er alltaf spurning hvenær maður á að elta drauminn sinn. Mér fannst svo fallegt þegar elsta dóttir mín segir við mig þegar ég var að fara; „Ég er mjög hrædd en ánægð að þú sért að fara að elta drauminn þinn og láta hann verða að veruleika." Þegar John Snorri er spurður að því hvert næsta verkefni sé segir hann að fjölskyldan sé núna númer eitt. 

Þessa dagana er John Snorri í forsvari fyrir ýmis verkefni hjá Ferðafélagi Íslands og kemur meðal annars að undirbúningi Fjölskyldudags félagsins sem haldin verður hátíðlegur á toppi Úlfarsfells á uppstigningardag. „Þarna verður sett upp stærðarinnar svið og munu Stuðmenn stíga á stokk ásamt MC Gauta og Herði Torfa auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með óvæntan gest," segir John Snorri sem hefur í mörgu að snúast um þessar mundir. 

Viðtalið í heild má sjá og hlusta á hér ásamt öðrum brotum úr dagskrá K100

 

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist